1/2 tonn

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hva ? Gafstu alla dolluna ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Neitz, gaf ekkert alla dolluna. En þeir litu ekki við þessu svo þetta bara maukaðist. ÉG skil ekki hvernig búrið varð svona drullugt.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skrýtið að þeir hafi eki viljað þetta, yfirleitt eru allir fiskar óðir í þetta. Oft eru fiskar reyndar dyntóttir ef maður skiptir snögglega um fóður. Þess vegna er best að byrja að gefa nýja tegund samhliða gamla fóðrinu.
Svo getur líka verið að þeir hafi ekki fattað þetta alveg þar sem Shrimpsticks fóðrið flýtur þe. ef fóðrið sem þú hefur gefið sekkur.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það gæti verið ástæðan, þ.e. bæði að það flýtur og nýtt.
Nú gef ég stundum þurrkaða rækju í búrið og þeir eru hressir með hana sem og ferska.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það lágu nokkur lík á víð og dreif um stofuna hjá mér þegar ég kom heim áðan.
3 af 4 fiðrildafiskunum hafa ákveðið að prófa vængina og flugu inn í eilífðina. Merkilegt hvað þeir komust langt, 1 var uppi á miðju búrinu og 2 lengst úti á stofugólfi.
Spurning um að vængstífa skömmina sem eftir er ?? :?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki glerplata yfir búrinu ?
Það er eitthvað undarlegt að þeir taki sameiginlega ákvörðun um að ganga til liðs við englana, ætli einhver hafi verið að bögga þá eða eitthvað að í búrinu ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Akkúrat, samráð er ólöglegt!

Það er smá rifa sitthvorumegin við glerplötuna og þar hafa þeir komist. Gæti alveg verið að frontosurnar hafi verið með læti, annars hafa þær verið rólegar hingað til og látið þessa fiska í friði.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Í 50 ltr. seiðabúrinu er botninn orðinn frekar subbulegur en það er mjög erfitt að komast að til að þrífa þar sem eru seiði um allan botn.
Einhver ráð?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það eru skelfilega mikil læti í kribbakarlinum, hann er á fullu að reka frá og það ekki frá neinum sérstökum stað, hann er um allt.
Heldur kannski að hann sé "haninn á haugnum" :P
Kerlan dansar líka stíft fyrir hann, ég er alltaf að bíða eftir að þau hrygni en ekkert skeður.
Mjög líklegt að hann hafi hrakið fiðrildafiskana úr búrinu um helgina.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Lítið að ske í búrinu, er búin að breyta því aðeins, bæta við grjóti og færa til.
Fékk svo helling af einhverju grjóti sem búið er að slípa, virðist hafa átt að nota í borðplötu en kannski bara brotnað. Það er svart og ég á eftir að prófa það í búrið.
Frontosurnar eru á góðri leið með að slátra öllum gróðri, þær éta allt. Meira að segja anubias er í bráðri hættu. Ég þarf að fara að troða mér í kafarabúninginn og bjarga gróðrinum.
Meðfylgjandi eru myndir af kribbunum, þeir eru voða fallegir þessa dagana:
Image
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ertu komin með einhverja Tropheus í búrið?
Ef ekki þá eiga fiskó-menn von á allstórri sendingu næsta miðvikudag þar sem ættu að leynast einhver hundruð stykki af Tropheus
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nei, ég hef enn ekki fengið Tropheus en frétti einmitt af þessari sendingu í Fiskó. Ætla a.m.k. að skoða sendinguna þegar hún kemur í hús.
Þeir hefðu líka getað pantað fyrir mig en ég ákvað að láta það bíða aðeins. Svo er líka alltaf í myndinni að fljúga til Köben og taka góða helgi þar. Ég á enn ónotað leyfi til fiskainnflutnings.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Image
Image
Image
Image
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Breytti búrinu aðeins í dag.
Setti 2 poka af svartri möl saman við þá sem fyrir var og setti líka stóra svarta flata steina upp við bakið.
Þetta grásleppur að svo stöddu, kem með myndir þegar ég er búin að fylla búrið aftur af vatni og þegar sest aðeins betur gruggið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kribbaparið er búið að finna sér bústað í grjóthrúgu og karlinn ver heimilið af fullri hörku. Hikar ekki við að ráðast á hvern sem er.

