Page 10 of 32
					
				
				Posted: 27 Apr 2008, 22:26
				by Andri Pogo
				já ég læt þig vita Ari!
en neinei ég get prófað að bæta við nokkrum hraðsyndum smáfiskum til að fá hann meira á stjá, kannski verður hann öruggari með sig eftir að lungafiskurinn fór,
			 
			
					
				
				Posted: 27 Apr 2008, 22:27
				by Ari
				hann er snögur að rústa flowerhorn  ef hann vill það 

 ég mundi bæta jaguar eða red terror
 
			
					
				
				Posted: 27 Apr 2008, 22:34
				by Inga Þóran
				kannski að setja hann bara í mitt búr 

  hann myndi pottþétt fíla sig þar 
 
 
djók...myndi ekki tíma því 

 
			
					
				
				Posted: 28 Apr 2008, 23:38
				by Andri Pogo
				Nú var ljósið hægra megin í búrinu eitthvað að klikka, það dó i gær og hefur bara verið myrkur þeim megin.
Ég verð að fara að komast að því af hverju þetta er, en ég prófaði að gamni að setja ljósið vinstra megin á fullan styrk til að sjá hvaða fiskar vilja halda sig í myrkrinu og hverjir þola birtuna  
 Þeir sem hanga í myrkrinu
 
Þeir sem hanga í myrkrinu:
Clown knife
Black ghost
P. palmas palmas
P. ornatipinnis
Lungnafiskur
Þeir sem synda um allt eða halda sig í birtunni:
Pangasius
Arowana
Lima shovelnose
P. palmas polli
P. senegalus
Ropefish
Hujetur
Skali
Pleggar
Annars er það að frétta að ég var búinn að fjarlægja allar rætur og eru bara plöntur núna, sumir fiskarnir eru meira á ferli en mestu næturfiskarnir finna sér alltaf einhvern felustað í plöntunum.
Það eru orðin frekar mikil læti í polypterusunum þegar ég kem að búrinu, opna lokið eða er að stússast eitthvað. Ef einum bregður stökkva 3-4 til með látum. Allir hinir fiskarnir eru annars til friðs.
Búrið er svosem fullt af fiskum og það gáfulegasta í stöðunni væri að fækka eitthvað en svo getur maður ekki valið á milli og vill halda þeim öllum!
og ein mynd af búrinu svona til að vega uppá móti blaðrinu í mér, ekki alveg í sínu besta formi, ég er frekar óánægður með það núna eftir að ræturnar fóru, plönturnar eru hálf aumingjalegar og vatnið er alltaf skítugt og hálfgruggugt.
Stundum langar manni bara að breyta um, skipta út fiskum eða möl / taka plöntur og hafa það alveg bert / bæta við plöntum of fækka fiskum og svo framvegis.....
Myndin var reyndar tekin í gær áður en hægra ljósið dó:

 
			
					
				
				Posted: 05 May 2008, 12:35
				by Andri Pogo
				jæja þar sem ég er kominn með leið á búrinu mínu einsog það er ætla ég að nota þessa viku í að gera minn eigin sjónvarpsþátt á heimilinu.
Ég á að vísu ekki videokameru þannig að ég ljósmynda bara ferlið  
 
 
 
skelli jafnvel inn einhverjum myndum af herlegheitunum á næstu dögum
 
			
					
				
				Posted: 13 May 2008, 23:07
				by Andri Pogo
				jæja ég er byrjaður að breyta aðeins til í búrinu, breytingin verður nú samt ekkert stórkostleg til að byrja með.
Ég ætlaði að skipta sandinum út fyrir möl því sandurinn gerir búrið gruggugara en mölin. Ég lét það á smá bið því mér finnst sandurinn fallegri og ég prófaði að róta hressilega til í honum til að ná sem mestri drullu og gerði svo stór vatnsskipti.
Annars var ég að setja tvær nýjar rætur í búrið og ætla að laga gróðurinn til og meira skraut er á leiðinni fljótlega.
búið að róta í sandinum og verið að tæma:
 
