Nýtt búr

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Enn um dönsku píuna, er þetta ekki færeyski fáninn ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Hehe, selfölgelig er þetta sá enski, ég tengdi bara Kela við danmörku, varstu ekki í námi þar?
Varðandi reactorinn, þá er þessi á myndinni frá stephan notaður sem internal reactor (innanbúrs :? ) það má reyndar líka nota hann utaná. Þetta er í raun nokkurnvegin sama pælingin og ég er með í gangi nema þessi er verksmiðjuframleiddur og meira fancy-pancy. Ekki það, ég væri alveg til í að eiga slíkann, en hann kostaði eitthvað á milli 50 og 60€ síðast þegar ég gáði, veit ekki hvað hann virkar mikið betur en heimasmíðað drasl. Ég er reyndar ekki með kúlur í mínum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað er að frétta af arfanum sem skaut sér upp úr mölinni ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

hann er að fölna, geri ekki ráð fyrir að það verði neitt úr honum :(
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Arfinn er dauður. Það var bakteríuþörungur farinn að taka sig upp hjá mér þannig að ég gerði 70% vatnsskipti, mykvaði búrið í 3 daga og skipti svo aftur um 50%. Lýtur út fyrir að þetta hafi virkað, en þegar ég tók af búrinu, þá sá ég hinsvegar að arfinn var dauður.
En, fiskarnir hafa það allir fínt og plönturnar komu vel út úr myrkrinu.

Nú er manni nú farið að kitla svolítið í puttana að fá fleiri fiska í búrið, vonandi að það reddist fljótlega. Styttist vonandi í fiskasendingu hjá fiskabur.is og þá mun ég bæta við allnokkrum rummy nose tetrum og vonandi fleiri demöntum.
Svo verður spennandi að sjá hvernig þessi plöntusending kemur út sem ég pantaði.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Jæja, plöntusendingin komin eftir að hafa verið 6 daga í póstinum, plönturnar skemmst frá því að segja ekki upp á sitt besta.
Image
Það versta er að Glossostigman, sem var aðal málið með pöntuninni var algerlega dauð. En þetta var nú ekki alger sóun, fyrir það fyrsta komst ég að því að það er ekki mikið mál að panta plöntur að utan (þó þær beri 30% toll) , í öðru lagi að panta ekki aftur frá seljanda sem býður ekki upp á hraðsendingar og í þriðja lagi slapp nú eitthvað af plöntunum lifandi (tórandi) til mín (fyrir 4500 krónur alls).
Búrið er þó ósköp óskipulagt og ruslaralegt ennþá, plönturnar sem settar eru fyrir mitt búr eru þær sem þurfa einvern tíma til að taka við sér, en flestar plönturnar líta þó ferlega út enn sem komið er.
Image

Image

Annars er bara að bíða eftir að þetta fari að taka eitthvað við sér og spretta eitthvað. Vöxturinn búinn að vera góður í egeriunni, Ceratophyllum er búin að vaxa eins og arfi og Hygrophilan líka, dágóður slatti af þeim grysjaður áður en þessar myndir voru teknar, ætla þó ekki að losa mig við egeriuna og ceratophyllum fyrr en að aðrar plöntur fara að taka eitthvað við sér.

Annars festi ég kaup á 4 YoYo bótíum í dag og mun ná í slatta af rummy-nose tetrum og fleiri demanta tetrum um helgina, þá verður allavegana fánan orðin sæmileg í búrinu.
Vona að ég geti póstað updeiti með sæmilegum plöntum fljótlega.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú verður væntanlega ekki lengi að koma þeim til.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ljótt helvíti, náði mér í 16 rummy nose tetrur, og þær komnar með Ich. Langt síðan maður hefur fengið að díla við það helvíti. hvaða lyfi mæliði með? þarf þó að vera plöntusafe, og svo er ég náttúrulega með 4 YoYo bótíur til að bæta gráu ofan á svart !$&%!#%#
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eru lyfin ekki flest plöntusave ? Er ekki bara málið að nota bara smá slettu af lyfinu og hækka hitan ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég er búinn að skrúfa upp í hitanum í átt að 30°c, veit ekki alveg hvað ég þori að salta mikið vegna plantnanna.
Hefur annars einhvern heyrt um lyfið ICH-attack?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Smá update, tókst að losna við Ich án mikilla vandræða, hækkaði hitann upp í 31 °c í 3 daga og setti hálfan skammt af sera costapur held ég að það hafi verið í búrið, losnaði við þetta án fórnarlamba, var soldið hræddur um YoYo bótíurnar.

