Code: Select all
þá ertu með 5 tegundir
þessi litli sem lítur út eins og ramshorn er sér tegund sem verður ekki stór
síðan er þessi sem þú kallar plágusnigil sem lítur út eins og "common snail " þótt fálmararnir minni frekar á vatnabobba
hér eru nokkrir sniglar á myndum
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/kudungar/kudungar_fiskabur_flokkar.htm
Ekki batnar þetta hjá mér, 5 tegundir, ertu með einhverja hugmynd um hver þessi er sem lítur út eins og Common snail? og er það "plágusnigill"?
Jú jú, ég er einmitt búinn að lyggja dálítið yfir sniglahlutanum á síðunni þinn, hún er meirihátta þessi síða hjá þér, lyggja nokkrar vinnustundirnar þar.
Agnes Helga wrote:Er það sem sagt ekki baby ramshorn? Man eftir því þegar ég var með ramshorn í búri sem ég átti sem barn, að þeir voru alltaf svona hálfglærir fyrst og mjög smáir og stækkuðu síðan.
Ef þetta sé plága, þá ertu með bótíur og síðan þessa sniglaætu snigla, samkv. myndum og þetta ætti þá vonandi að fara minnkandi;)
Þetta er allt komið í steik hjá mér, ætlaði að leifa stóra Ramshorn og epplasniglunum að fjölga sér í þessu búri, og er núna sennilega komin með fimm tegundir
Er að tína eitt og eitt kvikindi upp. og færa í lítið búr, sjá hvað verður úr þessu.
Já ég er með þessa þrjá sem ég fékk hjá Tritlu (ekki ósennilegt að þeir komi frá Guðmundi sjálfum) og sv þrjár botíur, ein 7cm+ og tvær aðeins minni.
Ég sé ekki eins mikið af sniglaungviðum og áður, þannig, já, þetta er eitthvað að virka.
Má ég hafa snigla, eppla og ramshorn með SAE (einn þeirra er 12cm) og Convict ungviðum?
Ungviðin eru ca.2 til 2 1/2 cm á stærð.