Gróðurbúr Guðrúnar!

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Takk ásta! :takk: maður er smá þunglyndur þessa dagana!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er auðvitað grautfúlt að missa svona dýra fiska, ég lenti aldeilis í því nokkrum sinnum.
Ef þú ert ákveðin í að halda áfram girðir þú bara í brók og bíður þangað til þú finnur falleg (og ódýr) eintök.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

nú er ég búin að búa til nýjan þráð um diskusana, og er komin með nýtt verkefni.. 18 lítra nanó....

Image

ef einhver á svona lítinn fiskabúralampa með flúorperu og vill losna við hann endilega tala við mig!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Skemmtileg tilraun.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skemmtilegt.
Nú rifjast upp nanó dæmið hjá okkur í félaginu. Við þurfum að koma því í gang.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þú varst nú með eitthvað svona lítið í eldhúsinu.... með hálfétnum gullfisk og humar ef mig minnir rétt??
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

haha :oops: gullfisknum verður bjargað þaðan á næstu dögum, þetta var bara til gamans gert, alls ekki til frambúðar :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

gudrungd wrote: ef einhver á svona lítinn fiskabúralampa með flúorperu og vill losna við hann endilega tala við mig!
Hvað er fiskabúralampi?

Hvernig væri annars að skella sér í IKEA og fá sér spar peru eða 2. Skrúfast í venjuleg perustæði en eru í raun flúrperur. Gerist ekki auðveldara né ódýrara?

Spara spara.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Spar perurnar eru nú til hvar sem er, ekki bara ikea... T.d. minnir mig að einhverjar philips sparperur væru ansi nálægt 7þús kelvinum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

fiskabúralampi er með svona praktískri klemmu til að festa við fiskabúrið! ég er með gróðurperu núna... maður fær svo litlar upplýsingar um kelvinið á perum :shock:
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

keli wrote:Spar perurnar eru nú til hvar sem er, ekki bara ikea... T.d. minnir mig að einhverjar philips sparperur væru ansi nálægt 7þús kelvinum.
Hef bara ekki séð þær ódýrari en þar....
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

jæja smá uppfærsla.... það hefur orðið eðlileg þróun í búrinu, ég tók amazonsverðin úr, þau voru orðin svo rosalega stór og liljan er orðin svakaleg, ég klippi hana reglulega niður og er búin að láta nokkuð marga afleggjara af henni. Cabomban fékk að fjúka, það var full vinna að halda henni niðri.

Image

nanobúrið fylltist af þörung en núna eru 4 amanorækjur, 5 cherry red rækjur, 1 endlerkall, 3 kellingar og 5 seiði sem þrífast alveg prýðilega sem komu nokkrum dögum eftir að fiskarnir komu í búrið. Ljósið er arcadia 11w.

Image

eftir að ég grillaði nokkrar rækjur við það að setja nýtt brugg í nanobúrið þá hef ég þann háttinn á að þegar ég set nýtt brugg í stóra búrið færi ég það notaða yfir í litla búrið. þegar ég svo tæmi það þá er það orðið tært og lyktar eins og heimabruggaður bjór! (er marg búin að bjóða kallinum þetta í kreppunni, hann er ekki orðinn nógu blankur ennþá!)

Getur einhver sagt mér hvaða planta þetta er? fékk smá afleggjara með annarri plöntu
Image
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

VÁÁÁ hvað þetta er flott búr
Last edited by Jaguarinn on 01 Nov 2009, 12:41, edited 1 time in total.
:)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvað er nano búrið þitt stórt guðrún? Í lítrum talið þá :P
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

18 lítrar allt, sennilega 15 raunlítrar (takk, Sigurgeir :) )
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Vá geggjað hjá þér kona.
Alveg meiriháttar.
Ég sé það að ég þarf að fara að læra að brugga :lol:
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ótrúlega flott. :góður:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Mjög flott, skemmtilegt project.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér finnst diskusabúrið eitt af því fallegra sem ég hef sér :shock:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvíti virðist hafa tekið sæmilegan vaxtarkipp hjá þér Guðrún :shock:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Takk allir :wub: Já keli, hann keli er mjög sprækur og étur vel! :D
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

rosalega fallegt búrið þitt :D
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

takk fyrir fallegu kommentin :knús1: nú er ég að verða búin með tropica næringuna sem mágkona mín kom með frá Helsinki, það situr verulega þvert í mér að kaupa hana frá Stóraokureinokunarríkinu svo að ég er mikið að pæla að fara í EI kerfið sem hann Hrafnkell sver við. Ég mældi að gamni það sem ég átti test fyrir,

PH 6 - mjög fínt fyrir diskusinn

PO4 0,5 mg/l - ca. helmingur af ásættanlegu magni, þegar ég mældi þetta fyrst í búrinu var ég í miðri þörungasprengju og það mældist 2 - 2,5 mg/l, síðan fór ég að skipta fast um 50% einu sinni í viku.

Co2 20 mg/l - heldur lágt, setti óþarflega mikinn matarsóda í mixið á sunnudaginn... ég fór betlandi til nágrannans þar sem ég var búinn með minn og bað hann um matskeið beint í flöskuna, hann taldi greinilega að meira væri betra! (ok... not the brightest crayon in the box!) það var reyndar athyglisvert að blanda fór áberandi seint af stað, sódinn jafnar greinilega gerjunina áþreyfanlega.

striptest
kh ekki mælanlegt
gh ekki mælanlegt

Nú þarf ég að leggjast aftur í lestur og reyna að skilja hvað það er sem mig vantar í búrið.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

nú er ég búin að fá efnin send frá bandaríkjunum.

plantex csm+b. snefilefni og járn
gh booster, blanda af kalki, magnesíum og fl.
potassium nitrate
potassium phosphate
potassium sulfate
calcium carbonite

magnesium sulfate er kaupanlegt sem epsom salt í heilsub
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

MgSO4 er selt á fáránlegu verði í heilsubúðum, ég keypti það einusinni hjá yggdrasli og geri það aldrei aftur.

Hvernig mælir þú annars ph? Bara út frá sambandi ph og gh?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

er með ph test, hef fylgst vel með því útaf discusunum. ætla að setja gh booster í nanóbúrið, er með amanoleir sem jarðveg, rækjur og gúbbí svo að það veitir ekki af meiri hörku í vatnið þar. ég er búin að liggja yfir formúlum og ráðleggingum, t.d. um hvernig er best að leysa eða ekki leysa upp efnin. ég ætla að setja upp EI kerfi á Discusabúrið og nanóbúrið en setja bara einusinni í viku í gullfiskabúrið (low light og ekkert co2) og þá plantex, magnesíum og potassium sulphate. nitrat og fosfat mælist þar alveg í hámarki.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ertu með aquasoil, eða hvað þetta nú heitir? Hvar fékkstu það, og hvað kostaði þetta?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

fékk þetta notað með nanóbúrinu í Dýragarðinum frá japananum, :) eiginlega eintómt vesen það gruggast svo rosalega af þessu. veit ekki til að neinn selji þetta
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Held að þetta sé notað í flestum tilfellum sem undirlag, svipað og mór.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þetta var í öllum búrunum frá honum bara bert og í alveg 3ja cm lagi. eftir að ég setti fiska í búrið þá hef ég verið að spá að setja sand yfir.
Post Reply