Ég fékk fiskadelluna fyrir u.þ.b 3 mánuðum þegar ég fékk mitt fyrsta 30L fiskabúr í kolaportinu fyrir 1.000þ krónur og brunaði þá beint í næstu fiskabúð og fékk þar nokkra fiska og allt tilheyrandi.
Vikunni eftir það fékk ég 50L búr sem ég útbjó sem Saltvatns NANO, því ég sá að saltið væri svo margfallt áhugaverðara (að minnsta kosti finnst mér það

Nú er ég hreinlega kominn í þann pakka að fá mér hús utan um fiskabúrin en ekki sjálfann mig ^^ þannig ég er kominn í íbúðarleit til að hýsa tilvonandi undurfagur saltvatnsbúr. (Sumir kannast kannski við það

Málið er að ég er alger nýgræðingur í þessum málum, en ég er þrjóskur, fljótur að læra, alger vinnuþjarkur og hef rosalega gaman að öllu sem ég tek að mér. Þar með hef ég ákveðið að smíða búrið alveg frá grunni...
Ég hef fundið ýmsar upplýsingar með því að browsa hérna á spjallinu og þakka notendum kærlega fyrir þá viðleitni að posta hérna inn visku sinni. Mig vantar þó enn upplýsingar um hvernig ég smíða sumpinn sjálfann:
- Má hann vera úr plexi ?
- Þarf ég að smíða yfirfallið í ákveðinni hæð eða bara hvernig sem mér hentar?
- Hvað fer í sumpinn sjálfann ? Einfalt filt ?
- Er viss stærð á sumpnum fyrir ákvena stærð á búri ?
Ég væri mjög þakklátur ef einhver snilli gæti lýst þessu fyrir mér step by step eða gefið link þar sem þetta er útskýrt greinilega.
Ég er að byrja ALVEG frá grunni þannig ALLAR upplýsingar eru rosalega vel þegnar!
Endilega linka mig inn á basic stöff þó ég gæti nú þegar vitað það

Fyrirfram þakkir, Ívar.
P.s Þar sem ég er alger nýgræðlingur vantar mig hálfgerða atriðaorðaskrá þar sem ég hef verið að browsa spjallið og skil stundum ekki bofs í orðatiltökunum hérna ^^ en það kemur víst að sjálfu sér býst ég við
