ég gef þeim agúrku svo líka töflur sem ég keypti í fiskabúðinni en skalarnir mínir éta töflurnar, ég heyrði að það mætti gefa þeim kartöflur, eiga þær þá að vera soðnar eða hráar?
Þú mátt gefa fiskunum allt grænmeti og ávexti sem þeir á annaðborð éta, gúrku, kúrbít, brokkoli, baunir, kartöflur, melónu, aspas, mandarínu, appelsínu osf, einnig soðin hrísgrjón og brauðmola.
Ágætt er að fjarlægja eftir 10-15 míntur það sem þeir sýna engan áhuga og gefa lítið af því sem þeir éta og fjarlægja leifar á 6-24 klst eftir búrstærð.
Ég hef tekið eftir að flestir fiskar vilja ekki gulrætur, tómata og papriku og að brokkoli, baunir kartöflur og aspas þurfa að vera vel soðin til að þeir éti.
Í rauninni má gefa fiskum fllest allt sem er í ískápnum en það má alls ekki gefa unnar kjötvörur, mjólkurafurðir, pasta og þess háttar.