Í framhaldi af öðrum þræði hér um hrygningu hjá fiðrildasíkliðum...
Hvað segiði um þessa fiska? Er einhverstaðar lesning um þá? Eru þeir harðgerðir? Þola þeir að vera í safnbúri? Eru þeir á móti gróðri? Eru þeir í flokki smásíkliða?
Mér þykir þeir fallegir að sjá. Mér finnst einnig almennt áhugavert að lesa um hegðun síkliða og gæti vel hugsað mér að hafa slíka fiska í búrinu mínu.
Búrið er ekki stórt (125L) og það á að hluta til eftir að velja í það fiska. Þess vegna datt mér í hug að spyrja um þessa.
Aðrar og allar tillögur eru líka vel þegnar.
Fiðrildasíkliður
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Fiðrildasikliður eða Microgeophacus ramirezi eru fínar í búr eins og þitt, henta vel með flestum fiskum og kunna vel við sig í gróðurbúri.
Hér má finna myndir af fiðrildasikliðum og fleiri fallegum dvergsikliðum
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... myndir.htm
Hér má finna myndir af fiðrildasikliðum og fleiri fallegum dvergsikliðum
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... myndir.htm