Gróðurbúr Guðrúnar!

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Gróðurbúr Guðrúnar!

Post by gudrungd »

Ég keypti 180 lítra Juwel búr frá Sono og þegar ég var búin að þrífa það, fá nýja filtera pantaða frá Bretlandi og Juwelskáp frá Tjörva þá var því snarlega hent upp í forstofunni. Ég var búin að kaupa Valniseru frá Andra Pogo, Echinodorus tenellus og átti stóra Anubias sem fór í búrið. Eftir miklar pælingar um mó og íslenskan ársand þá tók Gunni í Dýragarðinum af mér ráðin og seldi mér Sera Floradepot og ljósann sand sem var mokaður upp úr sýningarbúri og í framhaldinu slátraði ég á mér bakinu við að bera vatn í búrið. Rosefolian var sett í mjög fljótlega og svo fékk búrið að malla í einhvern tíma með aquastar og daylight perum.

Image

Eftir að hafa reynt mikið að fá spegla fyrir perurnar, fékk hvorki Juwel né aðrar týpur þá endaði með því að ég fór í aðal fiskaverslunina í Helsinki, Helsingin Akvaariokeskus, og fékk spegla, skæri og töng fyrir gróður og þetta fína DIY Co2 sýstem frá Ferplast. Ekkert ódýrara (sérstaklega eins og evran stendur núna) en heldur meira úrval! Þegar ég kom heim eftir 4ra daga ferð þá hafði orðið þörungasprengja í búrinu og ég ákvað að færa SAE fiskana mína yfir og keypti 2 Oto í þrifin. Þeim kemur mjög vel saman og synda um eins og æskufélagar. Ég fékk sendingu frá Malasíu með 3 Enchinodorus amazon, 1 Enchinodorus "Ozelot" og stjörnumosa sem fór beint í búrið. Plönturnar komu blaðlausar en eru strax farnar að sýna líf, síðan fékk ég Limnophilia sessiliflora til að fá aðra áferð og lit í búrið. Ég er komin af stað með Co2 en hef ekki enn mælt til að sjá muninn frá því áður.

Image
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

flott fiskabúr 8) þetta verður svaka flott hjá þér :wink:
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ætla að setja Discus í það eftir sumarfrí!
:P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lítur vel út.
Eru engir fiskar í búrinu núna nema þörungabanarnir ?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ekki ennþá, er að fara út í 2 vikur í lok maí og ætla að kaupa diskus í búrið þegar ég kem heim.:yay: langar í tetruhóp með. Ætla að færa fiðrildasíkliðurnar og sennilega coryinn minn yfir í það og taka 70 lítrana út (segi ég kallinum, held samt að það verði 30 lítrarnir sem fara) :engill: Held að synodontisinn passi betur hitalega séð með gullfiskunum, fer aldrei undir 24°
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

...

Post by eyrunl »

váú þetta er geggjað töff til hamingju með góðann árangur! hlakka til að sjá þegar fiskarnir verða komnir og svona :)
Eyrún Linda
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það eru til flottir, litlir diskar í fiskó :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég sá þá! Fékk slæmann fiðring en verð að halda út þar til ég kem aftur heim, nóg að biðja mömmu að gefa í 2 búr plús kettinum....!
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Komið update! Ég gat ekki hamið mig og skellti öllum íbúum 30 lítranna í stóra búrið. Að auki fékk ég 12 cardinaltetrur í dýragarðinum sem fóru í áðan. Þar með eru íbúarnir sem hér segir:

Hrygnandi Fiðrildasíkliðupar
8 gúbbífiskar
12 cardinaltetrur
2 SAE
2 Oto
1 Synodontis Petricola "Zaire"
1 Eplasnigill

Image

Image

Image

Image
Þessi er ekki mikið fyrir að pósa

Image

Fiskunum virðist líða mjög vel í búrinu, éta allir og fiðrildafrúin syndir fyrir framan glerið eins og hún hafi fattað að þessi væri vön að gefa henni að éta, ég get svarið að hún þekkir mig. Syno sem er ekki vanur að láta mikið sjá sig fílar ræturnar í tætlur en skoðar umhverfið vandlega og ekkert mjög stressaður. Nú er bara að vera rólegur fram í Júní eftir Diskusunum sem eru á planinu!
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

...

Post by pasi »

flott búr :) líst vel á þetta hjá þér... gaman að fylgjast með :) ætlaru að sækja diskusana í handfarangri??
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er flott búr.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég ætla að kaupa diskusana í þeirri verslun hér heima sem ég treysti best, vil ekki byrja með einhver illa farin eintök þó að ég gæti sparað mér einhverjar krónur. Er búin að sjá nokkra í einni búð en leyst ekkert sérstaklega á þá, bæði of litlir og voru alveg ofurstressaðir. Held að það passi heldur ekki þessum fiskum að hristast í 5 klukkutíma flugi í eh nestisboxi, þá er betra að verslunin taki á sig kostnaðinn svo að maður endi ekki með fiska sem þola ekki ferðalagið.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Discusarnir sem eru í fiskó eru einfaldlega of litlir til að selja. Þeir þurfa að vera töluvert stærri finnst mér til þess að það séu góðar líkur á að þeir þoli ferðalag á milli landa og búra.

Jújú, þetta gengur stundum, en líkurnar á að halda discusum á lífi margfaldast eftir að þeir stækka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

..

Post by pasi »

það er einhversstaðar í japan eða kína eða einhvað þá eru fiskarnir settir í poka hvern einasta morgun og eru látnir vera útí glugga allan daginn.. þeir hljóta þá að þola flugferð :p
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Jæja, ég er búin að skreppa í 2ja vikna sumarfrí og þegar ég kom aftur þá hafði bæði gróðurinn og þörungurinn sprungið út! Ég fékk 3 litlar ancistrur sem eru búnar að vera mjög iðnar og klippti Limnophiliuna og rosefoliuna slatta niður. Valnisneran frá Andra sprettur mjög vel en lysimachian hefur nánast kafnað í limnophiliunni, ozelot kom með eitt blað sem síðan gafst upp og Sae fiskarnir tættu stjörnumosann allann niður svo að hann breyttist bara í rusl á botninum á búrinu.

Image

Svona er staðan núna en það eina sem mig vantar er það sem ég er búin að vera að undirbúa allan tímann...... Discusana!
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

mjög fallegt hjá þér
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

virkilega flott búr hjá þér, finnst fiðrilda síklíðurnar mjög fallegar. hlakka til að sjá diskusa fara i þetta búr. :wink:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Nú er mikið búið að gerast í búrinu. Ég reif juweldæluna úr og setti eheim 2224 í staðinn, sést hvað fiskarnir nýttu lítið svæðið í kringum dæluna. Búrið er komið á sinn heiðursstaði í stofunni og aðalíbúarnir loksins komnir..

Image

Image


Í búrinu eru þarmeð:
2 rose red discus
2 blue turquise discus
1 pigeon blood
1 stór cobalt blue
fiðrildasíkliðupar
12 cardinalatetrur
ancistrus, sae og oto í hreingerningarstörfum
Synodontis pertricola
Eplasnigill
Last edited by gudrungd on 21 Jul 2008, 16:28, edited 1 time in total.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Hrikalega flott.
Og verður vonandi bara skemmtilegra.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Glæsilegt búr og enn fallegara að sjá með eigin augum!
Það er amk fallegra en það nokkurn tíma var hér heima, þetta er gamla búrið okkar :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Takk! :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Vá rosalega er búrið flott hjá þér ;) gaman að sjá breytinguna frá fyrstu myndinni og svo þessum síðustu :)
200L Green terror búr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta eru falleg eintök sem þú hefur fengið og búrið lítur stórglæsilega út.
Til hamingju með þetta.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

úff vá þetta er glæsilegt! :wub:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Takk allir! :) :oops: :) mér tókst ekki að setja allar myndirnar sem ég ætlaði, hér eru nokkrar í viðbót.

Image

Image

Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég sé fyrir mér að í framtíðinni væri óráðlegt að setja of mikið af fiskum þarna og því síður stóra fiska, svona fyrir utan diskusana. Þetta er nefnilega svo fallegt búr, fyrir utan fiskana.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sjúúúúúklega fallegir, það liggur við að ég öfundi þig.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Það stendur ekki til að fjölga fiskum í búrinu, fullskipað að mínu mati... ég reyndar ætlaði frekar að taka litla fiska, en þessi stóri blái...... ég gat bara ekki staðist hann!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Flottir fiskar - red rose eiga eftir að vera flottir ef þú treður í þá mat :)

Hérna er minn, kom í sömu sendingu og þínir:
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

oooooo vááááá´hvað búrið þitt er flott :D :D og diskusarnir eru geðveikir!!
Post Reply