Hobby herbergið

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Djöfuls vesen er það.

setturu báða rtc í búrið?.

er þetta ekki léttara búr heldur en ef það væri úr gleri?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég setti bara annan
Rtc í búrið þar sem þeim virðist ekki koma vel saman.
Búrið er lauflétt, tveggja manna tak án vandræða.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Spurning um að smiða sér svona í framtiðinni þegar maður er kominn á eithvert framtiðar Húsnæði.

Bara hafa það 3-4 sinnum stærra :)
það er allavega ekki eins og maður eigi ekki fiska í réttri stærð í það :lol:
bryndis
Posts: 184
Joined: 15 Oct 2007, 01:12

Post by bryndis »

vá.. þetta er geðveikt :) hlakka til að sjá fleiri myndir!
User avatar
alexus
Posts: 84
Joined: 18 Dec 2007, 23:18
Location: Reykjavík,104

Post by alexus »

vá ég hélt ég væri eini sem væri vakandi svona seint á fiskaspjallinu :P en já þetta er rosalega flott hjá honum varg hann er pro
"Mörkin milli geðveiki og snilldar verða bara mæld með árangri....."
110L
60L
54L
25L
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Fara ekki að koma myndir....væntanlega ert þú búinn að gera eitthvað þarna undanfarið..ef við þekkjum þig rétt....
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Reyndar er allt óbreytt, ég er búinn að taka því rólega undanfarið. Byrja af fullum krafti á morgun. :whiped:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ætlaði aldeilis að koma upp búrum í dag.
Tók eftir að eitt búr sem ég var búinn að setja upp lak en á því var smá sprunga sem ég kíttaði bara í, en greinilega var það ekki nóg því hliðin sprakk, búrin sem áttu að fara upp í dag eru líka með smá sprungu þannig ég þori ekki annað en að skipta um glerin. :(
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

úfff.. vá!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ólafur kom færandi hendi í kvöld en hann ferjaði fyrir mig nokkur búr sem ég keypti af honum Leif. Fínustu búr og kann ég þeim bestu þakkir.
Ég pantaði gler í brotnu búrin og lagaði eitt sem lak og kom vatni í það.
Nú fer ég á fullt í að smíða rekka og bora fyrir yfirföllum á búrin og vonast til að geta komið þeim í gagnið í byrjun næstu viku.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Glæsilegt, hvar fékstu bor til þess að bora gler ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Múrbúðin góða. Kostar bara klink, ca 3.000.-
Ef einhvern vantar gat þá get ég lánað borinn eða borað fyrir fólk. Er með bæði 25 og 35mm bora.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þessi aðstaða verður glæsileg hjá þér Hlynur og þetta kallar maður að hafa hugsjónir á þvi sem maður er að gera :) 8)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég ætlaði að vera voða duglegur um helgina og smíða rekka undir búrin frá leif en þegar ég fór í Vatnsvirkjan í gær þá reyndist hann lokaður akkurat þann laugardaginn og timburdeildin í byko lokaði snemma þannig rekkinn verður að bíða.

Image
Ég málaði bakhliðina og botnana á búrunum blá og boraði fyrir yfirföllum.

Image
Reif sprungið gler úr þessu fína búri.

Image
Skellti upp þessu 200 l. búri og í það fóru tveir severum og Geopagus frá Brynju.
Búrið með brotnu hliðina fer þarna fyrir ofan eftir viðgerð.

Image
Elma er voða dugleg að hjálpa til og stendur í þessu með mér.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er heljarinnar vinna.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Það er eins og ég sagði að þegar hugsjónin er til staðar þá stöðvar mann ekkert :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Verður þetta sýningarsalur eða ræktun.....eða bara bæði ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sýningasalur, ræktun, félagsheimili ofl. :)
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Glæsilegt heimili sem þú ert búinn að græja fyrir fiskana frá mér.. :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú hóar í mig ef þig vantar einhverja aðstoð. Dælan bíður þín hérna ef þú vilt hana.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Tótif
Posts: 164
Joined: 15 Dec 2008, 20:44
Location: Egilsstaðir

