Grænt vatn, ljótur gubby og árásargirni

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
plantan
Posts: 140
Joined: 17 Nov 2009, 22:02
Location: Reykjavík
Contact:

Grænt vatn, ljótur gubby og árásargirni

Post by plantan »

Sælir fiskverjar.
Ég fór í heimsókn þar sem lítill strákur á heimilinu átti 60l fiskabúr með nokkrum gúbbý í.
en vatnið var alveg grænt og slímkent/þykkt, og ekkert sást í gegnum það.
þau sögðu að alveg sama hversu oft þau þrifu búrið þá var það alveg grænt strax og eftir um 3 daga þá var hætt að sjá í gegnum það.
þetta var svona dökk gænn litur og alls ekki góð lykt af því.
þau heldu að þetta kæmi því það var skraut ofaní búrinu (þau eru ekki fiskafólk) þannig þau tóku skrautið úr, vitiðið afhverju búrið verður svona rosalega grænt?
ég ráðlagði þeim að færa búrið(það var við glugga.) taka steinana úr (það voru steinar í búrinu) og sleppa því að hafa aukahluti í einhvern tíma í því, og gefa þeim mun minna að borða, og fá sér hreinsidælu með loftdælu í (eða hvað sem það heitir).
er það rangt hjá mer að hafa sagt þetta við þau og hvað get ég sagt við þau til að hjálpa þeim að ná þessum græna lit úr búrinu?

ég fékk hjá þeim nokkra fiska, 2 kellingar og 2 kalla(litlir) og nokkur seyði fylgdu með.
en þegar ég skoðaði aðra kellinguna þá sá ég að hún var einhvað asnaleg í andlitinu. öll skökk einhvað og bara ómyndanleg hehe :roll:
á hliðinni þar sem tálkn eru þá var hún blóðrauð eða svona eins og marin, þær eru reyndar báðar með svoleiðis.
eignig er hausinn á þeim einhvað sérstakur.. þar sem "heilinn" er þá kemur mjög mikið inn þar eins og það vanti heilann og skinnið fellur bara inn.

svo er það liturinn á þeim.. þau eru mjög gul! mjög svo..!
er þetta bara lita afbrigði eða er þetta því þau voru í svo grænu vatni að það hefur litað þau?

svo eitt í viðbót.
kallinn minn tætti nýju kallana alveg í sig! eða sporðinn réttarasagt og á öðrum er hann alveg klofinn en á hinum er hann svona hálfklofinn.. þetta lagast ekkert er það nokkuð?

en ég tók þá báða uppúr og setti í annað búr ásamt ljótu kellingunni (langaði ekki að hafa hana í búrinu)

þýðir nokkuð að hafa aðra kalla með þessu kalli sem ég á fyrst hann er svona "skapstór" og frekur?

afsakið spurningaflóðið .. er bara að fyllast af spurningum sem ég þarf að spurja í hollum:)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

græna vatnið kemur líklegast því það er við glugga, getur notað leitina hér á spjallinu og fundið marga þræði um þetta.
Spurning líka hvað það er lengi kveikt á ljósinu í búrinu hjá þeim, ætti ekki að fara yfir 10klst á dag
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Grænt vatn kemur út af þörungablóma, sem sagt þetta er mikið magn af litlum grænum þörungum. Þeir nærast á ýmsu, þar sem þetta er eiginlega eins og snýkjudýr, ef næringarefnin sem þeir nærast á eru uppurinn, þá bara finna þeir sér eitthvað annað svipað að éta. Þeir nærast á t.d ammoníaki, phosphate (fosfat?) og nitrati.

Jú það er gott ráð að færa búrið og gefa minna. Það að taka aukahlutina upp úr hefur ekkert að segja.

Ein góð leið við að losna við þetta úr búrinu er að myrkva búrið algjörlega þangað til þetta fer (tekur vanalega 3-4 daga) og gefa ekkert á meðan. Þegar þetta er farið þá á að skipta strax um 80% vatn og fylgjast með því hvort að þetta komi aftur. Minnka jafnvel ljósatíman, fyrstu dagana.

Það á ekkert að vera að halda upp á fiska sem eru gallaðir, bara losa sig við þá.
Ef fiskarnir eru enn blóðrauðir um tálknin, þá gæti það verið einhver tálknsýking.

Guppyar eru til í eiginlega öllum litum, gulur er einn af þeim.

Sporðar og uggar vaxa aftur.

Fiskar eiga það til að narta í langa ugga, uggar eru líka bragðgóðir og ágætt snarl í augum sumra fiska.
Guppyar eiga nú að vera frekar friðsælir, kallarnir elta stundum hvorn annan.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Gæti verið costia.
Post Reply