Hef síðan verið í nokkrum vandræðum með að leysa CO2 upp í vatnið þar sem að kolsýruflæðið er nokkuð hratt og reactorinn sem ég var með áður var og lítill og það byggðist upp loftvasi í honum.
Ég réðst því í að smíða nýjan,
Image
Á þessum er túða (efst hæra megin) sem losar loftvasann úr reactornum og leiðir kolsýruna sem nær ekki að leysast upp aftur inn í búirið og í inntakið á tunnudælunni. Þessi er að virka fínt og ég sé ekki betur en að mér takist að leysa upp allavega 3 kolsýruloftbólur á sekúndu með þessari aðferð, hef ekki prófað að hækka flæðið meira en það.
Síðan er bara að vona að þetta hafi þau áhrif að vöxturinn verði enn betri og minnki eitthvað þörungavöxt, sem hefur verið svolítið að angra mig.
4 myndir af búrinu, þær eru reyndar ca. 10 daga gamlar, nennti ekki að taka nýjar myndir, en þær koma vonandi fljótlega.

Image

Image

Image

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Smá Jólaupdate. Allt þó með kyrrum kjörum í búrinu, vöxturinn að aukast, kolsýran að aukast og þörungurinn smám sama víkur. Þarf þó enn að fá meiri vöst í sumar plönturnar og bíð spenntur eftir að fá Glosostigmu.

Sérstakar þakkir fær Tommi fyrir að nenna að henda nokkrum plöntum í mig þegar hann kom suður, sorry Tommi, en ég gafst upp á Ricciunni.

Image

Image

Image

Image
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þetta er að verða reglulega flott hjá þér. :wink:
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Þetta er að verða betra og betra. Ég skil þig alveg að hafa gefist upp á Riccia fluitans. Það er svo erfitt að festa þessa plöntu. Mér sýnist Echinodorus tenelllus vera að vaxa nokkuð vel hjá þér.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Já húbn sprettur nokkuð hratt, það hefur bara einhver hárþörungur verið að þvælast í henni.
Lotusinn hefur líka verið að vaxa vel, alveg ótrúlegt hvað blöðin verða stór á þessari plöntu.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Smá meiri flóra komin í plönturnar og helvíti langt síðan ég hef póstað á þráðinn, enda hefur svosem ekki verið margt spennandi að gerast, búinn að vera latur við að dekra við búrið.
Bestu fréttirnar eru þó þær að ég var mér loksins út um Glossostigmu þökk sé dýragarðsmönnum. Ég er nýbúinn að planta henni, þannig að hún er ekki búin að mynda neina þekju strax.

Image

Annað nokkuð merkilegt er að mér tókst að drepa Hygrophilu difformis, sem á nú að vera frekar erfitt að gera. Ég veit satt best að segja ekki hvernig ég fór að því, en aðrar mun viðkvæmari plöntur lifðu góðu lífi á sama tíma..... ætli ég hafi bara ekki verið of djarfur í að klippa hana niður.
Hér við hliðina á lótusnum má sjá skemmtilega plöntu sem ég fékk líka í dýragarðinum, Lysimachia nummularia 'aurea', mjög hrifinn af henni.

Image

Og svo þriðja plantan sem ég fékk hjá þeim, Eustralis stellata, mjög falleg planta sem mig hefur lengi langað til að eignast.

Image

Svo fylgja þrjár yfirlitsmyndir af búrinu eins og það er í dag.

Image

Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er fallegt hjá þér búrið Sven, skemmtilegt þegar eru svona litir í gróðrinum.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Virkilega flott búr :góður:
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þetta er klárlega það sem ég geri næst.
Gróðurbúr. :wink:
Þetta verður bara flottara hjá þér :)
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Æðislega fallegt.. ég er nýbúin að kynnast því að vera með lifandi góður.. það er alveg jafn gaman og að hafa fiskana.. svo gaman að sjá allt þetta fallega líf..
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Takk takk, mér finnst gróðurinn mjög skemmtilegur, en þetta er talsverð vinna og þolinmæði. Þörungurinn getur algerlega gert mann bilaðann á köflum.
Ég er ekki alveg laus við þörung úr þessu búri ennþá og ég er ekki alveg nógu sáttur við hversu fljótt það sest þörungur á eldir blöðin á plöntunum, held að það ætti þó að lagast þegar ég næ að láta þessar plöntur sem eru í búrinu vaxa meira og svelta þá þörunginn alveg.
Jennsla
Posts: 6
Joined: 02 Sep 2008, 23:12

Post by Jennsla »

Þetta er æðislega fallegt búr hjá þér!!

Ég hef aldrei átt fiska en er að spá í að fara fá mér 90L búr...nema hvað ég kann ekki neitt á þetta. hehe :P
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Sven wrote: Image
hvað heitir þessi fagra rauðleita planta hjá þér, með stóru laufin? ofsalega falleg :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þetta er lótus.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Langt um liðað síðan ég póstaði einhverju inn á þennan þráð. Glossostigman drapst því miður eftir bakteríu-þörungs vesen, en hetjurnar í Dýragarðinum redda því vonandi fljótlega.
Nokkrar myndir.
Image

Image

Image

Image

Image
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Búrið lítur mjög vel út hjá þér.
Post Reply