Ég setti upp Sacem Marathon 1000 tunnudælu í dag og úr henni koma skrölt, suð og önnur óhljóð.
hún gengur fínt og virkar eins og hún á að gera en ég kvíði fyrir að sofa við þessi hljóð
Tunnudælur eru oft með aukahljóð fyrst þegar þær eru að koma öllu lofti úr sér. Ef þetta er ekki búið að minnka til muna eftir nokkrar klst þá þarf að athuga málið. T.d. taka hana í sundur og sjá hvort allt sé ekki rétt sett saman.
Lesa leiðbeiningarnar Ef þetta er notuð dæla, þá gæti rótorinn verið orðinn þreyttur. Annars eru venjulega kranar á slöngunum og dælan hönnuð þannig að það renni ekkert á gólfið þegar hún er opnuð. Ég þekki ekki akkúrat þessa týpu af dælum hinsvegar.
ef það er loft í dælunni þá heyrist svona skrölt í mótórspöðunum. ef þú opnar hana og hefur ekki lokað fyrir slöngurnar fyrst þá færðu meira en bara úr slöngunum, það rennur líka vatnið úr fiskabúrinu! ég þekki ekki þessa dælu en ég hef ekki fundið það tæki sem er ekki hægt að finna upprunarlegu leiðbeiningarnar á netinu. gúgglaðu bara nafnið á henni.