Fangasaga sikliðu.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Villimaður
Posts: 38
Joined: 15 May 2007, 22:42

Fangasaga sikliðu.

Post by Villimaður »

Nú hefst sögustund með Janu... Villimanni.

Eitt sinn var par af fangasikliðu að koma sér fyrir undir stórri rót í 40L búri, en lukkan lék því miður ekki við parið, þar sem gráðugir Clarkii humrar höfðu tekið öll bestu svæðin, og vörðu það með kjafti og klóm.
Þrátt fyrir stöðugar árásir af höndum karlkyns fangans í meira en 2 stundir, þá gáfust humranir ekki upp, stigu ekki á bak en náðu frekar að flæma burt greyið parið, svo að það þarf núna að dúsa í einu horni, nötrandi skelfandi ofan í holu. Og núna þegar parið reynir að fara eitthvert annað en upp, þá koma 2 Bláir Clarkii Humrar æðandi í áttina að þeim og hóta öllu illu.

Þetta kalla ég :whiped: convicts.

Þeir voru of árásagjarnir við humrana, og þeir tóku því sem viðmið um hegðun í þessu búri.

Þetta mun samt skána þegar í 440L búrið kemur, þar sem parið verður ekki eins kúað. Um leið og ég asnast til að klára setja allt í gang. :)

Til má geta að humranir eru um 10-11 cm en convicts 6-7cm.
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

það væri nú gaman að sjá mynd af þessum humrum
User avatar
Villimaður
Posts: 38
Joined: 15 May 2007, 22:42

Post by Villimaður »

Enda er ég að hreinsa búrið og kom humrunum fyrir á ljósmyndanlegan stað.
Njótið:

Hérna er allur hópurinn samankominn í grunna skál.
Image

Önnur hópmynd.
Image

Ef hann væri aðeins stærri, þá myndi hann klippa af mér puttan.
Image

Hér er stærðar mælikvarðinn alþjóðlegi, sími=humar
Image

Önnur stærðar mynd.
Image
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta eru stærðarinnar gaurar.
Veistu hvort þeir verða mikið stærri?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gaman af þessu.
User avatar
Villimaður
Posts: 38
Joined: 15 May 2007, 22:42

Post by Villimaður »

Svona smá viðbót í lokin, þar sem ég var búinn að fjarlægja humrana og byrjaður að þrífa búrið, þá tók parið uppá að hrygna á hlið bolla sem var í búrinu... Eins og venjulegir unglingar, þegar enginn er heima, eru allir staðir og stellingar brúkaðar... :D

Núna þarf ég bara að finna nýjan stað fyrir humrana, svo að parið fái að vera í friði, ég taldi nú 40-50 egg svo að þetta verður almenilegt.
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
Post Reply