Skalinn minn :S ÖLL hjálp vel þegin - nú 2 dauðir!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Skalinn minn :S ÖLL hjálp vel þegin - nú 2 dauðir!

Post by bryndis »

(sjá síðasta innlegg líka - annar fiskur að deyja)
Ég keypti mér 2 blandaða skala núna fyrir nokkrum dögum. Fyrst þegar ég setti þá ofan í vatnið voru þeir frekar hræddir og hengu bara út í einu horninu. Annar var samt greinlega minna hræddur en hinn, því línurnar hans voru alltaf greinilegar, á meðan línur þess stressaða voru alltaf að dofna og stundum alveg að hverfa.

Fyrstu 1-2 dagana borðaði hvorugur þeirra. Rétt syntu um en voru fljótir aftur í hornið sitt. Svo þegar ég setti gotbúr (úr neti) í búrið þá varð þessi stressaði mjög hress og eyðir nú öllum sínum tíma í að reyna að éta seiði/mat i gegnum netið á gotbúrinu. Á sama tíma fór hann að borða matinn sem ég setti í búrið, en var samt alveg frekar til baka (mjög krúttlegt, ef hann var að synda að mat, og annar fiskur kom, þá stoppaði hann og bakkaði bara til baka, mjög undirgefinn ;)).

En málið með þennan "rólega", hann var alltaf í sínu horni, stundum synti hann aðeins um en þegar ég opnaði búrið (til að gefa mat) þá var hann fljótur út í horn - og borðaði aldrei.

Svo kom ég heim í hádeginu og þá lá hann dauður á botninum í horninu sínu. Það sást ekkert á honum, ekki að hann væri veikur eða slíkt. Hann leit alltaf út fyrir að vera mjög rólegur (af röndunum að dæma),
en eina "einkennið" var það að hann borðaði ekki neitt. Flestir fiskar sem ég hef átt hafa verið þannig fyrstu 1-2 daganna, en byrjað svo að borða. Og þannig var "stressaði" skalinn. Sem virðist ennþó örlítið hræddur ef ég á að spá í línunum, þær eru frekar daufar stundum. En hann syndir um allt og borðar, virðist alveg frekar hress.

Hér eru tvær myndir. Fyrsta er mynd sem ég tók í gær/fyrradag af búrinu í heild. Skalarnir sjást í horninu sínu lengst til hægri:
Image

Og þetta er skalinn dauður áðan:
Image

Þá eru tvær spurningar:

1) Af hverju ætli þetta hafi gerst? Hvernig hefði ég getað komið í veg fyrir það?

2) Hvað ætti ég að gera núna? Kaupa nýjan skala handa þessum eina sem varð eftir? Eða hafa hann bara einn?

Endilega látið mig vita ef ykkur vantar betri upplýsingar til að geta svarað.
Last edited by bryndis on 06 Oct 2008, 09:28, edited 3 times in total.
User avatar
gunnarfiskur
Posts: 298
Joined: 18 Jun 2008, 15:30

Post by gunnarfiskur »

hvað er burið stórt og hvað er vatnið heitt og hvaða fiskar eru með þeim?
skalar þurfa stórt bur til frambuðar
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

gunnarfiskur wrote:hvað er burið stórt og hvað er vatnið heitt og hvaða fiskar eru með þeim?
skalar þurfa stórt bur til frambuðar
Vatnið er í kringum 26°C (er með seiði svo ég þori varla að hafa lægri hita).
Fiskarnir í búrinu: 1x kk sverðdragi og 2x kvk, 1x kk platty og 2x kvk, 1x kk bardagafiskur. 2x "ryksugufiskar". og svo 2x lítil seiði í gotbúri (þeir náðu örugglega að éta hin áður en ég sá þau).

Búrið er bara 60l, en það er 40cm hátt. Þegar ég keypti skalana spurði ég sérstaklega að því hvort það væri í lagi. Ég veit að þeir þurfa stærra búr, og það kemur vonandi einn daginn :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ómögulegt að seiga til um af hverju hann drapst.
Ef aðrir fiskar í búrinu virðast heilbrigðir þá þarf sjálfsagt litlar áhyggjur að hafa.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Ókei.. já allir fiskarnir virðast alveg heilbriðgðir, koma allir upp þegar ég opna búrið og borða vel, og allir mjög virkir.

Þá er það í rauninni bara seinni spurningin, ætti ég að kaupa annan? Ég hef heyrt að Skalar plumma sig ekkert of vel einir, svo ég ætti kannski að kaupa félaga handa honum?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skalar geta verið fínir einir og ef þú bætir öðrum við núna gæti orðið ósætti milli þeirra, búrið býður auk þess ekki upp á nema 3/4 af skala.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Sverðdragakarl dauður

Post by bryndis »

Núna var annar fiskur að deyja - sverðdragakallinn minn. Það var alveg nákvæmlega eins - engin "einkenni", hann var meira að segja mjög hress, er búin að eiga hann í umþb. 2 vikur held ég, og í gær þegar ég slökkti á búrinu voru allir fiskarnir mjög hressir, allir komu upp að yfirborðinu og borðu þegar ég gaf þeim (nema auðvitað ancistrurnar) og allt virtist í góðu lagi.

Svo kom ég heim í morgunn til að kveikja á búrinu, og þá lá hann dauður ofan á lítilli plöntu.

