ca. 600ltr. búr í smíðum

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Góðir hlutir gerast hægt, búinn að fá mdf-ið, mér til mikillar gleði dugði ein plata í þetta, smá flís afgangs. Það sem verra var er að ég var með sum málin í stífari kantinum þannig að ég þarf að taka smávegis af öllum hurðunum á 2 kanta.

Image

Annað passar. Ég verð því að drulla mér til að ná öllum plötunum þannig að þær passi og rúmlega það, fara svo í að grunna þetta og lakka. Fékk grunn og lakk í slippfélaginu og ætla að byrja á því að lakka bakhliðina og sjá hvernig hún kemur út. Ef það heppnast vel þá held ég áfram með þetta sjálfur, ef ég verð ekki alveg nógu ánægður með áferðina, þá læt ég sprauta þær hliðar sem munu sjást. lakka annars sjálfur allar innri hliðarnar.

Ótrúlegt framtaksleysi í þessu yfir páskana, vona að það breytist eitthvað með hækkandi sól.
Hazufel
Posts: 34
Joined: 26 Mar 2009, 03:31
Location: Hafnafjörður

Post by Hazufel »

lítur vel út hjá þér, hefðir átt á að taka mig með í slippfélagið, er með 45% afslátt þar :) útaf ég er að vinna í norðurál.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jæja :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

..... úff, er búinn að grunna allt, byrja að lakka í kvöld. Tekur bara svo djöfull mikinn tíma þessi málninga-vinna þegar maður er með svona takmarkaða aðstöðu.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Glæsilegt :), já það er pain að gera þetta inni þar sem maður þarf að vera passa sig :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Jæja, þá er þessu loksins lokið, allavega að utan. Svo á ég eftir að dúlla mér eitthvað við skápinn að innan, bæta við fjöltengjum, hillum og punta þetta eitthvað til. Ég held að það hafi farið ca. 2 vikur í að grunna og lakka mdf-ið. Sökum bágrar vinnuaðstöðu tók ég ekki nema 3-4 plötur í einu, svo fóru 2 umferðir á allt að innan (grunnur og lakkaði bara einu sinni), en að utan fóru alls 4 umferðir, lakkaði þrjár. Þannig að það voru nokkuð mörg kvöldin sem fóru í þetta. En náði þó að láta 1 líter af lakki duga:)

Hér er þetta á síðustu metrunum:
Image

Verkinu loks lokið, skemmtilega gefandi að gera svona hluti alveg frá a-ö. Svo lærir maður helling á þessu, sérstaklega þar sem ég kunni nú ekki mikið fyrir.
Image

Image

Image

Nú fer ég að panta gleri í sjálft búrið. Á von á því að seningu með filtermediu í trölladæluna frá Úlla komi í vikunni ásamt gegnumtökum, fittings, hiturum o.fl. dóteríi komi.

Í framhaldinu af því verð ég að smíða eitthvað smá bok fyrir ljósið sem ég ætla svo að hengja yfir búrið, það verður þó ekki framtíðarlausnin heldur stefni ég á að fá annaðhvort eitt stykki svona:
http://www.aquaristic.net/shop.php/sid/ ... 80%20Watt/

eða mögulega 3 stykki svona þegar gengið á evrunni verður orðið þolanlegt:
http://www.aquaristic.net/shop.php/sid/ ... 20150%20W/
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Frábær skápur! mjög smekklegur
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Virkilega fallegur skápur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Takk fyrir það drengir, sjálfur er ég mjög ánægður með útkomuna og kom sjálfum mér eiginlega svolítið á óvart :) Vona bara að restin gangi jafn vel.
Alli&Krissi
Posts: 331
Joined: 28 Oct 2008, 16:21
Location: rvk

:D

Post by Alli&Krissi »

vááá þetta er GG flott enn á lokið ekki að vera í stíl eða ?
500L,60L,30L,25L.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Vá, þetta er svakalega vel gert hjá þér
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

flottur skápur hjá þér
:)
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Virkilega flottur skápur, hann kemur mjög vel út.
60l guppy
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

vááá þetta er GG flott enn á lokið ekki að vera í stíl eða ?
Lokið ætla ég bara að hafa einfalt þar sem það á að vera til bráðabirgða. Smíða bara frekar einfaldann kassa úr krossvið, lakka með sama hvíta lakkinu og hengi upp yfir búrið. Ætla svo að útbúa eitthvað hólf sem fer lítið fyrir á lokinu fyrir ballestar. Í lokinu verður bara t5 lýsing og ekki svo svakalega mikið af henni heldur, kanski bara rétt um 150 wött yfir öllu búrinu þar sem að ég verð aðallega með anubias í búrinu, mögulega einhvern burkna.

