Gróðurbúr Guðrúnar!

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Bjó til heimagums, fer vel í þá! Nautshjarta, þorskur, spínat, hvítlaukur, spirulina og lecithin... stolið og stílfært frá dphnet, hollenskri discusaheimasíðu. Var aðeins hrædd um að það myndi menga búrið en mér sýnist ekki. Kemur ekkert ský af bitunum þegar þeir leysast í sundur. Ég gerði síðan Nauta- og hvítlauksmix eftir ráðleggingum Kela, ætla að nota það spari!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

alveg sjúklega flott hjá þér! má ég spurja hvaar þú fékkst þessi gæða eintök? :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Allt úr dýragarðinum! 5 eru frá þeim sama (Óla?) sem var að flytja og ákvað að skila inn fiskunum sínum, þessum bláa var skipt út fyrir villtan, veit ekki hvaðan hann kom, ég bara datt inn um dyrnar á réttum tíma. (mætti halda að ég væri alltaf þarna! *hóst*) Voru allir forvitnir og sprækir alveg frá upphafi, éta eins og égveitekkihvað og berjast um bitana og vita greinilega hver gefur þeim!
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Smá uppdate... fiðrildasíkliðukerlingin mín gaf upp öndina í kvöld, hélt hún væri að fara að hrygna en var svo lögst á botninn þegar ég kom heim í dag og var svo dauð í kvöld :cry: diskusarnir eru troðnir út, 2svar á dag þurrfóður með sjálfvirkum, rétt passlega svo að það nær nánast ekkert á botninn og einu sinni hjartamix, þeir fá að éta úr hendinni á mér á meðan þeir eru sársvangir og það eru slagsmál! Eins og sést á myndunum þá gef ég vinstra megin í horninu!
Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

:shock: usss.. þeir eru svooo flottir!! nuna finnst mér búrið mitt ekkert flott þegar ég horfi á þitt :oops: :P
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

8) :góður:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Lindared wrote::shock: usss.. þeir eru svooo flottir!! nuna finnst mér búrið mitt ekkert flott þegar ég horfi á þitt :oops: :P
Ekkert svona góða mín! þú ert með eitt af flottustu búrunum hér á spjallinu þó víða væri leitað! :P

þessi kom óvart með mér heim um daginn, langminnstur og soldið feiminn ennþá, verst að mér finnst hann ekki nógu duglegur að éta!
Image
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Sæl Guðrún

Þetta með þann minsta er svona lika hjá mér en ég er með 11 stykki og einn þeirra heldur sér nánast alltaf til hlés enda minstur og er ekkert sérstaklega duglegur að borða en étur þó, gæti verið tengt goggunarröðini hjá sikliðum.


Þeir eru vitlausir i nautshjartað sem þú útvegaðir.
Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Almáttugur hvað fiskarnir eru glæsilegir hjá þér Guðrún!
-gangi þér vel :)
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Alger gullmoli þessi ljósi.
Flottir fiskar og snyrtilegt búr.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ef að ég hef verið með einhverjar dauðar lýs í hausnum þá duttu þær allar úr þegar ég kom heim úr vinnunni í dag. Haldið þið ekki að það sé komið par í búrið hjá mér. :vá: :wub:

Image
afsakið myndgæðin en ég þurfti að taka myndina í 30° horni við glerið.

Ég veit að það er ekki séns að þau komi þessu upp (veit ekki einusinni hvort er hvað) en þetta er hrikalega krúttlegt!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

gudrungd wrote: Ekkert svona góða mín! þú ert með eitt af flottustu búrunum hér á spjallinu þó víða væri leitað! :P
takk guðrún :)

til hamingju með hrognin :mrgreen:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Þetta er stórglæsilegt og mjög gaman að fylgjast með!

En (hóst hóst), hvað varð um GRÓÐURumfjöllunina ;)
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

:oops: er þetta ekki glæsilegt amazonsverð sem þau hrygndu á? :oops:
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Til að halda við gróðurumfjölluninni... :) ég er að lenda í smá þörungavandamáli.... sýnist á öllu að það sé silkiþörungur eftir frábærri vefsíðu sem hefur verið vísað á hér á spjallinu. Amazonsverðin eru með helling af "hárum" og slatti á öðrum plöntum. Mér skilst að þetta tengist helst því að það sé of mikið fosfat, og verandi fiskanörd dauðans þurfti ég að sjálfsögðu að mæla! (testið kostar yfir 3000kall )Niðurstaðan var ca. mitt á milli 2 mg og 5 mg/l sem er allt of mikið. Ég hef gert u.þ.b. 20% vatnsskipti og ryksugað botninn á 5 - 7 daga fresti en gef líka mjög vel til að halda vextinum á discusunum í hámarki. Hrognin eru horfin svo að ég þarf ekki að stressa mig á því og ætla að gera stór vatnsskipti á morgun.
Last edited by gudrungd on 29 Aug 2008, 23:45, edited 1 time in total.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Fosfat er ekkert "way off", þeir sem nota Estimative Index aðferðina (sbr. undirritaðan) til að reka gróðurbúr stefna að fosfatstyrk (PO4) milli 1-3ppm.