Post by Tótif »

Vargur var að pæla er þetta heima hja þer eða ?er þetta bara eithve íbuð úti bæ en alavega ef það er hvernig neniru að fara þángað á bíl og gefa þeim svo að borða bara að pæla :lol:
Gotfskar...
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

það er svona tóti þegar menn hafa alvöru áhugamál.

svona svipað og að keyra á fóbolta æfingu...
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Lestu þráðinn tótif og þá sérðu að þetta er ekki heima hjá honum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nú eru búrin að týnast upp, reyndar vantar enn nokkur búrana frá Leifi og Íspan skar eitthvað af glerinu sem ég pantaði vitlaust þannig ekki gekk allt upp eins og ætlast var til.
Ég hef engar nýjar myndir tekið en það kemur fljótlega.

Eitthvað er vinur minn píparinn að klikka á að koma vatninu inn í herbergið en ég fæ vonandi pípara til að fara í þetta á mánudaginn þar sem vatnsleysið er farið að hamla mér talsvert.

Nú er óhætt að fara að sanka að sér fleiri fiskum, þó ég eigi slatta til er pláss fyrir fleiri. Ég tek við nánast hverju sem er, seiði, fullorðnir fiskar, stórir eða stakir koma vel til greina. Tek fram að ætlunin er ekki að kaupa fiska að svo stöddu en ef einhver vill styrkja projectið með fiskaframlagi þá er það velkomið og viðkomandi á inni goodwill hjá mér.
Sendið ep ef eitthvað er í boði.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Góðir hlutir gerast hægt....þetta fyllist í rólegheitunum og verður orðið allt fullt með vorinu :-)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jæja píparinn sem ég rakst á í Byko klikkaði ekki og mætti kvöldið fyrir gamlársdag og reddaði þessu, Reyndar vantaði eitthvað stuff í sambandi við blöndunartækin þannig ég get ekki enn skrúfað frá en hann ætlar að redda því um leið og búðir opna.
Píparinn var hinn áhugasamasti um fiskana og virtist hafa gaman af þessu enda rukkaði hann mjög sanngjarnt fyrir vinnuna að mér fannst en mér þótti efnið ansi dýrt og tel mig hafa verið svívirtan þar þó svo píparinn hafi einungis látið mig borga það sama og það kostaði hann frá heildsdalanum.

Ég skipti um brotið gler í í búri neðan við 1000 l. búrið. Nýja glerið sem áður var bakhlið varð framhlið og voða gaman að fá nýtt gler þar. Gleðin var þú skammvin þegar ég fór að fylla búrið en þá reyndist bakhliðin hafa sprungin út frá gatinu sem ég boraði fyrir yfirfallið. Ég þarf þá að tæma búrið og laga í 3. skipti, reyndar ætla ég bara að drullumixa það og ef það dugar ekki fer þetta búr á haugana. :evil:

Skellti vatni í nokkur af leifsbúrum en vantar þó pípulagna efni til að klára þann rekka. Skelli inn myndum um leið og allur rekkinn er kominn í gang.

Víkingur kom færandi hendi með gullfallegan Rtc x Shovelnose til mín og kann ég honum bestu þakkir fyrir monsterin.
Ég vil einnig nota tækifærið og þakka sérstaklega Ulla, Pípó, Kela, GuðrúnuG, Ólafi og Vitamin sérstaklega fyrir stuðninginn við þessa framkvæmd.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Hentu nú inn mynd....þó þetta sé ekki ready...maður er orðinn forvitinn :-)
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

engar fréttir ?
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

rosalega flott hjá þér Vargur ! ,, rosalega flott uppsetning
Kv.Dízaa og Co. ;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nú er eitthvað að gerast.

Image
Þessi rekki er að komast í gagnið. Þarna verða átta 145 l. búr.

Image
Ég þrískipti einu búri og tvískipti öðru. Sennilega mun ég líka skipta búrunum sem eiga eftir að koma.

Image

Image
Þessi er kominn í gang. 160-250 lítra búr.
Post Reply