Page 2 of 2
Re: Sýnum búrin okkar...
Posted: 12 Feb 2013, 18:06
by k89bbi
Saltvatnsfiskar eru með svo bjarta liti í sér:o Er samt ekki miklu miklu meira vesen að sjá um saltvatnsbúr heldur en ferskvatnsbúr??
Re: Sýnum búrin okkar...
Posted: 12 Feb 2013, 21:08
by linx
Það er aðeins meira vesen, en það fer líka eftir hvað þú villt. Ef þú ert bara að sækjast eftir að hafa fiskana þá erum við ekki að tala um mikið meira vesen, ef þú vilt bæta við harðgerðum mjúkum kórullum þá er það aðeins meira vesen og svo koll af kolli þangað til að þú ert kominn með fullt búr af hörðum kóröllum. Vesenis faktorinn er samt aðalega í því að fylgjast betur með sjógæðum en þú myndir fylgjast með í ferskvatnsbúri, þar sem ferskvatnsbúrin eiga það til að fyrirgefa meira. Það ná samt öll búr ákveðnum stöðuleika eftir X marga mánuði og þá er þetta bara rútínu bundið viðhald á sjógæðum. Ef þú ákveður að prófa þá er ein regla sem að þú ættir að hafa á hreinu og í raun plana allt út frá henni og það er að góðir hlutir gerast hægt! Einnig að fara ekki framm úr þér, ákveða strax í byrjun hvað það er sem að þú vilt með þetta búr og plana út frá því.
Re: Sýnum búrin okkar...
Posted: 24 Aug 2013, 08:48
by DNA
Fréttir að tvö íslensk búr í fullum blóma hafi hvítnað upp svo gott sem á sama tíma og allir SPS kórallarnir drepist eru ekki beint ánægjulegar.
Það er víst bæði líf og dauði á rifinu en við gerum okkar besta til að halda búrunum okkar réttu megin við strikið.
Allir hafa lent í hremmingum af einhverju tagi og yfirleitt komist í gegnum þær.
Þetta er oft svona tvö skref áfram og eitt aftur ferli sem búrin fara í gegn um og yfirleitt endar það með stefnu í rétta átt.
Stundum koma stærri bakslög og ef menn gera ekki ráð fyrir þeim í byrjun er hætt við að sumir leggi bara árar í bát.
Ég er búinn að vera í þessu í rúm 10 ár og fengið ríkulegan skammt af allskonar vandræðum til að kljást við.
Alltaf hef ég þó komist í gengum þau og haldið áfram í leit að réttu leiðinni.
Ég verð eiginlega að segja að ég hafi lúmskt gaman af þessum verkefnum en þau auka þekkingu og reynslu á lífinu í sjónum.
Mér hefur alltaf gengið mjög vel með alla kóralla nema Acropora SPS. Alltaf skal eitthvað koma upp sem aftrar fullkomnum vatnsgæðum fyrir þessar viðkvæmu tegundir.
Ég endurræsti fyrir tæpum tveimur árum þótt vel gengi með allt annað en Acropora SPS búr er endamarkmiðið.
Nú eru það skoruþörungar sem eru pínulitlar brúnar ofuhetjur sem hafa náð sér í eiginleika í gengum þróunarsöguna til að sporna við svo gott sem öllu sem tjaldað er til.
Þeir eru búnir að drepa nokkrar Acroporur hjá mér en allt annað heldur velli. Ég er búinn að prófa ýmislegt en þeir hafa séð við því.
Ég tel að skoruþörungar sé í litlu mæli í mjög mörgum búrum en enginn virðist vita almennilega af hverju hann nær sér á strik.
Jæja, hvað ætla SPS menn að gera næst?
Er eitthvað annað í myndinni en að halda bara áfram?
Re: Sýnum búrin okkar...
Posted: 25 Aug 2013, 18:51
by ibbman
Betra að spyrja en að vera heimskur.... en hvað eru skoruþörungar ?
Re: Sýnum búrin okkar...
Posted: 25 Aug 2013, 23:13
by Squinchy
Var notast við RO-DI búnað á þessum búrum?
Re: Sýnum búrin okkar...
Posted: 25 Aug 2013, 23:38
by kristjan
ibbman wrote:Betra að spyrja en að vera heimskur.... en hvað eru skoruþörungar ?
Skoruþörungar eru Dinoflagellates
Re: Sýnum búrin okkar...
Posted: 27 Aug 2013, 18:32
by ibbman
kristjan wrote:ibbman wrote:Betra að spyrja en að vera heimskur.... en hvað eru skoruþörungar ?
Skoruþörungar eru Dinoflagellates
Þakka