Page 2 of 13

Posted: 21 Jan 2007, 17:50
by Vargur
Nei ég legg ekki í að setja hana þar þó hún endi sennilega þar.
Hún er í 130 l búri í kompunni hjá mér ásamt skóflunefnum og verður þar eitthvað áfram.

Posted: 26 Jan 2007, 18:35
by Vargur
Skemmtileg mynd sem sýnir hversu vel Arowanan getur glennt upp ginið, kjafturinn opnast eins og hleri á bílferju.

Image

Posted: 03 Feb 2007, 18:21
by Vargur
Loksins heildarmynd af walking catfish.

Image

Posted: 04 Feb 2007, 22:14
by Vargur
Red tail catfish hefur stækkað aðeins, hér er mynd tekin 8 desember.
Image

Þessi er tekinn 4. febrúar.
Image

Posted: 05 Feb 2007, 03:06
by Ásta
Þetta er talsvert.
Sé líka að sporðurinn er orðinn fínn.

Posted: 05 Feb 2007, 04:45
by Varlamaður
Ég er viss um að þetta er blekking. Vargur hefur fengið einhvern annan með minni hendur til að halda á honum á seinni myndinni.

Posted: 05 Feb 2007, 12:46
by Vargur
Ha aha, ég skal reyna að hafa Rolexið með á myndinni næst til samanburðar.

Posted: 05 Feb 2007, 14:24
by Varlamaður
Rólex spólex. Það eru eru öruglega til nokkrar stærðir að úrum líka.

Posted: 05 Feb 2007, 16:16
by ~*Vigdís*~
Vá hvað fallegastur hefur stækkað!
Alger bjútí!

Posted: 05 Feb 2007, 17:22
by Stephan
ótrulegt að sjá munurin, hvað fekk hann eiginlega i mat ??

Litur rosalegt fallegt út 8)

Posted: 05 Feb 2007, 17:31
by Vargur
Hann étur allt og er mjög gráðugur. Fær aðallega rækjur og botntöflur.

Posted: 07 Feb 2007, 21:40
by Vargur
Ég náði loks skítsæmilegum myndum af black-ghost. Það er ekkert grín að ná fókus á svona kolsvarta fiska sem þaraðauki eru sífellt á iði.

Image

Posted: 13 Feb 2007, 14:50
by Vargur
Sorg ! Arowanan stökk upp úr hjá mér og beið eftir mér dauð á gólfinu.
Búrið var nokkuð vel lokað ef frá er talið smá op upp við vegg en þar hefur hún aulast upp og spriklað svo framm á gólf.

Posted: 13 Feb 2007, 14:56
by Mr. Skúli
svekk maður!.. var ógeðslega falleg!.. :?

Posted: 13 Feb 2007, 15:02
by Ásta
Djöfulsins bömmer. Í frystinn með hana og láta svo stoppa upp.

Posted: 13 Feb 2007, 15:27
by Stephan
æ sorrý ;-(

Posted: 27 Mar 2007, 23:14
by Vargur
Rtc var færður í 500 l búrið í kvöld. Hér er ný mynd af skepnunni tekin við það tilefni, það er ekki langt þangað til hann fer að geta étið endur og hunda á sundi.

Image

Posted: 27 Mar 2007, 23:38
by keli
Hah, freknurnar á RTC eru æði :)

Posted: 28 Mar 2007, 09:17
by Ásta
VÁ hvað hann hefur stækkað!

Posted: 31 Mar 2007, 20:00
by Vargur
Red-tailinn heldur sig mest útaf fyrir sig bak við stærri rótina í búrinu og sést ekkert í búrinu. Hann hefur þó náð að hirða felustaðinn af Walking catfish.
Ég ætlaði að reyna að ná myndum af honum í búrinu en það hefur ekki verið í boði til þessa.

Image

Posted: 31 Mar 2007, 23:54
by keli
Ótrúleg kvikindi... dauðöfunda þig af þessum :)

Posted: 03 Apr 2007, 02:17
by Vargur
Ný mynd af Polypterus delhezi
Image

Svo eru hér félagarnir Skóflunebbi og ornatipinnis.
Image

Posted: 03 Apr 2007, 20:24
by Vargur
Ég náði ágætis myndum af Walking catfish á sundi og áttaði mig þá að ég hef nánast alltaf tekið myndir af honum kyrrum á botninum enda er það auðveldara. Ekki vantar þó fjörið í hann, skepnan er stöðugt á ferðinni í búrinu.

Image

Image

Posted: 03 Apr 2007, 20:32
by Ásta
Ekki bara skemmtilegar myndir af fiskinum heldur er eitthvað svo frumskógarlegt við þessar myndir. Skemmtilegir litir.
Ég yrði ekki hissa þó birtist þarna einn lítill Tarzan :P

Posted: 03 Apr 2007, 21:54
by Stephan
rosalegt flottur myndir, og Walking catfish er ekki smá buin að stækja

Posted: 04 Apr 2007, 23:41
by Vargur
Red tail fór loks að skoða sig um í búrinu í gær, "litla" greyið var í fyrstu tekinn nokkuð harkalega í gegn að Walking cat sem virðist hata aðra stóra botnfiska, hann eltir tvo stóra synodontis sem einnig eru í búrinu á röndum. Eftir smá eltingaleik og nag virðast þeir þó hafa náð sáttum.
Það er skrýtið að fylgjast með red-tail í búrinu, hann virðist mun stærri en hann gerði í 130 l búrinu. Skondið. :D

Ég semelli inn mynd fljótlega.

Posted: 04 Apr 2007, 23:50
by keli
Er þetta tiger shovelnose? Hann á eftir að hjálpa RTC að éta hina á endanum :) - ornatipinnis verður örugglega mjög framarlega á matseðlinum.
Svo eru þeir líka þekktir fyrir að stinga nefjum saman og búa til afkvæmi sem eru kölluð tiger redtail eða eitthvað álíka... Væri alveg til í að sjá mynd af því.

Posted: 04 Apr 2007, 23:56
by Vargur
Já étta er tig. shovelnose. Ornatipinnis og aðrir grannir fiskar verða ekki með þeim félögum í framtíðinni. Tigerinn er einn af mínum uppáhald, flottur fiskur, hann er bara svo rólegur að ég hef ekki lagt í að hafa hann með hinum fjörkálfunum.

Posted: 05 Apr 2007, 00:01
by Vargur
Góð mynd af red-tail. (ekki mínum) :D

Image

Posted: 05 Apr 2007, 13:22
by Ásta
Ég myndi nú passa að Vargur jr. sé ekki að sniglast of mikið við búrið, hann gæti horfið einn daginn!