Forritanlegur matari fyrir tjarnarfiska

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Forritanlegur matari fyrir tjarnarfiska

Post by keli »

Ég er búinn að vera að föndra smá fyrir veturinn svo að fiskarnir í tjörninni minni hafi nóg að bíta og brenna. Ég gerði semsagt þennan matara úr pvc, pet plasti, servo úr fjarstýrðum bíl, litlum 8 pinna avr örgjörva og 2l kókflösku. Ég get stillt hvenær hann gefur og hvað hann gefur mikið án mikilla vandræða, ásamt því að full 2l kókflaska afmat ætti að duga í amk nokkrar vikur.

Smá video svo þið sjáið hvað ég er að tala um:
<embed src="http://www.youtube.com/v/cibgpj2R-pg&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>

Spurningar velkomnar :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Jetski
Posts: 246
Joined: 18 Sep 2009, 20:16
Location: keflavik
Contact:

Post by Jetski »

já það er ekkert annað þetta er alveg briljant :wink:
673,5l afrika
simi7702916 og 4212916
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Tær snilld!! Ég get þó ekkert spurt því að ég mundi ekki verða neinu nær :)
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

snilld,virkilega flott, nú er bara að fara með
þetta til Kína í fjöldaframleiðslu!!
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

er það servoinn sem skítur matnum út um hliðina? og hvað er pvc?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Servoið snýr skammtara inn í pvc fittinginu. Skammturinn sem þetta gefur eins og er er uþb ein matskeið og þetta ætti að geta tekið hvaða mat sem er, jafnvel flögur.

Fjöldaframleiðsla, ég veit það ekki alveg, spurning hvort það myndi eitthvað borga sig? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Helvíti ertu gáfaður maður. Hvað ertu að gefa þarna? Ocean Nutrition?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ekkert ósvipað og fóðrararnir níðri vinnu virka.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:Helvíti ertu gáfaður maður. Hvað ertu að gefa þarna? Ocean Nutrition?
Já, þetta er ocean nutrition síkliðufóðrið sem ég er að prófa þarna. Svipuð stærð og koi fóðrið sem ég nota í tjörninni.

Það er lítið mál að gera fleiri svona og minni, þannig að hugsanlega geri ég þetta fyrir seiðabúr og svona þar sem ég þarf að gefa oft á dag. Líka lítil fyrirstaða að smíða svona fyrir aðra þegar ég er búinn að fínpússa hönnunina.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er sjálfur að nota Ocean Nutrition, mjög gott fóður.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

væri kannski smá sniðugt að gá hvað 2l flaska dugir í marga skammta til að geta reikna út svona sirka hvenær það þarf að fara fylla á! :D annars er þetta ekkert smá sniðugt :P
Minn fiskur étur þinn fisk!
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

ertu með svona litla pinnatölvu til að forrita örgjörvann, ég hef unnið með svona AND OR og NOT hlið á svona pinnabrettum
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Hversu heit er tjörnin hjá þér ?
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

audun wrote:ertu með svona litla pinnatölvu til að forrita örgjörvann, ég hef unnið með svona AND OR og NOT hlið á svona pinnabrettum
Forrita örgjörvann í C. Sendi svo kóðann úr PC tölvunni minni á AVR örgjörvann.

Þetta er kóðinn sem stjórnar mataranum:

Code: Select all

#define F_CPU 9600000UL
 
#include <avr>
#include <util>
 
uint8_t servopos;
int i;

void ioinit(void)
{
	DDRB |= (1 << PB0)|
			(1 << PB1)|
			(1 << PB2);
	DDRB &= ~(1<<PB3);   
	DDRB &= ~(1<<PB4);   
}

void pwminit(void)
{
	TCCR0A |= (1 << COM0B1)|	
				(1 << COM0B1)|
				(1 << WGM00)|
				(1 << WGM01);
	TCCR0B |= (1 << CS00)|
				(1 << CS02)|
				(1 << WGM02);
	OCR0A = 187;	
}   	

int main(void)
{
	ioinit();
	pwminit();
	int many = 1;
	if (bit_is_clear(PINB, PB3))
	{
		many += 1;
	}
	if (bit_is_clear(PINB, PB4))
	{
		many += 2;
	}
	for (i=1; i <= many; i++)
	{
		OCR0B = 4;
		_delay_ms(2000);
		OCR0B = 22;
		_delay_ms(3000);
	}
	while(1)
	{
	}
}
Svavar wrote:Hversu heit er tjörnin hjá þér ?
Tjörnin er venjulega 20-25 gráður, sjá nánar hér:
http://content.leenks.com/temp
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Flott hjá þér Keli
en þessi forritun kom mér á óvart

TCCR0B |= (1 << CS00)|
(1 << CS02)|
(1 << WGM02);

hefðirðu ekki átt að hugsa þetta betur :P

ps.
Var kíttið komið ?
5
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Gudmundur wrote:Flott hjá þér Keli
en þessi forritun kom mér á óvart

TCCR0B |= (1 << CS00)|
(1 << CS02)|
(1 << WGM02);

hefðirðu ekki átt að hugsa þetta betur :P

ps.
Var kíttið komið ?
5
haha :D

Já, ég var búinn að kaupa kítti
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply