Hér er mynd sem ég fann af einum af Koi fiskunum sem við eigum.
Þessi mynd er reyndar 6 ára gömul og fiskurinn orðinn enn stærri.
Hvað mynduð þið segja að svona fiskur væri að fara á?
Svosem bara sama sagan og seinast.. Ekki margir sem geta tekið við þeim, þannig að ég myndi ekki gera mér vonir um einhverja tíuþúsundkalla fyrir þá. Sérstaklega ef þú þarft að losna við þá á næstunni. Kæmir þeim líklega í verð ef þeir þurfa ekki að fara strax.
keli wrote:Svosem bara sama sagan og seinast.. Ekki margir sem geta tekið við þeim, þannig að ég myndi ekki gera mér vonir um einhverja tíuþúsundkalla fyrir þá. Sérstaklega ef þú þarft að losna við þá á næstunni. Kæmir þeim líklega í verð ef þeir þurfa ekki að fara strax.
Það liggur ekkert á að selja þá. Það eru reyndar nokkrir búnir að hafa samband við mig í einkaskilaboðum en ég hef bara ekki hugmynd um hvað er sett á svona. Þú sagðir að fiskar sem eru 15-20 cm á stærð séu að fara á 2-10 þúsund. Þessir fiskar eru miklu stærri en 20 cm. Það er það sem ég er að vandræðast með.
Ég myndi persónulega ekki borga meira en 10þús per fisk, líklega minna. Það þýðir samt ekki að þeir séu ekki meira virði, bara hvað ég myndi vilja gera ef mig vantaði fiska í tjörnina mína