***Búrin mín - BRYNJA ***

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það ru nokkrir fiskar sem éta þetta, afrísku sikliðurnar háma þetta í sig ef þær eru fóðraðar sparlega.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

jæja.. "smá" fréttir úr búrinu...

*humramamman er farin á stjá en börnin eru hvergi sjáanleg.. svo að þau eru orðin að snakki...

*Convictarnir...
þann 29. sáum við fyrst seiði hjá þeim...
og þessa mynd tók ég.. ekki góð en hún sýnir samt seiðahrúguna.
Image

Svo á gamlársdag voru þau komin með þau útúr hellinum og voru litlu krílin að synda utan á róttinni..
Image
Imagepabbinn að passa börnin..
Image
Image

En á nýjársmorgnun voru engin seiði lengur... búið að éta öll og mamman leit svona út...
Image
Image

Svo að það var nú aldeilis ekki nýársgleði í búrinu hjá okkur...
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

úfff ömurlegt :?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sú hefur tekið á því!
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

úúúff :(.. hræææðilegt :(
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Já mér datt í hug að hún hafi verið að reka humramömmuna í burtu og hún hafi klipið aðeins í vörina á Conv.kerlu...
Rétt áður en ég tók þessar myndir þá var lafandi biti úr vörinni.. svo að já það hefur veri smá "Battle" í búrinu...

Ekki skemmtilegt.. Dóttur minni fannst þetta ekki gaman.. var sko að segja öllum að það væru komin börn í búrið.. en það koma pottþétt fleiri.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Karlinn hefur líklega tekið kerluna í karphúsið... hún ætti alveg að braggast.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

uss uss... þessir karlmenn! hann er líka mikið minni en hún...
lítill naggur sem rífur bara kjaft ( reyndar hennar kjaft )
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Hún virðist hafa skaddast eitthvað á auga líka. Ég hef séð hvorttveggja á mínum fiskum og þeir hafa braggast.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Já hún hefur líka eitthvað laskast á auganu.. svo að greyjið er frekar svona tuskuleg.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vörin vex þó líklega ekki aftur. Hún ætti ekki samt ekki að vera í neinum vandræðum með að éta þótt það vanti smá í vörina :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér þykir líklegt að humarinn eigi sök á vörinni, ég held að hann sé sá eini í búrinu sem geti gert svona sár.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Já mig grunar mest humarinn og ég held að ég verði að fara að koma honum í ættleiðingu annarstaðar... eða þeim tveim.. þeir eru víst bara 2 eftir af 4.

Þyrfti að dunda mér við að ná þeim og setja þá í pínulítið búr sem ég á.. og fara svo með þá í bíltúr í Hafnarfjörð eða finna einhverja sem myndu vilja eiga þá...
töff skepnur en andskoti leiðinlegar í sambúð.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvíta convict kerlan mín varð eitt sinn svona illa útleikin, kannski ekki alveg eins slæm og þín en annað augað var alveg í druslum og kjafturinn var í tætlum, hún er fín í dag.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í þessu blessaða búri okkar..

*Ég lét verða af því að gefa humrana góðum vini mínum og er því laus við þá terrorista.. :shock: Ofsalega fegin.
Þá kannski fer ég að sjá seiði og heila fiska eða hvað...

*Humrarnir átu heilan Synodontus fyrir áramót og voru skilin eftir nokkur velhreinsuð bein í búrinu..
Ég var svosem ekkert að stressa mig á því að taka beinin uppúr búrinu og mér hefndist heldur betur fyrir það..

*Annar Red Terrorinn hélt að hann gæti gleypt eitt af þessum beinum í heilu lagi..

Og það festist í kjaftinum á honum, þannig að það stóð útúr honum.
Við reyndum í nokkra daga að ná honum til að fjarlægja beinið, En það var ekkert smá erfitt að ná honum, því að hann var mjög næmur á það þegar við nálguðumst búrið og var hann ekki lengi að fela sig.
En eitthvað varð að gera því hann gat ekkert étið og var hann farinn að hanga útí horni og stefndi allt á versta veg.. :?

En svo tókum við okkur til í gærkveldi eftir að krakkaormarnir voru sofnaðir og tókum ofan af búrinu og ætluðum ekki að hætta fyrr en við myndum ná fiskinum...
Það tókst að lokum og tók ég greyjið í hendina og mjakaði beininu útúr honum.. það var mjög vandasamt verk því að beinið var eins og öngll og var búið að stingast út í gegnum munnvikið á honum.. en það tókst að lokum og leið mér eins og ég hefði verið að bjarga mannslífi, þvílíkur var léttirinn.
Svo eftir allt þetta slökktum við ljósin í búrinu til að hvíla hann því að hann var rosalega klemdur og stressaður eftir þetta allt saman...
Svo í morgun þá var eins og ekkert hefði gerst.. Alveg eldhress og borðaði eins og hross :D

Hérna koma nokkrar myndir af "Hr. Beina"... og hundabeininu hans


Image
Image
Image
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

þau geta verið nokkuð skæð þessi kattfiskabein. :?
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Veit það núna... :roll:
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

Flott búr hjá þér :D
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Á, það hefur verið ömurlegt að sjá fiskinn svona.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Mozart,Felix og Rocky wrote:Flott búr hjá þér :D
takk takk :)

Ásta wrote:Á, það hefur verið ömurlegt að sjá fiskinn svona.
já það vantaði ekki mikið upp á að hann myndi drepast.. hann var með þetta upp í sér í nokkra daga... og greyjinu leið ekki vel og borðaði ekkert.
Ég var svo ánægð með mig að geta bjargað honum, ég hef nefnilega ekki verið mikið fyrir það að vera að handleika fiskana.. en þarna hélt ég á honum og bjargaði honum...
Eins og ég sagði áður... mér leið eins og ég hefði bjargað mannslífi :lol:

Ég litla konan er sko alltaf að verða duglegri að koma við kvikindin hehe..
Ekkert smá stolt... ég veit að Meistararnir hérna inni hlægja örugglega af mér... :oops:

líka pínu kjánalegt að ég sem hef átt hesta og crazy hunda að ég skuli vera pínu skellkuð við þessa litlu fiska..
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Jæja.. þá hefur heldur betur fjölgað í fjölskyldunni..

Við keyptum á tombóluverði 125 lítra Juwel hjá Guðmundi.. og heila hrúgu af fiskum.. ég á eftir að telja þá og finna öll nofnin á þá...

Við fengum smá bónus með búrinu.. og við eiginlega skiljum ekki hvernig það var hægt..
málið var það að við tókum allan sandinn upp úr búrinu og skoluðum í sturtunni.. við vorum með box í sturtunni og eitthvað drasl... við settum sandinn í búrið og svo var Róbert að skola hvítu fílterana í sturtunni þegar hann sér sprelllifandi fisk í sturtubotninum.. ég stekk inn á bað með háf og næ kvikindinu.. þetta var Bótía :shock: :D
honum fannst eins og hún hafi komið úr fílterunum en við eiginlega vitum ekki hvaðan hún kom.. samt pottþétt úr sandinum.
Grafa þær sig ofan í sandinn og fela sig?


En allavega þá koma myndir hérna..

Búrið komið inn úr snjónum..
Image

Hrafninn að hjálpa
Image

eftir að hafa þrifið næstum allt draslið var ekkert annað en að setja vatn í dallinn
Image

jæja fyrstu fiskarnir að fara í .. Convict par.
Image

Allir íbúarnir komnir í búrið... voða litlir greyjin
Image

íbúatölur...
man ekki nafnið á þessum
Image

þessi var útundan í stóra búrinu og var hann fluttur yfir til stubbanna
Image

nýr Convict karl
Image
litla konan hans..
Image

litli Jack..
Image

litla ljósa Convict kjéllíngin..
Image
og kallinn hennar..
Image

Salvini..
Image

baby nigaraguensis..
Image
Image

kem með betri upptalningu síðar..

bótíu bónusinn...
Image
Last edited by Brynja on 27 Jan 2008, 02:26, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Laglegt. Þessi feluleikur er algengur hjá bótíum og fleiri fiskum. Bótíur grafa sig oft í sandinn og sjást ekki dögum saman. Þessi hefur samt verið extra flink því ég var búinn að róta talsvert í þessu búri og vissi ekki af henni. :)

Fiskarnir sem nafnið vantar á eru að mér sýnist Herotilapia multispinosa.
Þeir eiga eftir að verða einstaklega fallegir og eru kallaðir regnbogasikliður. Þeir verða ekki stórir og henta vel í þetta búr.
Hér er góð grein um þá,
http://www.cichlid-forum.com/articles/h ... pinosa.php
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Takk takk Vargur!.. vissi að ég gæti treist á snilli þína :wink:

já við erum ekki að skilja þetta með þessa Bótíu.. Ég byrjaði á því að sigta næstum allan sandinn og skola, svo tór Róbert restina og sturtaði svo úr búrinu í sturtuna... skil ekki hvernig hún hefur farið framhjá okkur í öllu þessum hræring með sandinn"

en hún er allavega ofsa hress hérna hjá okkur.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Til hamingju með nýja búrið :D
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Úúú til hamingju með nýja búrið.
Þetta á eftir að verða flott :wink:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Takk stelpur.. þetta er rosa spennandi :)
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

nú nú bara bótía í kaupbæti hehe
annar sem fékk 125 ltr búr á sama tíma
setti það upp hreinsaði sandinn og setti fiska í hringdi hálf undrandi áðan og sagði að það væri 60 cm áll í búrinu sínu
litla greyið ( 60 cm ) hafði náð að fela sig trúlegast í dælunni og kom svo allt í einu upp og horfði ánægður á hóp af tetrum og litlum smáfiskum og var byrjaður á hlaðborðinu þegar eigandinn sá hann og veiddi uppúr
þannig að þú fékst bara titt miðað við hinn
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fínir fiskar! :)


Sýnist að röndóttu convictarnir gætu verið 2 kerlingar... Finnst vera full mikill litur í þessum á efri myndinni til að geta verið karl. Ætti að koma í ljós fljótlega :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Gudmundur wrote:nú nú bara bótía í kaupbæti hehe
annar sem fékk 125 ltr búr á sama tíma
setti það upp hreinsaði sandinn og setti fiska í hringdi hálf undrandi áðan og sagði að það væri 60 cm áll í búrinu sínu
litla greyið ( 60 cm ) hafði náð að fela sig trúlegast í dælunni og kom svo allt í einu upp og horfði ánægður á hóp af tetrum og litlum smáfiskum og var byrjaður á hlaðborðinu þegar eigandinn sá hann og veiddi uppúr
þannig að þú fékst bara titt miðað við hinn
Vá... :lol: ég hefði sko orðið pínu hrædd ef ég hefði séð svona "Anacondu" í búrinu hjá okkur... :shock:
Hjúkk að það var bara lítil sæt Bótía hjá okkur, skemmtileg viðbót.

Takk kærlega fyrir okkur Guðmundur, við erum ofsalega ánægð með þessi frábæru kaup!!! :D
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

keli wrote:Fínir fiskar! :)

Sýnist að röndóttu convictarnir gætu verið 2 kerlingar... Finnst vera full mikill litur í þessum á efri myndinni til að geta verið karl. Ætti að koma í ljós fljótlega :)

Það kemur í ljós.. annars er hann mikið daufarari í "real life"
Við erum með Convict kerlu í 400L og hún er allt öðruvísi enn þessi, miklu meiri litir í henni. :wink:
Post Reply