Nokkrar spurningar.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
issojB
Posts: 46
Joined: 01 Feb 2013, 22:56

Nokkrar spurningar.

Post by issojB »

Komið þið sæl. Er ég ekki inni á réttum link með spurningar ? Er ( held ég ) að læra smásaman inná spjallþráðinn, enn og aftur, frábær þráður. Eins og hefur komið fram frá mér annarsstaðar á linknum, er eg að koma mér upp 390 lítra ( 130X50X60 cm ) Malawi Cichlidu búri með Sump. Spurning mín er, væri ekki betra að setja loftstein á milli síuhólfa eitt og tvö ( síuhólfin verða þrjú ) til að örfa bakteríu myndun í sumpnum ? Vil helst skapa eins góð vatns-skylirði fyrir íbúa búrsins og mögulegt er. Svo er önnur spurning ( örugglega ekki sú síðasta ). Ég ætla mér að hafa hitarann ( eða hitarana ) í síðasta hólfi sumpsins. Og þá er það spurningin, væri ekki öruggara fyrir mig, já og ennþá öruggara fyrir íbúa búrsins, að hafa tvo 200 W hitara, frekar en einn 300 W ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Nokkrar spurningar.

Post by Squinchy »

Fer algjörlega eftir því hvað þú ætlar að hafa sem filter efni, ef þetta er bara svampur þá er loft steinn alveg óþarfi en ef þú vilt fara út í fljótandi filter media þá væri loft dæla sterkur leikur.

margir sem vilja frekar fara í 2x 200W frekar en 1x300W, minni líkur á því að báðir í einu klikki og fara hita eins og brjálæðingar eða drepast alveg
Kv. Jökull
Dyralif.is
issojB
Posts: 46
Joined: 01 Feb 2013, 22:56

Re: Nokkrar spurningar.

Post by issojB »

Takk Jökull.
Þar sem engin gæludýraverslun virðist vera með svampa, sem væri hægt að kaupa eftir máli, hafði ég spáð í að vera með efni frá Tjörva, þe Seachem, Matrix.
Post Reply