Sæl verið þið. Ég á brúsknefapar sem gladdi mig óheyrilega á síðasta ári og fór að hrygna... og það lifðu bara og lifðu seiði. Afar skemmtilegt

Það hafa komið nokkuð margar hrygningar, amk. 5-6 sinnum, og góður slatti sem lifði í hvert sinn. Þau fóru flest svo í fiskabúð (að borga fóður ofan í fiskana sem eftir eru heima

svo allt er í góðum málum, eftir standa kannski 15 hálfvaxin dýr og parið. Jæja, en parið hætti svo að hrygna fyrir 2-3 mánuðum síðan. Nú er ég forvitin, eru einhver svona "hrygningartímabil" hjá þeim (það eru nú engar árstíðir í fiskabúrinu)? Eða kom eitthvað upp á? Ég trúi því ekki að ég hafi selt hrygnuna óvart, hún var svo miklu stærri en hinir *bros*. Nei hvernig virkar þetta með hrygningar hjá ancistum? Staðurinn ("hellir" undir skrautsteini) þar sem þau hrygndu er þarna ennþá. Verða þau kannski fljótt of gömul? Vonandi drepast þau nú ekki úr elli, þau eru svo flott, parið mitt

Hvað ætli þær verði gamlar?