Aggi Föndrar.

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Aggi Föndrar.

Post by acoustic »

Jæja keipti gamallt 270lítra Mb búr sem var notað sem salltvatns búr búrið var frekar ógeðslegt þegar ég fékk það heim.
eins og sést á þessum myndum.
20 mai.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Ógeðslegt :æla:
enn ég bretti upp ermar og fór að skafa glerið og allt tilheyrandi og þreif allt draslið.
Image
Image
Voða fínnt og hreint 8)
Og jú hvað haldið þið það heldur vatni.
Image
Og svo var kíttið tekið upp og kanturinn utan á botnin límdur.
Image
Image
þetta þarf víst að þorna.... to be continud 8)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Flottur :D vantar ekki góð vinnubrögð á þetta heimili :)

Ekki lítið ógeðslegt hvernig búrið kom til þín :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Já takk,takk búrið var vægasagt viðbjóður og ligtinn eftir því
en með smá hugsín og vinnu verður þetta vonandi flott búr á endanum
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er lítið mál að dúlla sér í þessu búri ásamt því sem sést svo vel á efstu myndinni til hægri.

Það er gaman að sjá muninn á búrinu fyrir og eftir (spurning hvort þú myndir nenna að þrífa baðherbergisinnréttinguna svona vel ef frúin bæði þig um það :hehe: )
Last edited by Ásta on 22 May 2008, 00:13, edited 1 time in total.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já ég á ekki von á öðru miðað við það sem komið er :)

Búinn að ákveða hvað á að fara í búrið ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

ásta skrifar
Það er gaman að sjá muninn á búrinu fyrir og eftir (spurning hvort þú myndir nenna að þrífa baðherbergisinnréttinguna svona vel ef frúin bæði þig um það.
:wink: baðherbergið er alfarið hennar deild :roll:
Last edited by acoustic on 22 May 2008, 00:25, edited 1 time in total.
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

squinchy skrifar
Búinn að ákveða hvað á að fara í búrið ?
Sandur,3d.bakgrunnur,skraut og gróður. :wink: jú og er að hugsa um að prufa mbu.puffer 8)
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

já skápurinn á efstu myndinni til hægri hjálpar mikið Ásta. 8)
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

jæja keypti bakgrunn og gervirót í dýragarðinum.
Image
Image
Image
Og allt kíttað og límt eins og eingin væri morgundagurinn.
Image
Image
Image
eitthvað þarf til að halda þessu niðri.
Image
Og svona kemur þetta út.
Image
ýngsti gaurinn minn að hjálpa gamla :)
Image
Image
rótinn flott í miðjuni ( ekki gervi )
Image

Fillti svo búrið og spennan er gríðarleg hvort þetta kítti sé að gera sig.
Vinstri hliðin.
Image
Hægri hliðinn.
Image

og þá er bara eftir að fjárfesta í sandi og gróðri og tengja dæluna. 8)
jú og svo auglýsi ég eftir skáp undir þetta honum er víst ekki bjargað.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Aveg brilljant hjá þér, virkaði ekki að líma listann framan á skápinn ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

ég held að maður fagni nú bara með góðu glasi af C.M Private stock svona í tilefni að þetta firsta búr sem ég tek svona rosalega í gegn sé lokið.
Image
vonum bara að þessi verði ekki tæmdur á met tíma :D :) :-) 8) :lol:
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Squinchy skrifar.
Aveg brilljant hjá þér, virkaði ekki að líma listann framan á skápinn ?
takk takk jú listinn er pikk fastur. en það er líka þurrt svæði.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei hvað er þá að skápnum ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

til dæmis
Image
og efri platan líka. Hann er bara fúin hefur örugglega lent í vatnstjóni og því er ekki hægt að bjarga. nema skipta um plötur og þá er alveg eins gott að versla nýan
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Æðislega flott hjá þér, Ræturnar bæði fake og alvöru koma mjög vel út :D
Mynd 4 er ógeðsleg :roll:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

sikliðan skrifar.
Æðislega flott hjá þér, Ræturnar bæði fake og alvöru koma mjög vel út
Mynd 4 er ógeðsleg
Takk fyrir það. Mynd 4 já þetta búr VAR ógeðskvikindi.
enn bara gaman að sjá það núna þó ég segji sjálfur frá :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta tekur ekki langan tíma.

Hvað þarf silikonið langan tíma áður en þú getur farið að setja í búrið?
Og ertu búinn að ákveða hvað á að fara í það af fiskum?
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

síliconið þarf 12-24 tíma ég gaf því 26 tíma :D

Fiskavalið er ekki 100% ákveðið ennþá en mikill hugur fyrir mbu puffer og kannski 2 amerískir hlúnkar og slatti af sebra og trúða bótíum langar í royal plagga og eitthvað því líkt. hm,ha
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Ég setti tetra gróðurmold undir sandin í von um að gróðurinn dafni vel hjá mér í þetta sinn :? núna vantar mig bara co2 kerfi og nýan skáp þá er ég sáttur.

Myndir.
Image
setti svona næringu fyrir plönturnar og balance efni fyrir vatnið.
Image
Dælan er eheim.2026
og lenti ég í smá veseni með hana var ekki að ná að hreinsa loftið úr henni enn svo tókst það í 4 eða 5 tilraun með því að pumpa og pumpa eins og einginn væri morgundagurinn.

allt komið í gang og birjað að rúlla í búrinu. :góður:
það eru 2 ljós í búrinu 1.blátt og 1.(venjulegt)
Hér er mynd af bláu perunni sett að aftan.
Image
Og svo bláu peruni sett að framan.
Image

persónulega finnst mér flottara að hafa bláu að framann.
ég sé það kannski betur þegar vatnið verður tært.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þetta er andskoti huggulegt hjá þér.
Og á bara eftir að batna.
Verð sennilega að vera sammála því að hún er flottari að framan en þó
sér maður það ekki fyrr en vatnið er orðið tært.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvernig gróðurmold settir þú í?
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

tetra plant
Complete Substrate. heitir hún
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ekki fá þér fiska sem grafa - þá verður búrið aldrei tært hjá þér :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

hvaða fiskar grafa mikið ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Til dæmis flestar síkliður :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er sjálfur með svipað búr, 170L aquael með boga gleri, er með í því
3 discusa
1 skala
5 bótíur
20 - 30 Neon
5 SAE
4 Corydoras
2 Royal pleco
1 Clown pleco
1 Gibba
4 - 6 litlar skötu sucker mouth sem ég man ekki hvað heita :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

ertu með 3d bakgrunn ? eða eitthvað plast skraut ?
útaf royal pleggin á víst að naga það í tætlur.
heirði ég.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Nei ekkert þannig, það er misjaft hvað þeir fara í svoleiðis skraut en ég myndi ekki taka áhættuna á því :P

Er bara með plagg aftan á búrinu og 6 sæmilega stórar plöntur
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Ég er í vandræðum með vatnsgæðin hjá mér það er búið að vera vatn í búrinu í viku núna og það er svo mikil móða ég þoli það ekki :evil:

Allavega ég setti "crystal water" frá tetra í búrið á mánudaginn og ekkert gerist núna lítur vatnið svona út.

Image

Er ég að gera eitthvað vitlaust ?
ég gerði 50% vatnsskipti í gær og það hjálpar ekkert
eruð þið með eitthver ráð ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Getur nokkuð verið að þetta komi frá moldinni eða þú hafir ekki skolað mölina nægilega?
Post Reply