 
Risa vallisnera komin uppúr í bili:
 
Nýju ræturnar:
 
og verið að fylla aftur:
 
Meira vesenið samt með aðra rótina, hún sökk ekki! Ég vona að hún geri það fljótlega.
Hægri ljósastæðan er búin að vera dauð í nokkra daga, ég notaði tækifærið og fjarlægði hana og læt kíkja á hana.
Svo er ég búinn að vera veikur síðustu daga og einstaklega latur í þokkabót þannig að ég hef ekki gert jafnmikið og planað var  
 
Ekkert merkilegt að frétta af fiskum nema að einn clown knife stækkar fáránlega hratt miðað við hina og stefnir í stórglæsilegan fisk.
Arowanan hefur ekkert étið í svona 2 vikur og lítur ekki við mat.
Þegar ég var að tæma búrið sá ég einhverja bletti/sár/för ofan á henni, veit ekki hvað þetta er eða hvort þetta sé eðlilegt eða ekki:

 
			
					
				
				Posted: 13 May 2008, 23:36
				by keli
				arowanan lítur ekki alveg nógu vel út - sérstaklega rauðu flekkirnir. Er séns að fá betri mynd af þessu?
Arowanan mín tekur köst þar sem hún er ekki neitt sérstaklega hrifin af mat, tekur kannski 1-2 rækjur og búið. Núna er hún hinsvegar í einhverri geðveikri átlotu, sníkir með discusunum og stekkur á puttana á mér í hvert skipti sem lokið opnast..
			 
			
					
				
				Posted: 13 May 2008, 23:46
				by Andri Pogo
				rauðu flekkirnir eru eðlilegir, þetta er bara rauði liturinn sem sést mest á þeim við tálknin og í sporðinum.
Sést aðeins í þetta rauða hérna:
 
en jú ég get reynt að ná betri mynd af þessu við tækifæri
 
			
					
				
				Posted: 14 May 2008, 12:49
				by Andri Pogo
				Vatnið í búrinu er strax farið að skýrast

 
			
					
				
				Posted: 14 May 2008, 15:47
				by Brynja
				spennandi... alltaf gaman að fylgjsat með svona stórbreitingum!
			 
			
					
				
				Posted: 14 May 2008, 16:05
				by keli
				Djö eru hnífarnir orðnir hlussu stórir hjá þér  

 
			
					
				
				Posted: 14 May 2008, 19:34
				by ulli
				doltið tómlegt núna
			 
			
					
				
				Posted: 14 May 2008, 20:09
				by Ásta
				Nú varstu heppinn Andri að vera ekki á leið í sturtu ( og við stelpurnar óheppnar).
Sammála að það virki frekar tómlegt miðað við hvað þú hefur verið með af gróðri. Verður skemmtilegt að sjá framhaldið.
			 
			
					
				
				Posted: 14 May 2008, 21:09
				by Inga Þóran
				Ásta wrote:Nú varstu heppinn Andri að vera ekki á leið í sturtu ( og við stelpurnar óheppnar).
Sammála að það virki frekar tómlegt miðað við hvað þú hefur verið með af gróðri. Verður skemmtilegt að sjá framhaldið.
hahahha 

  hann á pottþétt eftir að bæta við gróðri  

 
			
					
				
				Posted: 14 May 2008, 23:11
				by Andri Pogo
				takk takk
heyrðu jú búrið er nú langt frá því að vera tilbúið, það á eftir að bæta við meira dótaríi og svo alveg eftir að planta!
Ég nennti bara ekki að taka miðjuplöntuna upp því ræturnar hennar liggja útí alla enda búrsins.
			 
			
					
				
				Posted: 14 May 2008, 23:22
				by ulli
				Núnú þá er það skemtilegasta eftir..föndra og svona 

 
			
					
				
				Posted: 14 May 2008, 23:33
				by Andri Pogo
				Ásta wrote:Nú varstu heppinn Andri að vera ekki á leið í sturtu ( og við stelpurnar óheppnar).
Sammála að það virki frekar tómlegt miðað við hvað þú hefur verið með af gróðri. Verður skemmtilegt að sjá framhaldið.
ef þú bara vissir, ég stóð nefnilega bakvið stólbak þegar ég tók myndina  

 
			
					
				..
				Posted: 15 May 2008, 00:45
				by pasi
				þetta er bara flott hjá þér... sammála um að það sé heldur tómlegt en miðað við hvað ég hef heyrt og séð þá verður það ekki lengi 

 
			
					
				
				Posted: 15 May 2008, 08:25
				by Piranhinn
				Þetta á eftir að lúkka vel... Hvenær byrjaðirðu að gefa Clown knife FGH? 

 
			
					
				
				Posted: 15 May 2008, 10:07
				by Andri Pogo
				ég byrjaði allavega í gærkvöldi að grisja risa vallisneriu bunkann minn,
Fyrir:
 
Eftir:
 
En ég veit ekki hvað FGH er valgeir?  
 
 
En sá stærsti er duglegur að éta allt það fóður sem fer í búrið, hinir tveir eru aðeins rólegri á því.
Tók myndir í myrkrinu í gærkvöldi af þeim og hérna sést munurinn á þeim ágætlega. Sá stærsti er mikið breiðari, hærri og bara meiri um sig.
 

 
			
					
				
				Posted: 15 May 2008, 12:50
				by gudrungd
				Andri Pogo wrote:ég byrjaði allavega í gærkvöldi að grisja risa vallisneriu bunkann minn,
Fyrir:
 
 
Hentirðu Valisnerunni sem þú grisjaðir eða klipptir þú hana bara? Veit um eina sem gæti kannski notað svona!
 
			
					
				
				Posted: 15 May 2008, 16:09
				by Andri Pogo
				klippti bara burt ónýt og ljót blöð en henti nokkrum litlum aumingjalegum plöntum. Ég var s.s. ekkert að henda neinu nothæfu  
 
 
Ég gæti hinsvegar alveg látið frá mér eitthvað smotterí
 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 11:08
				by Inga Þóran
				arowanan er orðin ansi veik 

  ég setti hana í sér búr og setti 10 msk af salti hjá henni....hún liggur bara á botninum..er voða lítið að synda 

 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 11:13
				by ulli
				 
ég hefði nú tekið hana uppúr meðan ég væri að róta upp sandinnum.
eru þessar arovonur ekki rosa viðhvæmar fyrir öllu?
en vona nú að hún braggist hjá ykkur.
 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 11:19
				by Inga Þóran
				eru þessir fiskar ekki vanir að synda í drullu í náttúrunni 

 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 11:25
				by ulli
				ekki hugmynd veit ekkert um arovonur.en þetta eru fiskar sem lifa í ám er það ekki?
þá myndi þetta ekki ské þar,nema náturlega þegar það eru rosa vatnavextir en upp á móti vegur að það er alltaf sírensli þar og þarf meira til að off balenca þær..annars eru þessar myndir sem maður hefur séð úr þessum votnum eins og victoriu og malavi frekar tærar.
			 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 11:28
				by Inga Þóran
				veit sossum ekkert um það...en veit það þó að hún veiktist ekki afþví að andri var að þrífa sandinn...enda ekki í fyrsta skipti sem búrið er þrifið síðan við fengum arowönuna.
			 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 12:03
				by Piranhinn
				Mér datt FGH (Fish Growth Hormone) 

 í hug þegar ég sá vöxtinn á þeim 

 þeir stækka helvíti hratt hjá þér, sennilega vegna þess að þeir hafa gott rými 

 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 18:21
				by Andri Pogo
				já plássið er nóg (ennþá) hehe
arowanan er búin að vera slöpp í nokkrar vikur og hefur ekkert étið.
Ég efa að þetta sé það miklar prinsessur að þær þoli ekki smá grugg í nokkrar mínútur.
			 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 18:42
				by ulli
				ókey.en ertu búinn að salta?.
leiðinlegt að missa svona fiska í dyrari kantinnum