Botia Macracantha

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Botia Macracantha

Post by ~*Vigdís*~ »

Grein sem ég skrifaði 2004, sakar ekki að hafa hana með :D

~*BOTIA MACRACANTHA*~
Image
enn fleiri staðreyndir :roll:
Uppruni: Suðaustur Asía
Stærð:25-30cm
Stærð búrs:180-200lítra
Hitastig:25-29°C
ph:
Fæðuflokkur: Þær eru alætur, því er gott
að hafa fjölbreitta fæðu.

Trúða bótían er einstaklega fallegur og skemmtilegur
fiskur. Þó svo að fyrst um sinn getur hún verið
einstaklega feimin þá lærir hún fjótt á búrið þitt
og fer að njóta sín betur.
Gott er að hafa a.m.k. 5stk til að þær njóti sín til
fullnustu, þær eru félagslyndar og það ber að virða.
Eins og svo margir kattfiskar kjósa þær frekar fíngert undirlag(möl)
svo það auðveldi þeim að grafa sig niður.
Fyrsta reynslan mín á trúðabótíunni var sú að ég sá þær
ALDREI, hélt reyndar að þær væru horfnar yfir móðuna miklu
og hóf leit að líkum eftir einn og hálfan sólahring.
Ég fjarlægði alla steina, plöntur hugsanlega felustaði ALLT
þar til ekkert var eftir nema mölin og syndandi fiskar.
Ég játaði mig sigraða og raðaði aftur búrinu saman.
Viku síðar birtust allar 4 trúðabótíurnar syndandi sælar og glaðar!
Ég klóraði mér mikið í hausnum, en eftir að hafa lesið mér
betur til um þær komst ég að því að þær vita ekkert skemmtilegra
en að grafa sig niður í undirlagið :lol:
Jafnvel ef maður hefur fyrir því væri gaman að setja
upp röra kerfi fyrir þær í botnin :D
Mikið af grjóti og gróðri spillir alls ekki fyrir.
Það er ekki mikið sem þær biðja um til að verða hamingjusamar
og því um að gera að láta það eftir þeim
það er þess virði.
Margir eru að deyfa ljósin fyrir þær og gera svona rómó
stemmingu :lol: ég gerði það ekki.
Enda voru þær lengi í felum fyrst og leið ekkert allt of vel
en þegar þær vöndust birtunni og umhverfinu voru þær
yndislega ófeimnar og líflegar :jump:
Trúða bótían er ótrúlega harðgerður fiskur og þolir flest,
þó er hún sérstaklega viðkvæm fyrir breytingum á
vatnsgæðum og lyfjagjöfum.
Því er mikilvægt að fara sér hægt í lyfin
og skipta litlu vatni í einu og oft.
Eins og fram hefur komið er Trúðabótían eins
og aðrar bótíur, dugleg að éta snigla :D
Sem er óneitanlega kostur í gróðurbúrum ;)
En fólk með eplasnigla verður að vara sig...
snigill er alltaf snigill :lol:
Ég læt þetta duga í bili
Endilega sendið inn meira efni tengt þessari tegund
svo við getum lært meira um þessa yndislegu tegund
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

alveg frábært grein- rosalegt vel upsett :D
Post Reply