Eftir flutninga til Danmerkur þá er ég aftur kominn á gott ról með fiskabakteríuna mína.
Smellti mér á 325l bú, fékk slatta af fiskum með því en ég ættla mér að breita því í Malawi búr.

Þetta er nýji tankurinn minn. 325l Aquastabil með 3D background.
Vatnið er soldið gruggugt því dælukerfið er ekki nógu öflugt
Er a bíða eftir JBL tunnu dæli sem fer að koma með póstinum

Er að prófa mig áfram í heimagerðum Nutrafin blöndum, Ættla að færa mig útí 2l kút þegar lengra er komið.




Þeir eru soldið laskaðir greyin en þeir eru að jafna sig, þeir tættust soldið í pokanum úr versluninni

Þessi fylgdi búrinu. Vitið þið hvaða Síkliða þetta er? Mér dettur helst í hug Zebra en ég er samt ekki viss.