Nú er mér farið að langa að vita hvaða fiska ég er með í einu búrinu, þetta voru bara smá seiði fyrir svona tveimur mánuðum, en eru nú 3 1/2 til 5cm.
Einhver þekkti þetta sem Malawi fiska, og dettur mér ekki í hug að rengja þann spjallverja, hann hefði reindar alveg getað sagt mér að þeir hétu kínverskur titlingaskítur, eða eitthvað þaðan af verra, svo lítið vit hef ég á þessu.
En nóg um það, hér eru myndir: