þessi þráður mun vera einskonar dagbók, pælingar, myndir, vandræði, vonandi uppfærð reglulega, fer allt eftir hvernig lífið lætur við mig hverju sinni. jájá...
ég var nú byrjuð á einhverjum þræði hérna fyrir lönu síðan en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar svo ég ákvað að gera bara nýjan þráð.
búrið mitt er 84 lítra. íbúar búrsins eru :
1. festivum
2. jack dempsey
3. spilurum
2. synspilrum
2. brúsknefjar
einnig eru í búrinnu fiskar sem Birkir er að safna í búrið sitt, en er ekki búinn að setja það upp, en það eru
3. appelsínugulur fiðrilda síkliður
2. Mcmastery
3. severum
2. bótívur(bótíur?)
1. green terror í XS
1. sae í XL
í búrinu eru líka þrjár tegundir af plöntum (sýnist mér...) sem mér þætti gaman að fá nöfn á. ég tók nokkrar myndir af búrinu um daginn, það var í fíling.
1. búrið í heild :

já, ég veit, flass, ekki mjög pro. en hún heppnaðist bara alveg ágætlega til að sýna hvernig er umhorfs í búrinu

2. spengilegi spilurum kallinn, stóra fína plantan sem óskar eftir nafni og severum

3. festivum

4. þrjár plöntur sem óska eftir nafni, severum, bótía og Jack dempsey á hraðferð :

annars eru mjög spennandi hlutir að gerast í búrinnu. "stóra" plantan eins og ég kalla hana vex alveg villt og galið og litla ljósgræna laufið sem er á næst efstu myndinni er orðið stórt og myndarlegt
plöntuvandamálið :
jæja. ég var búin að vera í smá veseni með plönturnar í búrinu, það voru svona dökkir grænir blettir á þeim, ég var ekki búin að gróðursetja þær þá svo ég tók þær og skolaði þær vel undir volgu vatni eins og einhver bennti á og brá á það ráð að nudda þær varlega með svampi, og það virkaði nú bara alveg ágætlega, náði öllum skít og þörung vel af svoleiðis. svo núna, u.þ.b viku eftir að ég gróðursetti þær eru nánast allir blettir farnir af plöntunum!! þvílíkur munur! og þær vaxa bara og vaxa og vaxa....
búrið iðar af lífi og það er frábært að fylgjast með samlífi þessara fiska
