Garður á byrjunarstigi !

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Garður á byrjunarstigi !

Post by jeg »

Jæja snillingar!
Nú er maður búinn að festa kaup á nýju búri.
Já maður er alveg fallinn í dellu.
Hugmyndin er að reyna að gera það gróðurbúr.
Einfalt og þægilegt.
Búrið er um 120L.

Hvaða plöntum mælið þið með ?

Ég er búin að skoða nokkrar en svo er það annað mál hversu lífsglaðar þær eru.

(ég setti þett inn í aðstoð líka en kannski gáfulegra að hafa þetta hér)
Last edited by jeg on 20 Mar 2008, 22:15, edited 1 time in total.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

það fer eftir því hvað þú finnur, hverju þú hefur áhuga á, o.fl. hvað er annars mikið ljós í búrinu.
Annar er klassískt að vera með einhverjar hygrophila tegundir, anubias, e.t.v. javamosa, amazon sverðplöntur eða slíkt. gott að skoða úrvalið t.d. á tropica.con
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Já áhuginn lyggur nú í að eiga flott gróðurbúr.
Þar sem ég er nú ekki búin að sækja búrið veit ég ekki ástand á ljósum
en geri nú ráð fyrir að ég þurfi að kaupa mér peru (r) í búrið.
Ég er einmitt búin að lyggja yfir þessu á tropica.com en ég er nú ekki sú besta í ensku.
Þannig að ég fann inn á síðunni hans Tjörva ísl.þýðingu á þessum plöntum sem heilluðu hvað mest.
Og já er greinilega frekar "klassísk" því að á listanum eru einmitt þessar tegundir sem Sven nefndi.
Á nú smá í búrunum hér heima en ekkert sem fyllir heilt búr né það sem efst er á lista.
Það versta er að það eru aldrei ný komnar plöntusendingar þegar maður á leið suður í menninguna.
Þannig að maður þarf að stúdera þetta enn betur og "pannta" sem mér finnst alltaf frekar snúið
þegar maður er nú ekki algerlega útvatnaður í þessum plöntum.
(því netið talar ekki við mann og því samskiptin frekar snúin)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ef þú finnur eitthvað sem þér líst mjög vel á, þá er ekki vitlaust að bjalla í þá hjá dýragarðinum og athua hvort þeir eigi plöntuna eða geti bara sett plöntuna með inn í næstu pöntun, þeir voru allavega mjög viljugir að gera það fyrir mig.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Já það er nú einmitt það sem verið er að skoða hvað er best.
Það er nú þannig að netið er svo ferlega lélegur sölumaður að það þarf að veiða allt sjálfur upp.
En já ég ætla að setja mig í samband við aðalmennina og finna þannig góða samsetningu.
Kem eflaust heim með allavega eina plöntu á morgun þar sem maður er nú að fara suður á annað borð.

Set svo inn fæðingarsögu gróðurbúrsins.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja þá hafðist það loksins að koma búrinu upp og í stand.

Búrið er Aquarien 120L
Dælan er Rena Filstar xp
Íbúar í dag eru:
12 Silver Tip tetrur
11 Ornate tetrur
Plöntur sem eru komnar eru:
Mini valisnera
Anubias nana
og tvær sem ég ekki þekki nafinð á.

Nú jæja svona var byrjunin

Image
Búið að líma bakgrunninn á

Image
Búið að setja allt í nema það sem ekki átti að fara síðast í

Image
Bláu steinarnir sem hverfa svo með tímanum

Image
Ekki bestu fyrirsætur í heimi

En eins og sést er þetta nú bara á byrjunarstigi og mikið verk eftir.
Afsakið loftið en það var nú bara nýbúið að renna í búrið.
Ég notaði um 50% notað vatn (þ.e. gerði vatnskipti í hornbúrinu)
Því mig vantar plönturnar en það var ekki til það sem ég hafði hug á þar sem ég hitti á óheppilegann tíma.
Nú svo þarf ég að redda mér perum í búrið en það eru 2 perur og var málið ekki vitað svo að það bíður í nokkra dag.
Nú svo eiga eftir að koma örfáir fiskar enn. En ég ætla nú ekki að hafa þá mjög marga í þessu búri.
En verð nú örugglega að fá mér einhverjar ryksugur eða álíka vinnufiska.
Svo er vetur og snjór þannig að ekki er mikið af grjóti til að skella í búrið en það verður bara að bíða.
Allavega þá er þetta staðan á búrinu í dag og batnar vonandi bara.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

ææææðislegur bakgrunnur :)
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Takk !
Þetta er þrívíddarbakgrunnur frá Dýragarðinum.
Hann er ekki alveg að sjást nógu vel en það er nú ekki alveg að marka enn þar sem búrið er nýuppsett.
Jafnar sig vonandi. Kannski bara lýsingin ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já helvíti flott plakat, þetta er nú samt ekki þrívíddarbakgrunnur, bara ljósmynd af þrívíddarbakgrunni prentuð á plakat :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Vá ég hélt að þetta væri svona sem að meður setur ofaní búrið :shock:
Asgoti er þetta flottur bakgrunnur :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Hehehe.... já rétt þetta er bara plakat eins og ætti að sjást á efstu myndinni !
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Já mjög eðlilegur bakgrunnur og flottur,en djöfull finst mér ógeðslegt að sjá þessa bláu steina í búrinu.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja það er nú ekki mikið að gerast eins og er ja nema að það eru komnar nýjar perur í búrið. Og munurinn alveg ótrúlegur.

