Hvernig á að grisja?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Þorsteinn E.
Posts: 3
Joined: 07 Apr 2010, 23:39
Location: Reykjavík

Hvernig á að grisja?

Post by Þorsteinn E. »

Er með Egeria Densa (Vatnapest) plöntuna, sem er ansi hraðvaxandi. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég þyrfti ekki að klippa neðan af henni frekar en taka af henni að ofan, sem ég er hræddur um að dræpi hana.
Mér þætti vænt um að fá að vita hvernig ég ætti að bera mig að. (þetta er kannski asnaleg spurning fyrir þá sem vel þekkja til :) )

Ps. Þakka hjartanlega fyrir greinargóð svör og upplýsingar sem ég hef fengið við fyrri spurningum mínum!!!
Þorsteinn E. iceconnect@gmail.com
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þegar þú ert að grisja svona sprotaplöntur þá er betra að taka ofan af þeim heldur en að klippa neðan af henni.
Það eru rætur á þeim neðst sem er betra að halda.

Annars vaxa rætur á nýjum sprotum sem þú klippir af og stingur niður, en plantan helst auðvitað ekki jafn vel niðri og "móðurplantan" sem er með rætur.
Þú getur s.s. bæði klippt ofan af henni og stungið afklippunni í mölina og leyft henni að skjóta rætum, svo koma líka sprotar til hliðanna og oft smá rætur með þeim sem er líka hægt að taka af og planta niður.
-Andri
695-4495

Image
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

þessi tiltekna planta er einkar hörð og í sjálfu sér hægt að rífa hana í sundur og stinga niður eða láta fljóta og allir bútar halda áfram að stækka
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply