Ég fór í Dýragarðinn áðan og vitjaði verðlauna í ljósmyndakeppninni, kom sér vel Keypti þennan glæsilega albino óskar, nýja ljósaperu og litla ancistru í guppy búrið.
Ég var soldið stressaður að hann myndi bara verða hræddur við hina 16 cm oscarana en það kom í ljós að þeir voru eiginlega bara hræddir við hann.
Hann er svona 5 eða 6 cm. Lítur út fyrir að vera aðeins stærri á myndinni reyndar. Hann er búinn að taka smá gelgjukast núna í dag, eins og oscarar eiga til. Búinn að liggja í fýlu ofan í horni á búrinu, en ég vona að hann fari að hressast við.
Alveg eins og ég á, enda frá sömu búð og úr sama búri , minn var nánast viku í einhverju feimnis skapi og vildi láta sem minnst sjást í sig en núna er hann orðinn hress og farinn að synda um og betla eftir mat
Hvað þurfa 1-2 óskarar að vera í stóru búri ? Væri sko til í svona
Yfirleitt er talað um að einn Óskar þurfi að lágmarki 200 l búr og tveir 300 l. Óskarar kunna yfirleitt fyrir sig í stórum búrum og þó þeir geti vel alist upp í litlu búri þá stækka þeir það hratt að maður kemst fljótt í vandræði.
Þessir fiskar eru þó að mínu mati hvað mest gefandi, hænast að manni eins og hundur og fara auðveldlega í fílu líkt og smákrakki ef þeim líkar ekki eitthvað.
Með þeim er helst að hafa aðrar Amerískar sikliður í stærri kantinum og botnfiska td. bótíur eða Synodontis.
Hér er fínasti Óskaraþráður http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=302
og ágæt grein hér http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Gre ... einar3.htm
Last edited by Vargur on 10 Apr 2007, 20:18, edited 1 time in total.
Já, það má eiginlega segja nákvæmlega það sama um þennan, hann er óttalega feiminn eitthvað. Felur sig bakvið hluti og hreyfir sig lítið. Hann varð ótrúlega hress samt í nokkrar mínútur þegar ég gaf þeim að borða áðan.
Ég er búinn að taka eftir því svona tvisvar sinnum að einn af stóru óskurunum er búinn að fara ógnandi að honum og narta jafnvel aðeins í hann og Jack Dempsey aðeins búinn að bíta í hann líka. Vonum bara að þeir fari að taka honum betur.
Svona sump (box) undir búrinu og affallsskóflu (sem sést á myndinni). Ég hef ekki hugmynd um hvaða dæla er í boxinu. Ég get tekið mynd bara ef þú skilur mig ekki.
Já wet/dry ég var að reyna að muna nafnið á þessu.
Mig langar reyndar bráðlega að stækka við mig, færa mig upp í 500L og hafa það þá stærra á lengdina heldur en hæðina. 370L búrið sem ég er með núna er svo hátt eitthvað.
Spurning hvort ég haldi þessu ekki eftir líka og setji upp Piranha búr, hefur langað það í soldinn tíma.
Ég er sjálfur með 6stk í 200l búri... búrið er í minni kantinum en þær eru ennþá litlar (10cm eða svo) þannig að það gengur vel
Pósta myndum af búrinu við tækifæri, er frekar stoltur af því þessa dagana, fyrsta skipti sem einhver gróður er að plumma sig almennilega í búri hjá mér
Já gróður er ekki alveg að gera sig hjá mér. Ég er bara með eina plöntu núna sem ég keypti í fiskabúr.is og hún er hægt og hægt búin að dökkna og verða einhvernveginn subbulegri. Ég held hún deyji fyrir rest.
Okei hvernig finnst þér þetta wet/dry dæmi vera að gera sig ?, hefur þú prufað að vera bara með normal sump ef svo er, fannstu fyrir einhverjum mun á þeim ?
þið ættuð að prufa að setja smá Co2 í búrið þá byrjar þetta að vaxa eins og arfi