Ég læt fylgja myndir, eina af hvorri hlið, ef þið takið eftir einhverju óvenjulegu - endilega látið mig vita!
Image

Image

Það er kannski fínt að taka það fram að ég er með skeljasand. Ég hef heyrt (á dyraspjall.com) að það geti myndast of hátt sýrustig (pH-gildi) með skeljasandi. Gerist þetta í hækkandi sýrustigi? Ég kaupi próf í dag og athuga það.

Aðrar upplýsingar sem gætu komið sér vel. Ég er með dælu sem dælir vatni frá yfirborðinu og ofan í, því mér finnst þetta "gutl" hljóð svo cozy, ég er með hitara, hitinn í búrinu er í kringum 26°C (er með tvö seiði og einhver talaði um að hafa hitann aðeins hærri þá). Svo er ég með 3 plöntur sem ég veit ekki hvað heita, og steina úr steinasafni (passaði sérstaklega að þeir væru ekki beyttir, og sauð þá alla og skolaði vel áður en þeir fóru í búrið).
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég les ekkert þarna um vatnsskifti
ertu að skifta út vatni reglulega ?
hversu oft ?
hversu mikið ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi ekki hafa stórar áhyggjur af sýrustiginu, það er ólíklegt að það drepi fiskana.
Hvað er langt síðan þú skiptir um vatn ? Gæti verið kominn tími á 30-50% vatnsskipti.
Er þetta ekki frekar nýlega uppsett búr ? Líklega er þá ekki búin að byggjast upp nægileg flóra til að bróta niður úrgangsefni í vatninu.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Ég hef aldrei skipt um svo mikið af vatninu, en í gær tók ég nokkra lítra og skipti. Ég hef ekki alveg þorað að skipta of mikið, hrædd um að það kannski eyðileggji flóruna sem er að myndast? Er það kannski bölvuð vitleysa?

Ég einmitt fékk mér sverðdragann fyrst, því ég heyrði að hann væri góður til að byrja með, þegar ekki væri búin að myndast nægileg flóra.

En ég ætla að skipta um vatn snöggvast. Einn stór galli við þessi flotbúr, það má lítið sem ekkert eiga við búrin þá fara þau öll á hreyfingu og sökkva. Skalarnir yrðu fljótir að notfæra sér það um leið og eitthvað svoleiðis kæmi uppá. Þeir eyða öllum sínum tíma í að reyna að éta seiðin 2 í gegnum plastið, eða litlu götin fyrir vatnið :)

Hvað gerir þá sýrustigið? Skiptir það kannski ekki öllu máli? Og eru einhver einkenni þess ef það verður of hátt?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er mikilvægt að skipta um vatn oft í búrum sem hafa ekki verið uppsett í nema 1-2 mánuði. 30-50% vatnsskipti vikulega eru í góðu lagi, og eru í raun æskileg. Vatnsskiptin koma í raun í staðinn fyrir bakteríuflóruna sem er ekki enn orðin nógu fjölmenn til að brjóta niður úrgangsefni fiskanna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Flóran er eiginlega bara í dælunni þannig að það skiptir ekki svo miklu að skipta þess vegna um 50% einu sinni í viku :) En ættir að skipta alveg um 50% á viku-10 daga fresti svona fyrstu vikurnar meðan flóran er að byggjast upp :)
200L Green terror búr
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Já ókei, takk æðislega fyrir svörin :) Æði að fá þau svona fljótt..

Ég var að skipa um c.a. 20-30% Ég set það þá bara í fast verk á mánudögum hér eftir :)

Svo þið haldið að það sé ástæðan fyrir dauða fiskanna? Það kemur reyndar í ljós, þeas hvort fleiri fiskar drepist á meðan ég skipti út vatni vikulega. Takk aftur :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það koma eiturefnatoppar þegar flóran í nýjum búrum er að komast í gang, og þetta hefur líklega verið slíkur. Þessvegna vill maður skipta um mikið af vatni í nýjum búrum, til að brjóta af toppunum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Já ókei.. Það er líklegt. Er ekki algengara að fleiri fiskar drepist þegar koma svona toppar?

Ég er með tvö seiði, og þau lifðu þetta af. Kannski því þau voru aðeins verndaðri í gotbúrinu? Eða nálægt yfirborðinu? ....er að reyna að skilja þetta alveg ;)
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

tókstu nokkuð eftir því hvort það voru nokkuð rauðir þræðir út um gotraufina á dauðu fiskunum?
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Ég skoðaði þá nokkuð vel og tók ekki eftir neinum rauðum þráð, en ef hann er mjög fínn þá gæti hann hafa farið framhjá mér. Annars hefði ég örugglega séð það hjá skalanum.

Af hverju kemur þessi rauði þráður?
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

hann er soldið fínn sérð hann best ef fiskurinn er lifandi, svona rauðir þræðir eru ormar sem lifa sníkjulífi í fiskum.
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

já ókei, en hefðu ekki komið einkenni? hann veslast upp?
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jú hætta oft að éta

mínir virtust samt ekkert horaðir
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

já ókei.. ég held ég hefði tekið eftir því.. en fylgist extra vel með þessu núna á hinum :) Takk fyrir þetta.
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

Smá update... Ég er búin að skipta um vatn mjög reglulega.. Enginn fiskur búinn að drepast eftir þetta :) Dettur í hug að þetta hafi verið eins og keli sagði - kallaði þá eiturefnatoppa.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Enda er allt sem ég segi heilagur sannleikur ;)

Fínt að þetta gengur vel hjá þér núna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply