Uppsetning á 96ltr búrinu mínu, myndir.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Uppsetning á 96ltr búrinu mínu, myndir.

Post by SandraRut »

Kallinn gaf mér 96 lítra búr í afmælisgjöf, mín var meira en sátt :rosabros:

Ég tók myndir af ferlinu þegar við settum það upp, vil bara minna á að hann réð "þemanu" í búrinu :hmhm:

Ég veit að myndirnar eru á engan hátt rétt teknar, glampi hér og þar.
En það allavegana sést hvað er á myndunum, ég læri hitt seinna :)

- Þarna erum við búin að koma búrinu fyrir á staðnum sem það á að vera á.

Image

- Því næst komum við steinunum fyrir á sinn stað :-)

Image

- Þarna vorum við komin með loka ákvörðun um það hvernig við ætluðum að raða í búrið, langað bara að sýna ykkur :)

Image

- Svo byrjuðum við að fylla búrið af vatni.

Image

- Hálfnað verk þá hafið er.

Image

- Þegar við vorum búin að fylla búrið setti ég rétt magn af Aqua-Tan í búrið, setti dælurnar í gang og ætla að leyfa því að rúlla þannig í kvöld, og svo líka á morgun.

Image

- Þá lítur það svona út, engir fiskar farnir í það enn.
Líkkistan er tengd við loftdæluna, svo hún opnast á nokkurra sekúntna fresti með loftbólur.


Image

Á morgun fer ég niður í búð og ætla að ná mér í einhverjar Neon Tetrur til að byrja á að hafa þarna, bara einhver 5 stykki.
Eftir helgi bæti ég svo einhverjum fiskum við.

Hvernig lýst ykkur á þetta, so far? :)
Last edited by SandraRut on 03 Jan 2009, 17:24, edited 1 time in total.
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hauskúpa og líkkista, hvað eruð þið eiginlega gömul ? :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér finnst vanta bakgrunn, þá sjást heldur ekki snúrurnar á bak við búrið.
Mér finnst líka huggulegra að hafa gróður en það er smekksatriði.
Annars er þetta ágætt hjá ykkur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ég er nú ekki hrifinn af þessu dóti í búrinu,á svo ekki að setja bakgrunn ? svolítið ljótt að sjá snúrurnar.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Þetta er ekki slæmt. :)

Vargur. ég er nú með hausskúpu í búrinu mínu og bíl. en það er fyrir black ghostinn. hann elskar bæði fyrir felustaði hehe.. annars væri það farið úr :roll:
Ekkert - retired
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sem betur fer eru ekki allir með sama smekk.
SandraRut, athugaðu að þeir sem ekki eru hrifnir af þessu eru langt komir á fertugs- og fimmtugsaldur :lol:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Jú það kemur bakrunnur, eigum bara eftir að kaupa hann.
Trúðu mér Vargur, mér finnst þessi hauskúpa og líkkistan engan vegin flott :roll: Langaði bara að leyfa honum að ráða þessu fyrst ég fæ að ráða öllu öðru. Ég verð nú samt fljót að breyta þessu....

Það er bara svo ömurlegt með það að hérna fyrir norðan eru engin almennileg fiskabúraskraut, ekkert sem að er flottara en þetta.
Ég bíð bara eftir að komast næst suður til að versla.

Ég veit að þið eruð mörg mjög klár á fiskabúr, og megið alveg sýna mér myndir af ykkar búrum og hugmyndir um hvað ég get gert.
Ég er alveg hugmyndasnauð, og sérstaklega þegar ekkert fæst hérna fyrir norðan.

Allar hugmyndir og ráðleggingar vel þegnar :D
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Haha já Ásta, ég vissi það, en allir hafa smekk, og ég er meira í þeirra liði varðandi þessar hauskúpur og dót, ég vil hafa mitt búr fallegt :P
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

oft er fallegasta skrautið það sem kemur úr náttúrunni, viltu ekki prófa að skella þér í göngutúr og velja flotta steina fyrir skraut?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sammála þessu.
Svo má líka bara uppfæra gerviskrautið í næstu bæjarferð ef fólk er meira fyrir styttur og þannig.

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=450
Hér getur þú séð annara búr og fengið hugmyndir.
Last edited by Vargur on 02 Jan 2009, 20:02, edited 1 time in total.
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Andri Pogo wrote:oft er fallegasta skrautið það sem kemur úr náttúrunni, viltu ekki prófa að skella þér í göngutúr og velja flotta steina fyrir skraut?
Það lýst mér vel á....
Ég ýminda mér að það kæmi flott út ef ég hef einn ágætlega stórann stein og litla trjá"drumbinn" sem ég er með.
Bara spurning hvaða afsökun ég á að hafa til að biðja hann um að skipta um skraut í búrinu :lol:
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú tekur "hans" dót út smátt og smátt :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Ásta wrote:Þú tekur "hans" dót út smátt og smátt :wink:
Heheh já, segi bara að Neon Tetrurnar hafi borðað hauskúpuna :rosabros:
Hann er enginn fiskasjéní, ég treysti bara á að hann trúi því :hehe:
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Bara spurning hvaða afsökun ég á að hafa til að biðja hann um að skipta um skraut í búrinu :lol:
Ég veit um eina aðferð sem þú getur notað á hann,út með skrautið eða ekkert ...... :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hauskúpur eru reyndar fínasta búrskraut ef maður er til í að ganga alla leið. :-)
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php ... hausk%FApa
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Já, skrautið eða ég :lol:

En vá, alvöru hauskúpa, ég myndi hafa það í búrinu, ef ég gæti komist yfir slíka. Ég er auðvitað bara með gervi eins og flestir :-)

Rosalega flott kúpa samt, ennþá flottara að hún sé alvöru.
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

góður hlynur. :lol:

En mér fynst ekkert að því að hafa kanski 1 stk hauskúpu eða einhvað álíka í búrinu. en ég er samt meira byrjaður að hallast að því að fynnast flottara að hafa flottan gróður og fallega steina ásamt flottri rót ... veit bara ekki hvað ég á þá að gera í sambandi við Black ghostinn hehe

En haltu þessu áfram. verður gaman að sjá hvernig þetta verður þegar þú ert komin með einhverja fiska þarna í :)
Ekkert - retired
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Takk fyrir það, ég skelli inn myndum seinna, líka þegar ég hef tekið búrið í gegn :-)

Mig langaði samt að spurja ykkur að einni spurningu :-)

Ég vildi fá að vita hvernig þið farið að því þegar þið setjið nýja fiska í búrið ykkar. Ég hef venjulega látið pokann liggja í búrinu í svolítinn tíma til að hitastigið verði það sama og í búrinu, og hef síðan látið allt flakka ofaní, líka vatnið.

Mér var síðan sagt að það væri ekkert rosalega gott að láta vatnið úr búðunum í búrið mitt, uppá sýkingarhættu, hvernig farið þið að þessu?
Hvernig er best að gera þetta :) ?
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Skelli fiskunum beint í búrið með vatni og öllu :)
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Well ég geri þetta svona.

1. kaupa fisk
2. fara heim með fisk
3. opna poka
4. bretta uppá pokaopið
5. leggja pokann ofaní vatnið í búrinu. setja pokaopið utanum hornið á búrinu
6. bíða í ca. 15min.
7. setja 1/2 bolla af vatni úr búrinu ofaní pokann
8. bíða í ca. 15min.
9. setja 1/2-3/4 bolla af vatni úr búrinu ofaní pokann
10. bíða í ca 5-10min.
11. setja 1 bolla af vatni úr búrinu ofaní pokann
12. bíða í sona 5-10min
13. veiði fiskana úr pokunum með háf og sleppi þeim ofaní búrið
14. tek pokana með vatninu uppúr
15. helli vatninu úr pokunum í klóstið og hendi pokunum.
'
það er allur gangur á því hvernig fólk gerir þetta.. en ég byrjaði á þessu þegar ég fékk 180L búrið útaf því að ég var alltaf að fá upp hvítablettaveiki og einhvað vesen í 54L búrinu. þá setti ég bara pokan ofaní til að jafna út hitan og helti svo öllu útí búrið eftir sona 30min.
ég hef ekki fengið neitt vesen í 180l búrið. né 54L búrið eftir að ég byrjaði á þessu.

krefst kanski pínu þolinmæði. en þetta er svona 45-60min process.
Ekkert - retired
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég geri þetta eins með búðarfiska..... með fiskana frá pípó þá tek ég þá með hendinni upp úr fötunni (erfitt að setja fötuna í búrið!), skelli þeim í búrið og helli svo vatninu niður! :)
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Jæja fröken Guðrún er vatnið svona vont hérna í Grafarholtinu :(
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Læt pokann fljóta í vatninu, helli 1 glasi af vatninu í búrinu í pokann, bíð í 5-10 mín og skelli síðan fiskinum í búrið og helli pokavatninu í vaskinn. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

nei kæri vinur..... er að þykjast vera eitthvað skynsöm en ekki eins og ég setji fiskana í sótthví eins og sumir segja! það sem þú ert með er ég með og öfugt! :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég dúndra öllu úr pokanum beint í búrið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Takk fyrir svörin :-) Ég held að ég myndi gera þetta á sama hátt og Bob, ég er svo rosalega hrædd við að ef einhver sýking er í búðarvatninu, þá deyji allir mínir fiskar :)
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Bob tekur þetta alla leið
jafnar sýru, hörku og hita langbest svona og fiskurinn losnar alveg við sjokk
þótt ég sé sjaldan svona pro þá set ég samt aldrei vatn frá öðrum í búrið mín
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ég hef bara lent í því áður en ég gerði þetta svona að eitt skiptið fór fiskurinn í einhvað kerfi útaf hitamismun grunar mig. svo var bara alltaf einhverjar helv. síkingar og hvítblettaveiki og þessháttar. nenni ekki að standa í þannig svo ég geri þetta bara almennilega til að byrja með :)
Ekkert - retired
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég geri þetta venjulega svipað og Bob - læt pokann fljóta, mislengi eftir því hvaða fisk þetta snýst um. Stundum læt ég vatn úr búrinu í pokann, stundum ekki. Svo helli ég úr pokanum í háf og smelli fiskunum í búrið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Jæja, ég fór niðrí búð og náði mér í 7 Neon Tetrur og 3 ryksugur.
Eftir helgi á ég frátekinn Bláhákarl, bara baby.. hann er voða lítill.

Mér hefur bæði verið sagt að þetta búr gæti gengið fyrir bara einn bláhákarl, ég ætti ekki að vera að setja fleiri fiska með honum (nema þá ryksugurnar)

En svo hef ég líka heyrt að hann gæti verið í þessu búr í x-langann tíma, en svo þarf helst að færa hann í stærra búr ef hann stækkar of mikið :hmhm:

Hvað segið þið um þetta? Hverju eru þið sammála?
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
Post Reply