
Mig hefur lengi langað að prufa að hafa par af trúðafiskum og anemónur.
Ég var að skoða aðeins á síðunni hjá Tjörva og las þar að fiskurinn sækist í tvær týpur af anemónum, gigantea og heteractis magnifica
þannig ég myndi líklegast hafa þær með fiskunum.
En spurningar..
Hversu stórt þarf búrið að vera til að þeim líði sem best?
Þarf ég að hafa Live rock í búrinu fyrir anemónurnar?
Hvernig lýsingu er best að hafa?
Hvaða búnaður er nauðsynlegur í sjávarbúr?
Hvernig blanda ég vatnið?
Hvernig sand ætti ég að hafa?
Er í lagi að hafa 1-2 Anemone Crab í búrinu líka?
Og ef þið hafið fleiri upplýsingar fyrir mig, endilega deilið þeim

Takk takk!