Gullfiskur(orienta) að deyja...

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Gullfiskur(orienta) að deyja...

Post by EiríkurArnar »

Hann er kominn með svona kúlu og er búinn að vera svona í tvo daga. Ég er búinn að vera að setja GeneralTonic frá Tetra og það virðist ekkert vera að virka og þá prufaði ég eitthvað whitespot,velvet og fungus lif frá waterlife og það er ekki að gera neina góða hluti. Er eitthvað sem getur hjálpað honum ? Má ég salta búrið ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

"Svona kúlu" ? Hvernig þá ?
Það er ekkert gott að hræra saman lyfjum og gefa bara eitthvað lyf ef þú veist ekki hvað er að. Saltið er þó skaðlaust fyrir fiskinn.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

þetta er eiginlega æxli.

ég er búinn að skipta um 50% vatn síðustu daga. hann er í 15l búri.
tók soldið hressilega af vatninu þegar að ég skipti yfir í hitt lyfið.

prufa að salta smá sjá hvort að hann braggist eitthvað.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gullfiskar fá oft "vörtur" á búkinn, þær eru leiðinlegar fyrir augað en hafa ekki teljanleg áhrif á fiskinn.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

er þá engin leið að losna við hana ?

en það er þá eitthvað annað að hrjá hann...hann er frekar veikburða. Hélt að hann væri dauður áðan kominn á hliðina en nei nei hann var aftur farinn að synda fljótlega eftir það.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef fiskurinn er búinn að vera slappur þá tel ég líklegra að um sé að kenna lyfjakoktelnum en bólunni.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

hann var búinn að verað vandræðast oft kjurr á botninum áður en kokteillinn fór í búrið. :D

en hann virðist vera allur að koma til.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef hann liggur á botninum þá gætir verið lítið súrefni í búrinu. Er dæla hjá honum ?
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

það er loftdæla
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

er engin leið að losna við þessa vörtu ?
Post Reply