Læt fylgja nokkrar myndir

fékk þá nú bara fyrir stuttu, svo ég eiginlega veit ekki mikið um þá, en hef verið að lesa mér til.. allt annað að lesa og vera komin með þá í hendurnar

langar líka að breyta búrinu =/ ekki sátt með það. En það verður að vera svona eins og ég fékk það í smátíma í viðbót. Smellti reyndar einni rót í það svona til að klifra.
1. Er það rétt að þeir eiga bara að fá að éta 1x á viku?
2. Hversu oft þarf að þrífa? Er með mold í undirlag, reyndar smá börkur með
3. Þarf að skipta oft um vatn í dallinum þar sem vatnið er?
4. Langar rosa að gera smá svona sund svæði, s.s. nota gler/plexi og e-h til að líma það.. hvað væri hentugast í það? Bombínó fíla meira vatn en dallurinn bíður upp á
5. Með hvernig upp setningu mæliði með fyrir þá? trjáfrosk, 2 bombínó og 1 körtu held ég.
Þeir eru enþá ungir held ég, undir 1 árs.
Læt núna koma nokkrar myndir;

Helmingur búrsins

hinn helmingur

Heildin
Þyrfti að fá nafnið á þessum froski eða körtu
Svo trjáfroskurinn;

Svo sætur!
Bombínó;
Já, afsakið myndaflóðið! gat ekki valið!!
