hæ hó. ég er byrjaður aftur með síklur (pirrandi íslenskt orð) cichlid enda þegar maður hefur einu sinni verið með svoleiðis fisk þá er ekkert sem er skemmtilegra.
en þar sem ég hef verið með gullfiska þá er ég kominn með samskonar minni og þeir það er snúast í hringi og segja (með sjálfum mér) "vááá kastali, geggjað kastali, flottur kastali, ég er viss um ég hafi séð þennan kastala áður"

hvað með það,,,,, ég er að spá í að setja upp ram búr enda sagt að ideal stærð sé 75l og vantar hugmyndir um botn gerð, það er sandur eða möl, ef sandur hvaða lit ( hef nefnilega aðgang að flottum sand hehehe) ég er með java mosa en vantar einhverja auka hugmyndir jú ég gleymdi að nefna er líka með bogwood að vísu kemst ég ekki í að fá mér ram fyrr en eftir ca 2 til 3 vikur og fram að því langar mig að fá sem flestar hugmyndir af flottum botni og umhverfi fyrir nýja parið

kannski set ég inn myndir af afrekstrinum hver veit