Fiðrildasíkliður

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Fiðrildasíkliður

Post by Hrafnkell »

Í framhaldi af öðrum þræði hér um hrygningu hjá fiðrildasíkliðum...

Hvað segiði um þessa fiska? Er einhverstaðar lesning um þá? Eru þeir harðgerðir? Þola þeir að vera í safnbúri? Eru þeir á móti gróðri? Eru þeir í flokki smásíkliða?

Mér þykir þeir fallegir að sjá. Mér finnst einnig almennt áhugavert að lesa um hegðun síkliða og gæti vel hugsað mér að hafa slíka fiska í búrinu mínu.

Búrið er ekki stórt (125L) og það á að hluta til eftir að velja í það fiska. Þess vegna datt mér í hug að spyrja um þessa.

Aðrar og allar tillögur eru líka vel þegnar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fiðrildasikliður eða Microgeophacus ramirezi eru fínar í búr eins og þitt, henta vel með flestum fiskum og kunna vel við sig í gróðurbúri.

Hér má finna myndir af fiðrildasikliðum og fleiri fallegum dvergsikliðum
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... myndir.htm
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Hvað verða þær stórar ?
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Upplýsingar á netinu segja 5-7 cm. Ótrúlega fallegir fiskar.
Post Reply