Page 11 of 32
					
				
				Posted: 17 May 2008, 18:55
				by Inga Þóran
				ulli wrote:ókey.en ertu búinn að salta?.
leiðinlegt að missa svona fiska í dyrari kantinnum
Inga Þóran
Skráður þann: 20 Maí 2007
Innlegg: 1082
Staðsetning: hfj 

 Innlegg: Laugardagur 17. Maí 2008 11:08    Efni innleggs:     
--------------------------------------------------------------------------------
 
arowanan er orðin ansi veik  ég setti hana í sér búr og setti 
10 msk af 
salti hjá henni....hún liggur bara á botninum..er voða lítið að synda 
_________________
♥Búrið mitt♥
 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 20:03
				by ulli
				Inga Þóran wrote:ulli wrote:ókey.en ertu búinn að salta?.
leiðinlegt að missa svona fiska í dyrari kantinnum
Inga Þóran
Skráður þann: 20 Maí 2007
Innlegg: 1082
Staðsetning: hfj 

 Innlegg: Laugardagur 17. Maí 2008 11:08    Efni innleggs:     
--------------------------------------------------------------------------------
 
arowanan er orðin ansi veik  ég setti hana í sér búr og setti 
10 msk af 
salti hjá henni....hún liggur bara á botninum..er voða lítið að synda 
_________________
♥Búrið mitt♥
 
  
 
greinilega.
 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 20:21
				by Andri Pogo
				já ég var alveg hissa á Ingu, stóð sig einsog hetja meðan ég var ekki heima. Skellti vatni í bala, veiddi Dovii og lét í balann, nældi svo í arowönuna og færði í Dovii búrið og saltaði!
			 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 20:32
				by Jakob
				Flott hjá þér Inga mín 
 
 
Leiðinlegt með Aró. Svaka flottur og tygnarlegur 

 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 20:39
				by Arnarl
				Passið bara að Dovii hoppar ekki úppúr 

 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 20:42
				by Andri Pogo
				uss mér væri nánast sama hehe  
 
 
Annars er hann í stórum bala og þyrfti að hoppa hálfan metra upp til að sleppa.
 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 22:22
				by Andri Pogo
				Arowanan í rekkanum
 

 
			
					
				
				Posted: 17 May 2008, 22:49
				by Vargur
				Það sést á myndinni sem þú póstaðir um daginn að hún er orðið horuð og ræfilsleg.
Vonandi skánar hún, salt og hærri hiti gæti hjálpað. 
Ég mundi líka setja flotgróður eða eitthvað sem hún getur falist bakvið svo hún stressist síður.
			 
			
					
				
				Posted: 18 May 2008, 12:34
				by Andri Pogo
				Hún var á lífi kl.4 í nótt en þegar ég vaknaði áðan var hún dauð  
 
 
þetta var mikill missir fyrir okkur enda uppáhalds fiskur heimilisins.
Karen litla sagði mér síðast í fyrradag að þetta væri fallegasti fiskurinn okkar og þekkti hann auðvitað með nafni.
Mældist 26cm. 
 

 
			
					
				
				Posted: 18 May 2008, 13:05
				by Jakob
				
			 
			
					
				
				Posted: 18 May 2008, 14:20
				by keli
				Bömmer. Það er ekki alveg einleikið hvað þér gengur illa með arowönurnar.. 
 
Ætlarðu að fá þér aðra?
 
			
					
				
				Posted: 18 May 2008, 14:22
				by Piranhinn
				Damn 

 
			
					
				
				Posted: 18 May 2008, 20:06
				by Ásta
				Oj, en leiðinlegt. 
Hefur þú orðið var við þessi einkenni á öðrum fiskum?
			 
			
					
				
				Posted: 18 May 2008, 20:11
				by Brynja
				vá en ömurlega leiðinlegt!..  

 
			
					
				
				Posted: 18 May 2008, 20:20
				by Inga Þóran
				Ásta wrote:Oj, en leiðinlegt. 
Hefur þú orðið var við þessi einkenni á öðrum fiskum?
nálin sem við áttum fyrst endaði nú svona líka 

  hún hætti bara að borða...
 
			
					
				...
				Posted: 18 May 2008, 20:32
				by pasi
				prófuðuð þið að setja garlic guard eða einhvað bragðefni í matinn hjá henni??
			 
			
					
				
				Posted: 18 May 2008, 20:42
				by Ásta
				Hvernig voru þessir hvítu blettir, upphleyptir, nudduðust af, hola eða .....?
			 
			
					
				
				Posted: 18 May 2008, 22:47
				by Andri Pogo
				Mér sýndist það vera litlar holur, en þær voru ekki sýnilegar eftir að ég færði hana.
Nei ég bæti aldrei neinu í matinn.
en já þetta er ótrúlega svekkjandi. Ég hef ekki orðið var við nein sérstök einkenni á öðrum, allir éta fínt og eru hressir. Á tímabili voru margir fiskar mikið að klóra sér við botninn en ég hef lítið sem ekkert orðið var við það undanfarið.
Nálin varð jú aumingjaleg og hætti að éta en það eru frekar viðkvæmir fiskar, ef það er á annað borð hægt að ná þeim af lifandi fóðri geta þær allt í einu hætt að éta tilbúinn mat og svelt sig í hel.
Svo var Inga held ég þriðji eigandi af nálinni og hún gæti barasta hafa verið orðin gömul.
En ég er ekki alveg ákveðinn hvort ég fái mér fjórðu arowönuna. Það er reyndar staðreynd að þær verða full stórar fyrir búrið mitt.
Ertu að bjóða mér þína Keli?   
 
