Page 1 of 4

Trúða búrið mitt

Posted: 08 May 2009, 02:51
by EiríkurArnar
Þá er komið að því að starta sjávarbúrinu. Er kominn með nánast allt. Var að kaupa salt, test og brúsa af stability. Hugsa að ég starti þessu með tunnudælunni en set svo powerheadið í þegar að ég fæ það. Keypti líka þennan fína skeljasand og ef eitthver vill skipta á móti nokkrum kílóum af live sandi væri það frábært.

Það sem ég er kominn með
10.000k peru
Sand
Salt
Seltumælir
Basic Marine Test
Stability brúsa

Það sem ég á eftir að gera.
1. Færa íbúana sem eru í búrinu yfir í 120l búrið.
2. Taka allt úr búrinu og þrífa.
3. Þrífa dæluna
4. Skipta um peru í lokinu.
5. Byrja að undirbúa búrið fyrir sjó

Set myndir af þessu seinna :)

Posted: 14 May 2009, 23:22
by EiríkurArnar
Jæja þá er eitthvað að gerast hjá mér. Búinn að græja búrið og sjór kominn í það. Náði mér í sjó svona til að starta búrinu. Síaði hann með sokk. Mældi og hann var alltof saltur, ég bæti þá vatni útí og þá er hann ekki nógu saltur þannig að ég er að reyna að jafna þetta út með salti.

Mæli með því að þegar að þið sækið sjó útí fjöru þá séuð þið í stígvélum. Ég asnaðist til að gera það ekki. Hugsaði um það áður en að ég fór út en svo stóð ég með föturnar í öldugangnum í adidas strigaskónnum mínum. Ég varð bara að láta mig hafa það og vaða útí. Þetta tókst á endanum en kom blautur heim.
Hvað gerir maður ekki fyrir þetta hobbý :twisted:

Hér koma nokkrar myndir frá uppsettningunni, því miður ekkert úr fjöruferðinni :)

Image
Undirbúningurinn

Image
Síunin í gegnum sokkinn minn :)

Image
Sandurinn í skolun

Image
Sjórinn og sandurinn að malla

Image
Afgangurinn af sandinum :)

Ætla svo að reyna að klára þetta um næstu mánaðarmót :)

Posted: 14 May 2009, 23:45
by drepa
því ég er svo vitlaus , þá datt mér eitt í hug. því ég er að spá í að kaupa svona sand eins og þú ert með.

Að búa til sigti 1 spíturammi og setja í hann fínt stálnet, skúppa smá sandi í sigtið og smúla það duglega til að ná mest að þessu alræmda ryki sem maður heyrir svo mikið um.

Ég get líka lánað þér gömlu cammó stígvélinn mín :P

Posted: 15 May 2009, 00:14
by EiríkurArnar
Ég skolaði þetta svona 3-4 áður en að ég setti þetta í búrið og núna er það þokkalega tært.

Posted: 15 May 2009, 01:03
by Österby
Ég er með nákvæmlega eins sand í nano búrinu mínu, notaði ekki nema 25% eða eh úr pokanum :P, en ég sigtaði það eins og motherf***** og kom 100% í veg fyrir allt ryk :D

Posted: 15 May 2009, 01:13
by EiríkurArnar
Tókstu allt þetta fína úr sandinum ?

Posted: 15 May 2009, 02:21
by Österby
EiríkurArnar wrote:Tókstu allt þetta fína úr sandinum ?
Jam, sigtaði hann allann bara með matarsigti úr ikea... hann verður mun fallegri... stóru partarnir sjást betur, þ.e. skeljarnar ;)

Posted: 15 May 2009, 02:37
by EiríkurArnar
kannski að maður geri það líka...ætla aðeins að melta það hvort mér finnst flottara :)

Posted: 13 Jun 2009, 18:04
by M.Logi
Ertu kominn eitthvað lengra með búrið?

Posted: 13 Jun 2009, 18:35
by EiríkurArnar
Nei það er ekkert að gerast eins og er...vona að ég geti keypt og sett LR í, í þessum mánuði.

Posted: 24 Jun 2009, 23:02
by EiríkurArnar
Ég þarf að gera eitthvað í þessum ljósamálum hjá mér. Peran sem ég var búinn að kaupa var of stór... :?
Hugsa að ég kaupi mér T5 lampa hjá flúrlömpum og setji þá í lokið.

Image

LiveRockið ný komið í.

Virðist vera fullt af lífi í því.

Nú er bara að bíða eftir brúnþörungnum og kaupa sér rækju og snigla.

Þarf svo að mæla vatnið við tækifæri.