Hverni er best að verja lokið svo fyrir raka frá búrinu, á ég að setja eitthvað spes dæmi yfir hvíta lakkið eða láta það duga?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Nú ætla ég að panta glerið í vikunni og er því að ákveða hvar götin fyrir gegnumtökin eiga að vera. Hvernig líst ykkur á þessa tillögu, götin 2 sem eru lengra til hægri eru niðurföll og fara í sitthvora tunnudæluna, hin þrjú götin eru "return". Öll götin eru um 10cm frá bakglerinu. Haldiði að ég ætti e.t.v. að fara jafnvel aftar með götin? Er eitthvað sem mælir gegn því að vera of nálægt bakglerinu?

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

enginn með það á hreinu hvað götin þurfa að vera langt frá hliðunum?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi ekki færa þau mikið nær allavega - götin veikja glerið. Ég held að ég hafi haft 8-10cm frá "brúninni" þegar ég var að föndra í þessu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

djö***ll(sorry) er þetta orðið flott 8)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

myndi kaupa gegnumtökin áður en þú pantar glerið, sérð þá alveg hvernig þú þarft að hafa þetta
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Já, ég held að ég panti glerið bara strax og ég fæ gegnumtökin, ég ætti að fá þau snemma í vikunni. Vill líka vera 110% viss um að ég láti bora rétta stærð af götum:)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sven wrote:Já, ég held að ég panti glerið bara strax og ég fæ gegnumtökin, ég ætti að fá þau snemma í vikunni. Vill líka vera 110% viss um að ég láti bora rétta stærð af götum:)
Sterkur leikur :)

Endilega póstaðu svo hvað þú þarft að gefa fyrir glerið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Jæja, loksins búinn að ná sendingunni úr tollinum, held að ég splæsi bara næst í 2500 kallinn að láta gera tollskýrsluna fyrir mig, kostaði talsverða snúninga fram og til baka :)
Image
Kominn með þvermálið á gegnumtökunum á hreint og get þá farið að panta glerið, vonandi á morgun eða hinn.

Varðandi gegnumtökin, er ég þá ekki örugglega að skilja það rétt að "róin" sem fer upp á gengjurnar er utan megin (þess megin sem vatnið er ekki)?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að það skipti svo sem litlu máli hvernig gegnumtökin snúi en ég mundi samt hafa gengjurnar utan við búrið.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Glæsilegt, já róinn utan á, annars safnar hún sandi í sig og þá er vesen að losa hana seinna meir
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

HVernig er þetta með ykkur sem hafið verið að smíða búr í stærri kantinum, hafið þið haft glerrenninga meðfram öllum hliðum á botninum, eða ca. 1cm frá glerinu og kíttað á milli glersins og renningsins?

Ég hef heyrt að þetta styrki talsvert mikið líminguna á öllum hliðunum við botninn. Mér finnst þetta meika hellings sens, en man ekki eftir því að hafa séð þetta gert svona hérlendis.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Nú er ég að bíða eftir lokatilboði í glerið frá glerborg, ætla reyndar að tékka líka á samverk, sem eru líka með Þykk gler á lager.

Á meðan ég bíð eftir glerinu ætla ég að fara að byrja á að smíða box utan um ljósin, út krossvið. Var að velta fyrir mér hvernig sé best að vernda krossviðinn fyrir rakanum sem verður væntanlega allnokkur. Lakka þetta e.t.v. bara allt hvítt og setja svo glært epoxy yfir?
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Er ekki skemmtilegra að smíða það bara úr þunnu rústfríu smíðajárni? Klippa bara og festa með hnoðum?

Annar möguleiki væri að smíða mót og nota trefjaplast. En það er nasty business fyrir home projects.

Skemmtilegt project hjá þér, btw.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

takk fyrir það henry, en ég hef bara nákvæmlega enga reymslu í að smíða úr járni. Langaði líka að reyna að ná að hafa ljósið í svipuðum stíl og skápinn, án eikarlistanna þó.
En... einhver með ráð varðandi að verja krossviðinn gegn raka?
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Sven: Ég spurði pabba, sem er skipasmiður. Hann sagðist bara myndi lakka þetta. Finna umhverfisvænt vatnslakk eða akrýllakk, ekki olíulakk. T.d. gólflakk. lakka yfir þrisvar, láta þorna vel og pússa örlítið á milli umferða. Fara vel ofan í brúnirnar. Þá ættir þú að vera safe með rakann.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Kúl, takk fyrir það henry, fín lausn!

En hvað ætli ég þurfi að hafa krossviðinn þykkan? Stærðin á boxinu verður sennilega um 170-180cm á lengd, ca 40cm breitt og e.t.v. um 12-15cm þykkt. Ég vil náttúrulega reyna að halda þyngdinni í lágmarki. Ætli væri þá kanski fínt að gera þetta bara úr 9mm krossvið og vera svo með 1x1" ramma inni í boxinu?
Post Reply