Hef verið að setja nokkur seiði í búrið og ekkert nema bráðfyndið að fylgjast með eltingarleiknum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Image

Ekki skemmtileg mynd, dugar í bili. Er að tryllast úr spenningi eftir að fá fréttir af hvort ég fái nýja vél.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Oj, þessi mynd hér fyrir ofan er til háborinnar skammar! Hrikalega dökk og ömó.
Ég var að skoða Tropheus í Fiskó um daginn. Shit hvað þeir eru flottir og mig langar í en þeir eru líka geggjað dýrir og ég sé ekki fram á að geta fengið mér strax því ég þarf svona 20 stykki.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Skemmtilegt að nú eru Frontosurnar farnar að þekkja "mömmu" og rjúka upp til "handa og fóta" þegar ég kem þeim megin að búrinu sem ég gef.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér finnst þessi rosalega flottur en veit ekki hvað hann heitir

Image

Búrfélagi snigilsins: (æ, þessi mynd átti nú að fara aðeins neðar með sniglinum)

Image
Last edited by Ásta on 18 Apr 2007, 23:54, edited 2 times in total.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er tropheus moori.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jamm, og væntanlega heitir hann eitthvað meira líka.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessi snigill er að gæða sér á ýsu með bestu lyst

Image

Þessi er alltaf þar sem fjörið er. B.t.w. ef einhver vill kaupa þennan sprelligosa þá er ég tilkippileg.

Image

Einn gaur í viðbót...þessi var nú kominn með ansi gott nafn: rúmkaupbætisfiskurinn.. haha.. eitthvað svoleiðis.

Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

hvernig fiskur er þessi sprelligosi?..

er þetta rauðuggakvikindi?.. :reiður:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, þetta er svona rauðuggakvikindi.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Image

Náði skítsæmilegri mynd af þessum.
Þetta er nú ekki líflegasti fiskurinn sem ég hef átt, bíð bara eftir að hann stökkvi upp úr eins og hinir 3.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Skipti um vatn áðan, ca. 50%, hreinsaði dæluna sem var ekki svo slæm og setti 2 loftsteina í búrið.
Fæ væntanlega nýja gaura á morgun :yay:
Hef verið að setja seiði annað slagið í búrið og það er bara djók að fylgjast með eltingarleiknum þegar stóru fiskarnir eru að elta.
Sá áðan a.m.k. 2 seiði sem hafa komist undan og hafa það fínt.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mín helsta skemmtun þessa dagana hefur verið að sleppa convict seiðum í búrið og fylgjast með eltingarleiknum.
Öll familían situr fyrir framan búrið og skellihlær að aðförunum.
Þessir convict eru þó helvíti magnaðir í að sleppa og nú er svo komið að það er hellingur af seiðum sem sjálfsagt eiga eftir aðkomast á legg.
Ég varð að setja restina af seiðunum í búrið í gær þar sem ég þarf að nota litla búrið fyrir aðra fiska sem ég fæ í dag :D
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fékk 10 litla krúttlega Tropheus Ikola í dag. Skellti þeim í 50 ltr. búr sem ég var búin að undirbúa fyrir þá.
Þeir eru nú frekar grámyglulegir ennþá og eiga eftir að taka liti, þó eru 2 sem eru aðeins að byrja.
Ætla að reyna að fita þá aðeins áður en ég sleppi þeim í 500 lítrana.
Ég las að maður ætti að varast offóðrun (mun að sjálfsögðu bara gefa þeim heilsufæði), eru einhverjar reglur um hversu oft má gefa þeim á dag?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það verður gaman að sjá hvernig gengur með Tropheusinn. Þetta eru alveg gullfallegir fiskar og mig hefur mikið langað til að setja upp Tropheus búr, það er líka eitthvað svo fullorðins. :lol:
Passaðu bara að stressa þá ekki og svo bara grænfóður.
Persónulega mundi ég gefa þeim sem mest grænmeti, baunir, gúrkur osf. og svo þurrfóður með, td. Tetra pro vegtable og Sera granugreen.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

So far lofar allt góðu, þeir eru eldsprækir allir sem einn.
Vatnið varð skuggalega hvítt í 50 ltr. búrinu svo ég skipti um eina fötu af vatni og tek sennilega aðra á eftir.
Vargurinn verður bara að koma í heimsókn og dást að fiskunum mínum...... -þangað til þú færð þér sjálfur-
Þeir munu bara fá grænt að borða, ætti kannski að taka sjálfa mig í gegn með það líka... hehhh
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply