Þetta er ekki venjulegur venjulegur gullfiskur, þeir eru lengri og mjórri, þessi kallast yfirleitt bara slör gullfiskur held ég. bara aðeins feitari, styttri, hægari og með lengri ugga.
Ekki hægt að segja til um kyn á gullfiskum nema þegar kemur að hrygningu, þá fá hængarnir hvítar bólur við tálknin (ef ég man rétt, annars verð ég bara leiðréttur).
Hann þarf svosem ekkert sérstakt nema það sem allir fiskar þurfa, mat, rúmgott búr og regluleg vatnsskipti.
Hvernig búr ertu með fyrir hann og veistu hvernig á að halda því við?
Til hamingju með fiskinn annars, vonandi bara byrjunin á fiskaáhuganum
