Evrópskur áll (Anguilla anguilla) sem ég eignaðist þann 21.febrúar 2008
Uppruni: Evrópa, allt frá Íslandi til Grikklands. Hefur fundist í Afríku.
Stærð: kerlur allt að 150cm en karlar minni.
Evrópski állinn er ferksvatnsfiskur en færir sig þó út í sjó til að hrygna.
Hann er eini evrópski fiskurinn sem gerir þetta.
Állinn hrygnir á vorin í Atlantshafinu og ganga afkvæmin í gegnum nokkur breytingarstig.
Hrognin verða að lirfum og lirfurnar berast með Golfstraumnum til Evrópu, það ferðalag tekur um eitt ár.
Lirfunar breytast svo í glerála þegar þær nálgast strendur, glerálar eru um 6-8cm langir.
Glerálarnir ganga í ferskvatn, breyta um lit og kallast þá álaseiði.
Ungfiskarnir kallast svo gulálar þar til þeir ná fullorðins stærð, um 35-100cm, og færa sig út í haf til að hrygna. Þá stækka augun, bakið dökknar, kviður verður silfurlitur og slímhúð minnkar.
Eftir þessar breytingar kallast állinn bjartáll.
Állinn er frá 7-50 ár í fersku vatni áður en hann færir sig aftur til sjávar.
Eftir hrygningu úti í hafi deyr állinn og lirfuferli afkvæma hans hefst.
 Lífsferli álsins
Lífsferli álsins
Undanfarna áratugi hefur stofn evrópska álsins hrunið um allt að 98% og ef þeirri þróun verður ekki snúið við á hann stutt eftir.Ástæður hrunsins eru ókunnar en er talið að ofveiði, veikindi, mengun, vatnsaflsvirkjanir og breytingar á Golfstrauminum eigi þátt í því.
Állinn étur fiska og önnur smákvikindi. Best finnst honum að grafa sig niður og 
Állinn er mikilvægur matfiskur og er nauðsynlegur farborði yfir 25000 fiskveiðimanna.
Álarnir vaxa um 5-6cm á ári og er kjörhiti þeirra 22-23°.
Karlar eru yfirleitt á bilinu 35-50cm og 60-200g en kerlur eru á bilinu 45-100cm og 100-2000gr.
Talið er að meðalaldur villtra ála sé um 30 ár en um 60 ár í fiskabúrum.
Elsti áll sem vitað eru um varð 84 ára gamall.
Ég hef ekki fundið miklar upplýsingar um álinn sem búrfisk og læt ég þetta duga í bili.
21.febrúar '08:
 
15.mars '08:
 
28.mars '08
 
-slapp og drapst