Lótus

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Lótus

Post by Andri Pogo »

Hefur einhver hér reynslu af lótusplöntu í búrum?
ég skoðaði aðeins á Tropica.com og sá að hún er frekar stór og sé best sem eina plantan í búrum.

Ég hef verið að leita að fallegri plöntu í litla búrið og Lotusinn heillar því blöðin liggja á vatnsyfirborðinu og hún gæti myndað blóm.

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með Lótus.
Fékk hann frekar stóran og hann fór allur í klessu. Hann er að koma til núna og er með fullt af nýjum blöðum.
Það var til hellingur af honum í Dýraríkinu.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

eru bara að koma blöðin eða blóm líka?
er það kannski ekkert sem maður á að búast við í fiskabúrum?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það hafa bara komið ný blöð hjá mér.
Ég held að það sé ekki fráleitt að komi blóm ef plöntunni líður vel.
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Það á að vera tiltölulega auðvelt að fá lótus til að blómstra í fiskabúrum. Ég hef heyrt að lótusinn blómstri ef maður klippir ekki blöðin sem fljóta á yfirborðinu. Plantan skyggir þá væntalega mjög mikið á aðrar plöntur.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ég var með eina í 250 ltr búri og hún blómstraði reglulega
gerði ekkert fyrir hana var með eina fluor peru og setti aldrei neina næringu í búrið
það sem mér fannst verst var hversu stutt blómin lifa
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Andri Pogo, verðurðu ekki að setja
Pogostemon helferi í búrið? :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Hrafnkell wrote:Andri Pogo, verðurðu ekki að setja
Pogostemon helferi í búrið? :)
ég held ég verði að gera það :shock:

en annars verð ég að prófa lótusinn fljótlega
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

óvænt ánægja hér á bæ.

ég á víst tvær Lotusplöntur mér að óvörum :)
fékk gefins nokkra "lauka" fyrir nokkru og er farið að vaxa upp úr tveimur þeirra. Þegar ég fór að skoða blöðin kannaðist ég nú heldur betur við þau.

Ég get ekki betur séð en að þetta séu blöð Lotus plöntunnar:
Image

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Margur er ríkar en hann heldur.

Ég sé ekki betur en þetta standist alveg hjá þér :-)
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Ég var með lótus og hann blómstraði reglulega, hann tók svo upp á því að veslast upp einn daginn og drapst. :x
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Post by Bjarkinn »

ég var lengi vel með lotus og hann blómstraði reglulega, best að passa upp á að hafa járnríka næringu og góða lýsingu.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Var með Lótus 1nu sinni í 850 L og var með mó undir henni hún blóstraði non stop í 6-8 mán 1 knúbbur á yfirborði annar í miðjubúri og 1 að koma uppúr lauknum og blöðin voru 1nsog kökudiskar, algerlega geggjuð planta, en tekur mikið til sín
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hún vex og vex, þrisvar sinnum stærri en á myndinni sem var tekin fyrir viku.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Þetta vex svo hratt, ég hef aldrei séð annað eins!
Eitt blaðið er komið upp við yfirborðið en hefur ekki náð að koma sér fyrir, líklega vegna of mikillar hreyfingar á vatninu.
Hún er farin að yfirgnæfa plöntuna við hliðiná og stærsta blaðið er álíka stórt og geisladiskur.

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ertu viss um að þetta sé ekki rabbabari? :-)
User avatar
María
Posts: 92
Joined: 27 Jun 2007, 12:09
Location: Hafnarfjörður

Post by María »

nohh.. það er ekkert annað
hraðinn á þessum plöntum
en falleg er hún
María
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ég segji nú bara hvað er í vatninu hjá þér ?? :lol:
Vildi að plönturnar hjá mér gætu drullast til að vera svona glæsilegar.
Er greinilega ekki með græna fingur :P
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Lótusarnir eru ansi fyrirferðamiklir, ég færði þann minni í 50L "gróðurbúrið" svo hinn stærri fengi meira pláss.

svona er vatnsyfirborðið í 720L búrinu:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

geggjuð planta 8)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er ofurvöxtur hjá þér. Minn er alger ræfill.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ætli það séu ekki ljósin bara :P
verð að fá mér betri perur bara.
En ég ætla að sjá hvort hinn lotusinn dafni eitthvað í litla búrinu með ikea ljósið, efast um það en það væri gaman
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er ágætt að notast við þennan þráð varðandi lótus.

Það er svona svört kúla undir lótusnum, á hún að vera ofan jarðar eða neðan?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ásta wrote:Það er ágætt að notast við þennan þráð varðandi lótus.

Það er svona svört kúla undir lótusnum, á hún að vera ofan jarðar eða neðan?
Ég er nokkuð viss um að toppurinn á lauknum eigi að standa uppúr. En ekki alveg viss, þannig að við bíðum eftir að einhver staðfesti það :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ekki er ég viss hvort hann eigi að standa upp eða vera alveg niðri, en þeir eru alveg undir sandinum hjá mér og vaxa mjög vel.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply