Vantar aðstoð með þrif og tunnudælu.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
maggik
Posts: 13
Joined: 29 Jan 2008, 23:07

Vantar aðstoð með þrif og tunnudælu.

Post by maggik »

Sælir, var að taka 220 lítra búrið í hús, ég var að skola það og tók eftir að það er brák á vatninu þ.e olíubrák og fann netta olíulykt af því líka.
Hvernig er best að hreinsa búrið, það hafði staðið í bílskúr í langan tíma.


Svo fæ ég Fluvel 404 tunnudæluna ekki til þess að virka, burin að prófa að fylla báða barkana og dæluna sjálfa.
Eru þið með einhver ráð ? :/

Kveðja
Maggik
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Volgt vatn og klór og skola vel.

Fer dælan í gang og snýst rótorinn ?
maggik
Posts: 13
Joined: 29 Jan 2008, 23:07

Post by maggik »

dæla snýst og fer í gang, það er pinkulitið sog :/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sog ? Tunnudælur sjúga ekki, þú þarft að koma rennslinu af stað sjálfur og tunnudælan dælir vatninu svo til baka í búrið.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Re: Vantar aðstoð með þrif og tunnudælu.

Post by JinX »

maggik wrote:Sælir, var að taka 220 lítra búrið í hús, ég var að skola það og tók eftir að það er brák á vatninu þ.e olíubrák og fann netta olíulykt af því líka.
Hvernig er best að hreinsa búrið, það hafði staðið í bílskúr í langan tíma.


Svo fæ ég Fluvel 404 tunnudæluna ekki til þess að virka, burin að prófa að fylla báða barkana og dæluna sjálfa.
Eru þið með einhver ráð ? :/

Kveðja
Maggik
er nokkuð tunnudælan þín fyrir ofan búrið??? því mig minnir að hún þarf að vera fyrir neðan búrið til að ná rennslinu
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

dælan verður að vera fyrir neðan vatnsyfirborðið
það getur stundum verið gott að koma dælunni af stað með að setja endann sem sogar inn í dæluna ofan í búrið en hinn ofan í fötu og sjúga og fá þannig vatnið til að renna í gegn
þá getur þú sett puttann fyrir slönguna og sett þann enda ofan í búrið og þá er vatn á öllu kerfinu og dælan ætti ekki að hafa ástæðu til að virka ekki
stundum brotnar rótor og snýst þá efsta stykkið í hringi sem það é ekki að gera heldur bara ca. hálfan hring og þá er reyndar oft hægt að kítta það á aftur en betra að kaupa bara nýjan rótor
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply