Hornsjónvarpið

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Takk fyrir.
Þetta er nú bara í stofunni þar sem það kæmist aldrei fyrir í eldhúsinu.

En ekki góðar fréttir.
Helv...... barbinn var sko á fylleríi ójá. Hann sat eins og varðhundur við tunnuna
og sennilega tælt seiðagreyjin út með nammiloforði en þau voru jú nammið.
En þau fóru á flakk um leið og voru svo vilaus að æða bara beint út í krimmaveröldina.
Svo er annar Bulldoginn dauður.... :cry:
Var voða stressaður og dulur. Skammdegið sennilega farið alveg með hann.

Image
Hér sést hvað hann er "úfinn" og dökkur. Andaði ört og virkaði stressaður.

Image
Hér sjást þeir báðir. Greinilegur litamunur og sá dökki eins og hann sé úfinn.

Image
Hrognin að klekjast.

Image
Farin á stjá.

Image
Þarna má sjá þau rétt við glufuna sem þau æddu út um.

Image
Myndi halda að þetta væri kvk.
Hvað haldið þið?
Vantar kk.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja áður en þráðurinn minn týnist þá er best að koma honum á bls. 1 aftur.
Ekki miklar fréttir aðrar en þær að kreppan hefur verið að saxa á fiskana í búrinu.
En Barbarnir eru dauðir......já einmitt þegar ég ætlaði að fara að losa mig við þá (gefa)
En það voru 2 eftir og daginn sem átti að veiða flaut annar dauður og hinn fór illa í veiðferðinni
því þetta er jú með sneggri kvikindum að veiða.
Nú kvk Keisaratetran flaut einn daginn þannig að kk er núna bara 1
og nú síðast flaut Demantatetran en það var 1 slík eftir.
Enn vantar mig Skala en það virðist vera erfitt að finna það sem ég hef hug á.
Hver veit nema að maður breyti svo ef ég kemst yfir Regnbogafiska sem mig langar í.
En þá breyti ég í hinu búrinu og skelli Kopartetrunum í Hornið.
Þá verða 4 hópar af tetrum og gæti það verið dáldið töff.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ekki var fögur sjón um daginn sem sást í horninu .....en Hr. Brúskur flaut :cry:
Svo nú er það bara málið að fara finna sér nýjann kk. brúsk og eins skoða hugmyndir af breytingum á búrunum.
En maður verur jú að velja af skynsemi.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Frú Brúska er talin af þar sem ekkert hefur sést til hennar í 5 daga en það er óvenjulegt því hún kemur alltaf í matinn.
Svo Buldog plegginn er sennilega búinn að vera með veislu blessaður í hellinum.
Langar í abinoa par :) helst hrygnandi.
Eins er ég enn að leita að skala en það virðist bara vera til litir sem heilla mig ekki eða of litlir.
rauðbakur
Posts: 35
Joined: 07 Jun 2010, 10:04
Location: álftanesi

Post by rauðbakur »

flott búr hjá þér :D
Post Reply