Page 1 of 1

gleráll

Posted: 29 Apr 2010, 00:23
by unnisiggi
vantar smá upplisýngar um glerállin íslenaka varðandi fóður,búrstærð,hita o.f.
hef verið með 2 en gekk ekkert að fá þá til að éta
eru nefnilega helvíti flottir þannig að mig langar til að prufa aftur

Posted: 29 Apr 2010, 01:06
by Nielsen
glerállinn er í raun bara álaseiði
Gleráll

Lirfurnar myndbreytast þegar þær nálgast strendur og kallast þá glerálar. Glerálar eru glærir og um 6 - 8 sm langir. Glerálar sækja að strönd og ganga í feskvatn. Smám saman verða þeir gulbrúnir á litinn og nefnast þá álaseiði. Glerálar og álaseiði ganga í ferskvatn að sumarlagi. Göngur ála eru háðar hita í vatni og gengd er meiri í hlýjum sumrum. Ef fossar eru á leið ála upp árnar þá skríða álarnir upp raka kletta eða gras framhjá fossum.

Guláll

Lífsskilyrði fyrir ála í uppeldi (gulála) eru best í grunnum vötnum á láglendi sem hlýna að sumarlagi. Álar í fersku vatni éta ýmis smádýr á botninum. Álar vaxa um 5-6 sm á ári. Álar er hitakærir og kjörhiti þeirra til vaxtar er 22-23 °C.

Wikipedia
þyrftir væntanlega frekar stórt búr þar sem þeim verða 35-100cm (eftir kynjum hrygnan er stærri)

fóður er ekki klár með það en veit að þeir éta t.d. skordýr í náttúrunni

Posted: 29 Apr 2010, 10:09
by Gudmundur
ég hef verið að gefa rækjur

Posted: 29 Apr 2010, 21:08
by unnisiggi
hvað með búrstærðir og svoleiðis nú stæka þeir frekar hægt

Posted: 29 Apr 2010, 21:31
by Vargur
Þessi kvikindi þurfa ekki merkilegt búr og þola nánast hvað sem er.

Posted: 29 Apr 2010, 22:00
by unnisiggi
ég er með eitt 180 og 110 er ekki 110 nóg fyrir 30 cm áll

Posted: 29 Apr 2010, 22:08
by Jakob
Er þessi svokallaði gleráll Angulilla Anguilla?

Posted: 29 Apr 2010, 22:13
by unnisiggi
veir ekki latínu heitið á honum en þetta er bara íslenski állin sem finst í vötnum og ám hér á íslandi er til fleiri en einn tegund í vötnum á íslandi

Posted: 29 Apr 2010, 22:29
by Gudmundur
Síkliðan wrote:Er þessi svokallaði gleráll Angulilla Anguilla?
Já evrópski állinn Anguilla x2
reyndar alltaf nokkrir amerískir hérna líka líta mjög svipað út

Posted: 29 Apr 2010, 22:57
by Nielsen
30cm áll getur varla kallast gleráll
en já bara passa að búrið sé vel lokað svo þeir skríði ekki uppúr

Posted: 29 Apr 2010, 23:04
by Andri Pogo
Andri Pogo wrote:Evrópskur áll (Anguilla anguilla)

Uppruni: Evrópa, allt frá Íslandi til Grikklands. Hefur fundist í Afríku.
Stærð: kerlur allt að 150cm en karlar minni.

Evrópski állinn er ferksvatnsfiskur en færir sig þó út í sjó til að hrygna.
Hann er eini evrópski fiskurinn sem gerir þetta.
Állinn hrygnir á vorin í Atlantshafinu og ganga afkvæmin í gegnum nokkur breytingarstig.
Hrognin verða að lirfum og lirfurnar berast með Golfstraumnum til Evrópu, það ferðalag tekur um eitt ár.
Lirfunar breytast svo í glerála þegar þær nálgast strendur, glerálar eru um 6-8cm langir.
Glerálarnir ganga í ferskvatn, breyta um lit og kallast þá álaseiði.
Ungfiskarnir kallast svo gulálar þar til þeir ná fullorðins stærð, um 35-100cm, og færa sig út í haf til að hrygna. Þá stækka augun, bakið dökknar, kviður verður silfurlitur og slímhúð minnkar.
Eftir þessar breytingar kallast állinn bjartáll.
Állinn er frá 7-50 ár í fersku vatni áður en hann færir sig aftur til sjávar.
Eftir hrygningu úti í hafi deyr állinn og lirfuferli afkvæma hans hefst.

