Nýr hér og í fiskum nokkrar myndir af frumrauninni

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Nýr hér og í fiskum nokkrar myndir af frumrauninni

Post by Birgir Örn »

Ég sem sagt smíðai mér 115l búr úr gleri sem ég fékk frítt þannig búrið kostaði mig um 2000kr í efni og verkfæri, því næst keypti ég hreinsidælu, hitara, loftdælu, sand, bakrunn og fl.
Kom búrinu í gang eftir að hafa prufað hvort það héldi vatni í 48 tíma, lét búið ganga með einhverju bakteríu dóti í 24 tíma og setti fyrstu fiskana í búið í gærkvöldi 6 x Svartar Neon Tetrur og 2 x Ancistrur.
Fannst svo vanta eithvað pínu meira strax(gat ekki beðið) og kíkti í fiskabur.is í kvöld og keypti mér par af Convict Síkliðum

Þannig að svona lítur þetta út í dag:
Image
Svo tvær fiska myndir vantar betra ljós til að tak myndir og ná vatninu betur
Image
Image

Svo ein spurning að lokum hvernig er best að ná vatninu alveg hreinu eða svona eins hreinu og það verður?

Annars endilega commenta á þetta og segja manni til maður er alveg grænn í þessu þannig séð
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

sæll Birgir Örn og velkominn í hópinn.
turndælur er svarið með hreint vatn. annars er best að fara í fiskabúr.is og tala við varginn hann er magnaður gaur þegar kemur að upplýsingum um fiska og búnað.

þér að segja þá lítur þetta MJÖG vel út hjá þér, það hefði verið snilld hjá þér að skola sandin vel áður en þú settir hann í búrið það er að "hreinsa" hann því að skýjamyndun í vatni kemur oftast út af sandinum. svo er líka mikið líf í vatninu svona til að byrja með (loft mikið). hafðu sandinn aðeins hærra upp að "aftan" það er meira í bakið en á fram hliðina því auka afurðir frá fiskunum leita niður á þann stað sem lægst liggur og aðuveldara að þrífa og minna rask.

en og aftur þetta er flott, einfalt og viðráðanlegt.
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er algengt að vatnið í glænýju búri sé skýað fyrstu dagana.
Ef vatnið er ekki orðið betra eftir helgi þá er eitthvað að.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ég gleymdi að nefna það líka var ekki til einhvað aquatan eða einhvað svoleiðis? það er vökvi
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

Ég skolaði sandinn þangað til að hann var næstum hættur að vera litaður gegnum sigti það tók alveg 2 tíma því það fóru ca. 19kg í þetta svo var vatnið verra og ég skipti um vatn en dælan var samt búinn að vera í gangi yfir nóttina gæti verið að ég þurfi að þrífa svampin eða er hægt að fá einhver betri svamp í þetta heyrði einhver staðar carbon svamp

hvað á maður annars að vera skipta oft um vatn og hvað mikið?

Vargur varst það þú sem afgreiddir mig áðan í Ham bol?
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

Er alveg í góðu lagi að laga sandinn bara til með fiskunum í búrinu
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ok, ég er svo fanatískur að ég læt renna vatn á sandinn hjá mér í að minsta viku síðan "dauðhreynsa" ég hluta af honum eða 20% með sjóðandi vatni en það er ekki að marka mig eða hvað vargur
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

Ég á allaveg eftir að gera þetta aðeins öðruvísi næst því ég er alveg viss um að ég fái mér stærra búr áður en langt um líður þar að segja ef þetta gengur vel
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

mín búrsaga er að ég byrjaði á punch skál, síðan 7.5l, síðna 54l núna 75l og stefnan er tekin á annaðhvort 720l búr eða smíða upp 2500l búr sem er bara með dverg cichlid og tetrum ekkert annað því dvergarnir geta verið svo miklir karakterar
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, ég er Hamarinn ! :-)
Þú hefur þrifið sandinn meira en nóg.
Þetta er örugglega bara eðlilegt, ef þetta verður ekki farið eftir helgi prófaðu þá að skipta um nánast allt vatnið.

Regleg vatnsskipti eru svo grunnurinn að góðu búri, vatnskipti fara eftir fiskum, fóðrun ofl., ég mundi skipta um ca. 50% á 1-2 vikna fresti í þessu búri.
Post Reply