Posted: 28 Jun 2009, 00:09
by Jaguarinn
flott búr hjá þér

Posted: 09 Jul 2009, 14:12
by EiríkurArnar
Takk

mér finnst þetta líta mun betur út heldur en á myndum. Þarf að ná eitthverri góðri þegar að ég er búinn að fá rækju, sniggla og krabba í búrið.

Þið svona sjávarsérfræðingar, ef að ég fæ mér hvíta og blá peru (t5) í lokið get þá verið með eitthvað af kóröllum ?

Posted: 09 Jul 2009, 21:31
by Squinchy
Já 2x T5 ætti að hugsa vel um kóralla, endilega koma með mynd af búrinu

Posted: 09 Jul 2009, 21:42
by keli
Amk auðvelda kóralla - líklega ekki anemónur og harða kóralla samt.

Posted: 09 Jul 2009, 23:13
by EiríkurArnar
hvað þyrfti ég að gera til að geta verði með hörðu kórallana ?
150W kastara ? með hinu

Posted: 09 Jul 2009, 23:20
by keli
Þú gætir lent í vandræðum með hita ef þú settir mh yfir svona búr.. Hvað er það í lítrum talið?

Posted: 09 Jul 2009, 23:20
by EiríkurArnar
hugsa að ég reyni við tækifæri að búa mér til lok á búrið. set hvíta og blá t5 og síðan einn kastara, setja svo kælingu fyrir þetta.

en þangað til hugsa ég að ég fái mér bara eina 15W 10.000 k

Posted: 09 Jul 2009, 23:21
by ulli
ég á 150w Mh ballast :P10k peru líka!

need?

svo á ég smá lr með Bubble þangi.

Posted: 09 Jul 2009, 23:22
by EiríkurArnar
54l

Posted: 29 Jul 2009, 21:18
by EiríkurArnar
Jæja nú er búrið orðið vel brúnt af þörung.
Var það ekki þá sem ég átti að skipta um vatn ? og fá mér rækjur og snigla.
Var það ekki 400gr af salti á hverja 10l ?
hef ekkert mælt vatnið.
á ekki nema 6 mælitest þ.e.a.s. svona marine basic. tými ekki að spreða þessu í neina vitleysu en vill samt gera þetta rétt.
þetta er búið að taka svo langan tíma hjá mér. verð ég ekki að skipta um vatn áður en að ég set snigla í búrið. það er orðið soldið lítið um líf í steinunum hjá mér og ég vill ekki glata því alveg.

Takk kærlega ef einhver nennir að hjálpa mér. :)

Posted: 29 Jul 2009, 21:32
by keli
Þú verður að eiga seltumæli, og blanda sjóinn áður en þú setur í búrið. Það er ekkert mikið flóknara en það, og ekki hjá því komist ef þú ert með saltvatnsbúr.

Posted: 29 Jul 2009, 22:21
by EiríkurArnar
ég er með seltu mælir :)

Posted: 29 Jul 2009, 23:47
by Arnarl
það er kíló af salti í 30 lítra

Posted: 09 Aug 2009, 12:58
by EiríkurArnar
Þá er komið allt morandi af lífi aftur í grjótið og kominn með bláa 20.000k peru og ætla mér að kaupa snigla og rækju við fyrsta tækifæri og ætli ég kaupi ekki bara trúðana í sömu ferð... :)

Posted: 09 Aug 2009, 13:28
by Squinchy
Glæsilegt :D, hvernig væri nú að fá eina mynd eða tvær :D

Posted: 10 Aug 2009, 23:54
by EiríkurArnar
Image
Fyrir

Image
Eftir

Image
Næ ekki betri mynd en getur einhver sagt mér hvað þetta er og er þetta skaðlaust...þ.e.a.s. ef einhver sér þetta :)

Posted: 11 Aug 2009, 00:27
by Squinchy
Kominn tími á að hreinsa glerið ? ;)

Lýtur vel út, enginn smá munur eftir að 20k peran fór í :), mæli með svörtum bakgrunn eða að spreyja bakið svart, gerir mjög mikið fyrir útlitið

Þetta er Tube Snail, misjafnt hvað fólki finnst um þá, ég persónulega þoli þá ekki, þeir mynda slím sem leggst á kórallana og ertir þá til að loka sér, stelur mat og er bara til leiðinda að mínu mati

Besta leiðin sem ég hef fundið til að lostna við þá er að taka grjótið upp úr, leggja það á handklæði og líma fyrir opið með Super glue sem er gert úr Cyanoacrylate, finnst t.d. í N1 búðinni bíldshöfða

Posted: 11 Aug 2009, 00:32
by EiríkurArnar
er þetta að dreifa sér eins og andskotinn ?

Posted: 11 Aug 2009, 01:15
by Squinchy
Þetta getur gert það já