Mér skilst á plöntugúrúunum á BarrReport.com að fosfatmælitestin séu sérlega ónákvæm.

Er eitthvað meiri vinna fyrir þig að gera 50% vatnsskipti alltaf?

Þetta er ekki Staghorn/hárþræðir? Myndi næstum búast við þeim í búri sem hefur mikið fóðurálag og lágt CO2. Getur verið að blöðin á amazon sverðinu séu að skemmast og "leka" næringu?

Gangi þér vel að ráða niðurlögum þessa þörungs. Spáðu í EI aðferðina sem leið í því :)
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ok það munar ekki miklu að gera 50%.... (smá þrælkun á kallinum!) CO2 er ekki nægilegt.. er með svona heimabruggdæmi og það er varla til þess að tala um það, ég sé ekki beinar skemmdir á amazon og ég sá þetta fyrst á rosefolia en miklu minna.... takk fyrir inpúttið.. ég leggst yfir upplýsingarnar! :whiped:
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Flestir grúskarar í þessu eru reyndar á því að fosfat ýti ekki undir þörunga nema í einhverju fáránlegu magni.
Ég hef verið með fosfat nálægt 5ppm án þörungs, það var reyndar of hátt og í framhaldinu minnkaði ég aðeins fosfat skammtinn.
En annars er talið að fostfat sé ein besta leiðin til að halda grænum blettaþörungi í lágmarki (Green spot algae)
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég hef verið að skoða EI systemið.... Ég gerði 50% vatnsskipti og setti alvöru heimabrugg á kútinn, ekki þetta sem fylgir með.... það er svo stabílt að það helst í ca 6mg/líter :? ég hef áður sett eftir þinni uppskrift held ég Hrafnkell, vatn, sykur, ger, matarsódi og maltextrakt, og gerði það núna. Varð reyndar svo kraftmikið að það frussaðist upp í gegnum dropaglasið, einstreymislokann og inn í dreifarann! :shock: ég var sem betur fer að horfa á búrið þegar þetta gerðist og reif lokið af brúsanum og allt úr sambandi! Ég lét þetta jafna sig til þar til daginn eftir og er búið að vera passlegt síðan.

Mælingar núna:
Co2 ca 26mg/líter
Po4 um 2mg/líter
No3 um 20mg/líter (orðið of hátt fyrir fiskana að mínu mati)

Ef ég skil EI rétt snýst þetta um að halda næringu í algjöru hámarki en koma í veg fyrir ofskömmtun með miklum kerfisbundnum vatnsskiptum og í stað þess að vera stanslaust mælandi eins og ég geri :oops: þá treystir maður töflunni. Ég sé að það er ekkert vit til lengdar í heimabrugginu, þessar sveiflur í Co2 eru örugglega ekki góðar fyrir í fyrsta lagi fiskana (samhliða ph sveiflur) og ekki plönturnar heldur eða hvað?
Fe og K hef ég ekki mælt og eftir því sem mér sýnist á Barr Report síðunni hefur hann mesta trú á að Kalíumið hafi eh beint að segja með þörunginn þó að það séu ekki til neinar skyndilausnir :moping:
Það er augljóst fyrir mig að gera ör vatnsskipti með þessa fiska og þetta mikið fóðurálag, mér hefur fundist botninn vera orðinn sóðalegur eftir 5 daga (úrgangur ekki óétinn matur) en ég hef ekki verið nógu dugleg að fylgja eftir með næringu. Po4 og No3 kemur nánast af sjálfu sér með fóðri og kúk + Co2, hvað myndu þið ráðleggja mér til að ná jafnvægi?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Mælingar núna:
Co2 ca 26mg/líter
Po4 um 2mg/líter
No3 um 20mg/líter (orðið of hátt fyrir fiskana að mínu mati)
No3 á að vera alveg óhætt fyrir fiska mun hærra en 20mg/líter. Þekki svosem Diskusa ekki....
Ef ég skil EI rétt snýst þetta um að halda næringu í algjöru hámarki en koma í veg fyrir ofskömmtun með miklum kerfisbundnum vatnsskiptum og í stað þess að vera stanslaust mælandi eins og ég geri :oops: þá treystir maður töflunni.
Í grundvallaratriðum rétt en ég myndi orða það þannig að maður skammtar bara þá næringu sem maður vill hafa. Það er hægt að sýna fram á það stærðfræðilega að ef þú skiptir um 50% af vatninu vikulega og gefur sama næringarskammtinn vikulega þá er alveg öruggt að styrkur næringarefnanna verður aldrei meira en 2x það sem þú skammtar. Það er meiri nákvæmni en flest mælikit gefa.
Það er alveg hægt að gefa litla næringu skv. EI kerfinu ef það á við s.s. í ljóslitlum, CO2 litlum búrum.
Ég sé að það er ekkert vit til lengdar í heimabrugginu, þessar sveiflur í Co2 eru örugglega ekki góðar fyrir í fyrsta lagi fiskana (samhliða ph sveiflur)og ekki plönturnar heldur eða hvað?
Þu ert sjálfsagt með stærra búr en ég en heimabruggið dugar sko alveg hér. Ég er með ca 30ppm af CO2 og plönturnar æða áfram í vexti. Búrið hér er 120L. Sveiflur í CO2 eru eins og þú segir stærsti ókostur brugg-CO2 aðferða. Ég skipti um brugg á 5 daga fresti til að halda CO2 stöðugu. STöðugleika má líka fá fram með fleiri en einni bruggflösku sem skipt er á til skiptis osfr.