Image
Lífsferli álsins

Undanfarna áratugi hefur stofn evrópska álsins hrunið um allt að 98% og ef þeirri þróun verður ekki snúið við á hann stutt eftir.Ástæður hrunsins eru ókunnar en er talið að ofveiði, veikindi, mengun, vatnsaflsvirkjanir og breytingar á Golfstrauminum eigi þátt í því.

Állinn étur fiska og önnur smákvikindi. Best finnst honum að grafa sig niður og
Állinn er mikilvægur matfiskur og er nauðsynlegur farborði yfir 25000 fiskveiðimanna.
Álarnir vaxa um 5-6cm á ári og er kjörhiti þeirra 22-23°.
Karlar eru yfirleitt á bilinu 35-50cm og 60-200g en kerlur eru á bilinu 45-100cm og 100-2000gr.
Talið er að meðalaldur villtra ála sé um 30 ár en um 60 ár í fiskabúrum.
Elsti áll sem vitað eru um varð 84 ára gamall.

Ég hef ekki fundið miklar upplýsingar um álinn sem búrfisk og læt ég þetta duga í bili.

21.febrúar '08:
Image

15.mars '08:
Image

28.mars '08
Image

-slapp og drapst

Posted: 29 Apr 2010, 23:22
by unnisiggi
cool þá ætla ég að henda upp 110l búrinu þegar að ég fæ hann er sniðugt að hafa 2-3

Posted: 29 Apr 2010, 23:44
by unnisiggi
þetta er þá væntanlega bjrtáll sem ég er að tala um því þeir sem ég kemst í eru allir 30-100+ cm ég þakka allar upplýsingarnar endilega koma með fleiri ef þið eruð með fleiri ég skelli síðann inn einhverjum myndum þegar þetta fer að gerast

Posted: 29 Apr 2010, 23:55
by Nielsen
hvar eru þeir veiddir fyrir þig

Posted: 30 Apr 2010, 00:04
by unnisiggi
það er hægt að fá lifandi hjá sægreifanum veit bara ekki hvort tímabilið sé hafið eða er kanski ekkert sérstagt veiðitímabil á þeim er ekkert búinn að fara þangað í svoldinn tíma en hann er með þetta í tunnum hjá sér og þú getur keyft þá lifandi út af því að sumum finst gott að þverskera þá lifandi og henda þeim beint í pottinn

Posted: 30 Apr 2010, 00:33
by Gudmundur
ég hef veitt þá í læknum í Elliðadal
síðan er það líka Kópavogslækurinn

Posted: 30 Apr 2010, 08:41
by ellixx
hef verið að prufa mig áfram við álaveiðar með gildru fyrir vestan.

í fyrstu lögn þá féngum við eitthvað yfir 100 stk
frekar smáir en stórir innan um.

talaði við sægreifan og hann vill að ég fari út í veiðimensku fyrir sig ,sé til með það .

er að finna mér góða leið til að reykja þetta.

Image
Image

kveðja
Erling

Posted: 30 Apr 2010, 09:00
by keli
Hvernig líta álagildrur út?

Posted: 30 Apr 2010, 09:10
by ellixx
þær eru til í mörgum útfærslum ,allt frá bastkörfum.....
googla eel traps

við erum með eins gildru og er á þessu videoi ,semsagt tveir kónar og net á milli

http://www.youtube.com/watch?v=dpCPJhWBqao

kveðja
Erling

Posted: 30 Apr 2010, 10:28
by keli
Sniðugt. Hvað léstu gildruna liggja lengi til að ná þessum afla?

Posted: 30 Apr 2010, 10:36
by ellixx
þetta var 1 1/2 - 2 sólahringar.

það þarf að taka það fram að þetta var einsdæmi :)

venjulega eru kanski 10-40 stk á þessu tíma

kanski hirðir maður 10-30 % og sleppir hinu.

Posted: 30 Apr 2010, 17:08
by unnisiggi
vitið þið hvort særgeifinn sé búinn að vera að veiða núna eða ert þú með einhverja sem er hægt að fá hjá þér

Posted: 30 Apr 2010, 17:10
by ellixx
það er varlla kominn tími á veiðar ,

kanski upp úr miðjum mai.

ef við setjum út gildru þá er lítið mál að koma með þetta lifandi í bæinn.

allavega vill sægreifinn fá þetta lifandi til sín.

kveðja
Erling

Posted: 30 Apr 2010, 17:20
by unnisiggi
flott þá fer ég til kjartans um miðjan maí og tjakka á þessu