SAE fiskar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

SAE fiskar

Post by Fiasko »

Hvaða verslun selur SAE fiskinn?
Og veit einhver hvað svoleiðis fiskar kosta úti í búð?
Last edited by Fiasko on 30 Jul 2008, 20:34, edited 1 time in total.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hef ekkert séð svona nýlega en gæti svosem leynst einhverstaðar.
Þeir kosta svona ca 600 - 1000kr
-Andri
695-4495

Image
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Takk fyrir þetta.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Ef þú tekur a úr nikkinu þínu ertu með svarið :o
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Flestar verslanir selja SAE, eða halda það amk.

Oft er þó um líkan en allt annan fisk að ræða, nefninlega "Flying Fox". Ég sá í Fiskó um daginn fullt búr merkt SAE sem var í raun "Flying Fox".

Munurinn er augljós á þeim viti maður hverju á að horfa eftir. Svarta röndin sem liggur eftir bolnum á fisknum nær út í gegnum sporðblöðkuna á SAE en á Flying Fox endar hún þar sem sporðblaðkan byrjar. Flying Fox hefur einning ljóst svæði fyrir ofan svörtu röndina en verður svo grárri þar fyrir ofan. SAE hefur bara svarta rönd og er svo silfurlitaður þar fyrir ofan og neðan. Í bakugganum á Flying fox eru dökkar rendur en ekki í SAE.
SAE borðar brúskþörung, Flying Fox ekki.

Image
Flying Fox

Image
Alvöru SAE
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

thx hrafnkell flott að fá svona uppls :D
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Já takk kærlega fyrri þetta.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

krap... :x Ég ákvað að kaupa SAE í síðustu viku til að éta þörunginn, en sé núna að þetta er Flying Fox.
ZX-6RR
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég lenti í því sama um daginn, hann gerði ekki mikið gagn sá og fór í fóður.
Hins vegar er Inga með 2 SEA í gróðurmiklu búri hjá sér og þeir gerðu kraftaverk á hárþörungi sem var byrjaður að myndast þar.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Gott að fá þessar upplýsingar.. hvað geta þeir orðið stórir?

Mig vantar svo að losna við svona svartan þörung en held að ameríkanarnir mínir myndu borða lítinn sætann SAE.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

SAE getur orðið svona 10-12 cm í fullri stærð.
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

er einhver þumalputta regla hvað varðar fjöldan á þeim? (fyrir þrifin) fer það eftir fjölda planta eða stærð á búri?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta eru hópfiskar svo það er best að vera með 5+ í hóp, annars fela þeir sig mikið og eru ekki að borða þörunga eins vel
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

ég var með 6 stikki 2 dóu úr hvítblettaveiki og 3 voru étnir og nú er bara einn eftir hann sést lítið sem sagt alltaf í felum.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Squinchy wrote:Þetta eru hópfiskar svo það er best að vera með 5+ í hóp, annars fela þeir sig mikið og eru ekki að borða þörunga eins vel
Ég er nú reyndar bara með 1 SAE og 1 Flying Fox. Þeir eru "vinir". SAE fer aldrei í felur og er nánast ALLTAF að. 1 SAE í mínu 120L gróðurbúri skiptir engu höfuðmáli í að halda aftur af brúsk/hárþörung en gerir vissulega gagn. Ég ætti að fjölga þeim. Hópfiskar eiga að fá að vera í hóp :)

Nota tækifærið og bendi á að SAE er engin töfralausn á þörungum. Hann getur aðstoðað við að halda ákveðnum tegundum í skefjum, eða réttara sagt komið í veg fyrir að þeir nái að vaxa of mikið.
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

ég keypti einhverja aðra tegund sem virkar eins og suga, pínu lítill fiskur og festir sig við gróðurinn einhver með nafnið?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Er fiskurinn "líkur" SAE? Nema styttri og með sogmunn? Þá er það líklega oto.

Annars er ansi margt sem kemur til greina þegar þú talar um fisk með sogmunn - t.d. ankistrur, plecoar og fleiri.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

það er oto,

keypti 3 fyrir 120l og þeir voru mjög góðir, svo dó einn einhverneigin, og þeir hafa ekki alveg verið að gera sitt besta
Edit
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

Hvað er besta clean teamið til að halda þörungi í lágmarki?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Squinchy wrote:Þetta eru hópfiskar svo það er best að vera með 5+ í hóp, annars fela þeir sig mikið og eru ekki að borða þörunga eins vel
Ég er nú bara með 1 SAE sem að hefur alltaf verið einn hjá mér og hann sést allan daginn :P fer aldrei í felur og hefur held ég bara eiginlega aldrei gert það :) En langar að fá mér fleiri samt :) bara til svo litlir í búðunum hehe :P minn er orðinn svo stór.
diddi wrote:Hvað er besta clean teamið til að halda þörungi í lágmarki?
Örugglega ancistrur :) er með 6 svoleiðis og hef ekki séð þörung síðan ég fékk þá :) En oto er fínn í brúna þörunginn sem að vill stundum koma. En annars mæli ég hiklaust með ancistrum, þær eru alltaf að.
200L Green terror búr
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Fiskurinn á myndinni hjá Hrafnkeli ég er ekki viss um að það sé af flying fox. Það eru þrjár týpur sem fólk er að ruglast á, fjórða ef við tökum kínversku suguna með, sem mér finnst nú ekkert sérstaklega lík.
En það er flying fox, sae og false sae(man ekki latneska nafnið á honum)
getið séð þá hérna:
http://www.petresources.net/fish/article/sae.html
Fiskarnir í fiskó eru hvorki flying fox né sae heldur false sae.

Characteristics

Siamese Algae Eater (SAE)


Two forward facing whiskers
Black lateral stripe, going into tail
Clear fins with no white, or yellow markings
No pronounced suction mouth
Hovers in place while cleaning leaves, schools with like kind

False SAE


No Visible whiskers
Black lateral stripe, not continuing into tail
Gold stripe above lateral black stripe
Yellow-red fins, not tipped in white
Sucker mouth when at rest
Very spastic in nature, very rarely still or hovering, semi-aggressive to like kind

Flying Fox


2 forward whiskers, 2 others
Black lateral stripe into tail
Gold stripe above lateral black stripe
Yellow-red fins, tipped in white over 2 inches
No sucker mouth
Semi-aggressive with everything, not a schooler when older

Chinese Algae Eater (CAE)


no whiskers, sucker mouth
brown pattern or line on side, mimicing lateral stripe
Yellow-olive green body color
Fins marked by spots, stripes
Sucker mouth
Semi-aggressive, very energetic
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég hef alltaf litið á þennan greinarstúf sem mínar upplýsingar um aðgreiningu á þessum svipuðu fiskum. Þakka þér annars þessar upplýsingar. Það er ljóst að það er mikill misskilningur í gangi og auðvelt að ruglast :)
Post Reply