 
Kannski spurning um að prófa eitthvað nýtt eða bara hreinlega ekki bæta neinu við enda passlega mikið af fiskum í búrinu.
 
			
					
				
				Posted: 23 May 2008, 12:31
				by Andri Pogo
				
			 
			
					
				
				Posted: 23 May 2008, 12:59
				by Pippi
				Djöfull er þeir orðnir svaðalega stórir hjá þér  

 
			
					
				
				Posted: 23 May 2008, 13:20
				by Andri Pogo
				og ef þeir verða of stórir þá verð ég bara að prófa þetta:
Mok Pa Fok
Steamed fish pâté
½ kilo Pa tong (clown knife heitir það í Laos)
2 Shallots
4 white peppercorns (or nearly 1 teaspoonful of prepared white pepper)
2 eggs, beaten
½ cup coconut cream
1 teaspoonful salt
½ teaspoonful MSG
2 teaspoonfuls nam pa (fish sauce)
2 or 3 small chilli peppers
some sprigs of dill
- Scale your piece of Pa tong. Remove the flesh, discarding such bones as you can but ignoring the fine ones. Chop up the flesh and then pound it very fine. 
- Pound the shallots and the white peppercorns and combine them with the fish. Add the beaten eggs, the coconut cream, the salt and the MSG. Mix the whole well, so that it is of a smooth and creamy consistency and put it in little banana leaf baskets. Steam these for about 15 minutes. Or, if you wish, you may roast them on a charcoal fire.
- Decorate the fish pâté (which is to be left in its banana leaf baskets) with thin rounds of chilli pepper (produced by slicing the peppers crosswise) and tiny feathers of dill leaf.
			 
			
					
				
				Posted: 23 May 2008, 17:43
				by gudrungd
				Eina sem mér líst ekki á í þessari uppskrift er MSG-ið, bráðóhollt, ofnæmisvaldandi og algjörlega ónauðsynlegt!
			 
			
					
				
				Posted: 24 May 2008, 11:46
				by Piranhinn
				Flottar myndir af hnífunum 

 Rosalega vex þetta hjá þér, vonandi endar þetta ekki svona á næstunni   
 
 
 
			
					
				
				Posted: 27 May 2008, 00:02
				by Andri Pogo
				Tómt vesen í búrinu.
Elsti senegalusinn minn, sem fagnaði eins árs búsetu afmæli fyrr í mánuðinum er dauður.
S.l. föstudag var hann allur útklóraður, ég hélt í fyrstu að hann væri eitthvað veikur en ákvað svo að þetta væri eftir nýja rót í búrinu sem hann hefði verið að troða sér undir.
 
En svo í morgun sá ég hvað hann skaust fram og til baka í búrinu og hreistrið undir kviðnum var blóðugt.
Ég færði hann í hvelli í 100L búr, saltaði og hækkaði hitann í 29°.
 
 
Eftir að hafa skoðað einkenni betur fór ég og keypti lyf við innvortis & útvortis bakteríusýkingum sem ég skellti svo í búrið. (Sera baktopur direct)
Þá var hann ansi langt leiddur, lá á hvolfi og andaði hægt.
Hann þraukaði í nokkra tíma en drapst svo seinnipartinn í dag.
Nú er þetta þriðji polypterusinn sem drepst hjá mér, einhverskonar bakteríusýking hefur líka verið í hinum fyrri og ég vil ekki missa fleiri.
Lima shovelnose er orðinn eitthvað slapplegur hjá mér og var ég að velta því fyrir mér að skella þessu lyfi (Sera baktopur) í allt 720L búrið til að meðhöndla ef einhverjir skildu vera veikir.
Ég er bara hálf smeikur við að setja lyf í búrið ef það skildi valda einhverju veseni en vil samt auðvitað ekki missa fleiri fiska  
 
 
ég prófaði að "kryfja" Senegalusinn og get skellt inn nokkrum myndum af því ef áhugi er fyrir því. Ekkert að viti kom þó út úr því enda er ég ekki vel að mér í líffræði fiska og gerði þetta bara að gamni.
 
			
					
				
				Posted: 27 May 2008, 14:03
				by Brynja
				vá svekkjandi!.. 
Ég væri persónulega alveg til í að sjá myndir frá krufningunni, ég hef aldei lagt í að krukka í mínum sem hafa dáið en hefur þó langað það.
Láttu bara vaða...  

 
			
					
				
				Posted: 27 May 2008, 14:41
				by Andri Pogo
				
			 
			
					
				
				Posted: 27 May 2008, 14:52
				by Brynja
				Gaman að fá að sjá þetta.. alltaf gaman af svona fikti og krukki. 
Fyndin myndin þar sem hausinn er á puttanum á þér
			 
			
					
				
				Posted: 27 May 2008, 14:54
				by Jakob
				Leiðinlegt, þetta var flottur Sengegalus KK, veit ekki í hvernig kast ég færi ef að Senegalus kvk hjá mér dræpist 

 
			
					
				
				Posted: 27 May 2008, 18:15
				by Pippi
				Flottar myndir 

Þú hefur bara staðið í stór aðgerð.
Enn fúlt að þú sért búinn að missa annan flottann  

 
			
					
				
				Posted: 27 May 2008, 21:16
				by Ari
				það er bara alt að drepast hjá þér 
