Planeria

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Villimaður
Posts: 38
Joined: 15 May 2007, 22:42

Planeria

Post by Villimaður »

Nú er ég alveg gáttaður.

Það er komið hreint hrikaleg flatorma sprengja í öll mín búr.
Jafnvel litla 10L seiðabúrið sem ég setti upp á mánudaginn.

Þessir ormar eru eins þunnir og manshár, og einungis 1-3mm langir, en hver fersentimeter hefur amk 1-2 orma, og stundum fleirri.

Eina sameiginlega við öll 5 búrin er maturinn, TetraPrima Granual Food og TetraWafer Mix.

450L: Lítið magn af ormum, haldið í skefjum af plegga. Lítið fæði.
300L: Mikið magn af ormum, Piranha fiskanir eru búnir að éta alla pleggana. Mikið af "auka" mat.
40L(a): Allt kraumandi í ormum, en Convict seyðin eru mjög dugleg að hreinsa þá. Mikið af mat vegna Convict seyða.
40L(b): Næstum engir ormar, Állinn fær lítið af dauðum mat, aðalega neon tetrur í matinn.
10L: Meðalmikið af ormum, gúbbí seyði dugleg við að éta þá.

Því miður get ég ekki sýnt myndir, þar sem myndavélin mín getur ekki focusað nær en 20cm.

Ég veit nokkurn veginn hvernig á að losna við þá(svelta) og að þeir valda ekki skaða öðrum en sjónrænum.

Getur verið að þessir ormar komu með fæðinu?
Ef svo, get ég séð hvort fæðið það er?
Eitthvað fleirra sem ég þarf að hafa í huga?
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef enga trú á að þetta komi í fóðrinu. Þessir ormar koma sennilegast með mölinni eða bara hreinlega kvikna í fiskabúrum. Þetta er mjög algengt í nýjum búrum og nær hratt hámarki en svo éta fiskarnir þetta. Einnig er þetta algengt í búrum þar sem einungis eru stórir fiskar og því enginn sem étur ormana.
Post Reply