Sveiflur í CO2 styrk hafa hvetjandi áhrif á vöxt ákv. þörunga s.s. hárbrúska-þörungs (BBA). Ég hef séð það en eftir ég fór að skipta um brugg á 5 daga fresti er það horfið.
Fe og K hef ég ekki mælt og eftir því sem mér sýnist á Barr Report síðunni hefur hann mesta trú á að Kalíumið hafi eh beint að segja með þörunginn þó að það séu ekki til neinar skyndilausnir
Fe tilheyrir snefil-næringarefnum en K er í meira magni.
Fe er mælanlegt en það þarf mun fleiri snefil næringarefni en það. Styrkur Fe er oft látin tákna ætlaðan styrk hinna snefilefnanna.


Það er augljóst fyrir mig að gera ör vatnsskipti með þessa fiska og þetta mikið fóðurálag,... Po4 og No3 kemur nánast af sjálfu sér með fóðri og kúk + Co2, hvað myndu þið ráðleggja mér til að ná jafnvægi?
Gefurðu einhverja snefilefna næringu? Ef ekki væri það næsta skref ef þú villt ekki full-EI væða búrið.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Hef notað Tetra Plantamin, engar raunverulega upplýsingar á flöskunni :?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

uss, þá mæli ég mikið frekar með E1, þetta tilbúna gróðurnæringardæmi sem er selt í gæludýraverslununum er líka alveg skelfilega dýrt og sérstaklega fyrir stærri búr
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

sono

Post by sono »

þetta er svakalega flott búr hjá þér !!!
250 litra sjávarbúr
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Takk sono! :) búrið frá þér! hvað er þetta E1, Sven?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Jæja... nú er ég búin að grisja mjög harkalega í búrinu. Ég er búin að keyra upp co2 með þéttu heimabruggi, 50% vatnsskipti á 5 -7 daga fresti og fullur skammtur af næringu en það var svo mikill þörungavöxtur (sá að þetta var staghorn eins og Hrafnkell taldi þegar hann óx meira og fór að kvísla sig) að ég ákvað núna að grisja almennilega. Ég reif upp alla enchinodorus tennellus, (allur loðinn) klippti blöðin af amazon sverðinu og rosefloriunni sem voru með þörungi á, klippti niður sessilifloriuna og tók slatta af stærstu valisnerunni. Ég er búin að myrða slatta af sniglabörnum í leiðinni sem hafa fylgt með hinum og þessum plöntum í gegnum tíðina. Ég er ekki farin að sjá fyrir þennan þörungaansk*** ennþá en er að vona að þurfa ekki að endurnýja allar plöntur :shock: ! Ryksugun og 50% vatnsskipti á morgun!
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ég skýt á að þörungurinn sé sífellt að angra þig út af óstöðugu co2. ertu með fleiri en eina flösku í gangi í einu til að reyna að halda flæðinu stöðugu?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Hvað ertu með mikla lýsingu annars Guðrún?

Margt batnaði hjá mér þegar ég jók lýsinguna umfram það sem fylgdi með Juwel ljósastæðunni.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég er með orginal juwel T8 og spegla, var að spá í að kaupa T5, það ætti að vera slatta meira ljósmagn, 2x45 wött í stað 2x30. Er ekki 0,5 wött/líter ekki það sem er mælt með?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Þú ert s.s. með 2x30 W í 180L? Það gera 60/180 = 1/3 W/L sem er í minni kanntinum. Þú þarft að gera ráð fyrir því í gróðurmálum að draga úr næringu miðað við þetta. Ef þú ert að hugsa um EI þá eru tölurnar þar venjulega miðaðar við 0,75-1 W/L (held ég).
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þú ert nú ekki heldur með mjög ljósfrekar plöntur, þannig að t5 lýsing mundi skila mun betri lýsingu. Svo er þessi W/l þumalputtaregla svolítið miðuð út frá T8 perum, og því þarf yfirleitt færri vött af t5 lýsingu.
Þrátt fyrir það þá yrðir þú að velja low-medium ljósfrekar plöntur með 2*45w t5 perur í þessu búri.
Post Reply