Já, en eins og Keli segir þá er allt allt annað að fá sér stærri Discusa. Ef þú kaupir þér Discus í þeirri stærð sem þeir koma innfluttir, þá eru miklu minni líkur á að þeir drepist en ef þú kaupir Discus eins og þeir eru seldir ræktaðir hér heima. Sú stærð er líka helmingi dýrari.
Svo er ég nú ekkert skarpasti hnífurinn að hafa sett Discus í uncycled búr, getur vel verið að þessi vandræði hafi byrjað út af því. Bara vildi ekki vera með neitt annað í búrinu fyrst, og nennti ekki að standa í að fá lánaða fiska til að koma flórunni almennilega af stað.
Þetta voru líka bara alltof lítil grey sem ég setti í búrið í upphafi. En þessi eini sem lifði af þeim hópi er mjög flottur núna, étur vel og stækkar hratt.
Myndi ekkert vera hræddari við að fá mér Discus en aðra fiska. Þetta er allavega ekki eins aumt og þetta var fyrir kannski 15-20 árum þegar þú þurftir að vera með 100% vatnsgæði allt árið annars drapst allt stóðið. Miklu harðgerðari í dag sýnist mér, miðað við gömlu horrorsögurnar.
Einna helst að dvergsíklíðurnar séu eins og Discusinn var frægur fyrir að vera. Þolir ekki ra**gat, þá bara drepast þær.
Samt svolítill verðmunur á Discus og dvergsíklíðu.