Image
Fyrir.

Image
Eftir.

Nýjir íbúar: 1 stk snigill (á efstu myndinni)
1 stk Gull pleggi blindur

En Plegga gullið átti orðið erfitt með að vera í Hornsjónvarpinu því Frú Kribba var stöðugt að bögga hann og eins og sjá má mikið búina að narta í greyjið. Sporðurinn er ekki nema u.þ.b. hálfur eftir. Og uggarnir ja ekki mjög nytsamir til sunds.

Image
Ekki góð mynd þar sem að hann flúði beint í hornið í skjól.

pípó : Jæja vonandi er þetta skárra? :wink:
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Hvað gerðu þessir bláu steinar í búrinu þar sem að þeir áttu að hverfa með tímanum? :oops:

En annars hrikalega flott búr hjá þér og bakgrunnurinn er alveg rosalega flottur :shock: Ég fór einmitt í Dýragarðinn bara í fyrradag og sá enga svona límda bakgrunna :( hlít að vera blind hehe :P sá bara þessa sem að eiga að fara ofan í búrið :)

En flott uppsetning í búrinu og er ég svolítið hrifin af laginu á búrinu, kemur svona tvö horn sem að eru á ská :) kemur vel út.
200L Green terror búr
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Takk. Já það var nú einmitt lúkkið á búrinu sem heillaði mig.
Ég tók bláu steinana þar sem allir voru að fársat yfir þeim og ég nennti ekki að hlusta á það.
En þessi plagatbakgrunnar eru á rúllum við afgreiðsluborðið í Dýragarðinum (eiginlega á bakvið það)

Jæja sorgarfréttir!
Plegga Gullið mitt er dautt :væla:
Gribban hefur greinilega verið búin að ganga nær honum en mig grunaði.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

samhryggist
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Þetta er miklu betra,flott hjá þér :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég er ánægður með að sjá bláu molana í burt - fannst það ekki alveg vera að gera nógu góða hluti :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bláir molar geta verið ágætir.

Image
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

Post by eyrunl »

ég mæli með að þú kaupir plönturnar á ebay... ég keypti plöntur þar og það er alveg hægt að finna á góðu verði t.d. http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... :IT&ih=017

4 dollara með sendingu ekki sem verst...
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Æjjj ég held að ég sleppi e-bay meðan ég fæ það sem ég vil hér heima á þokkalegu verði.
"Vargur" er með skrambi góða þjónustu þannig að ég er nú ekki að leita lengra.
Ja reyndar kíkti ég í Dýragariðinn og fjárfesti í Ancistru albinóa kk. Bara stóðst ekki mátið.
En ég fór jú í bæinn um daginn og kíkti á þennan sem er svo Hlyntur mörgu og verlsaði við hann fóður
og einnig fékk ég hjá honum eina plöntu sem ég er sátt með Cryptocoryne tegund,auðveld og nokkuð falleg.(veit bara ekki týpuna)Einnig fékk ég næringartöflur fyrir gróðurinn og er hann greinilega að virka því að það er allt að hressast vel.
Nú vantar mig bara 2 plöntur og þá er ég að verða sátt.
Svo jú nokkra mánuði til að sjá árangurinn. :wink:

Image
Svona leit það út með viðbótar gróðri.

Image
Og svona er búrið í dag.
Last edited by jeg on 10 May 2008, 00:18, edited 1 time in total.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Það bættist aðeins í íbúahópinn í vikunni.
Þar sem að hugmyndin með skalana er komin á bið stóðst ég ekki mátið og verslaði 4 hvíta Venusarfiska.
Átti að vera 1kk á móti 3 kvk en nei takk það varð nú öfugt en svona er þetta nú.
Get kannski hitt á þessa tegund aftru í næstu ferð ??? hver veit??
Nú svo 2 Rummy nose.
Æææjj þær voru svo flottar að ég stóðst það ekki.
Nú svo skiptifiskarnir litla mannsins 2 Keisara tetrur.
Þannig að nú er búrið fullbókað og getur farið að hamast við að verða grösugt þar sem að sumarið er komið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Og verður frúin þá ekki að koma með nýja mynd?
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jú ætli ég reyni nú ekki að ná myndum á morgun.
Það er bara alveg must.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, bara við tækifæri.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Nú er tækifæri !

Image
þarna sjást nokkrir af nýju fiskunum

Image
Aðal Keisarinn (pínu frekur)

Image
Rauðnebbarnir og kk albinóa ancistran.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja ég tók Keisarann út af dagskrá í garðinum og skellti þeim báðum í Hornsjónvarpið.
Hann var farin að eigna sér full mikið af garðinum.
Nó pláss í Horninu fyrir þau.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvað er þetta ljósbrúna fyrir framan rótina?

Fínt búrið.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þetta er steinn !
Margir svona hér við Hrútafjarðará.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Allt í góðum gír í "Garðinum"
Fjárfesti í grasi og lagði 2 þökur af því og svo er bara að bíða þar til það fer að þekja.
Vatnskiptin voru í lágmarki meðan "vorannir" stóðu yfir en nú er allt komið í rétta rútínu.
Engin dauðsföll enn sem komið er og allir sáttir.

Image
Heildarmynd

Image
Túnþökurnar :wink:

Image
Og plantan sem ég veit ekki nafnið á. (þessi ljósgræna)
En hún vex vel og er ferlega auðveld.
Post Reply