Er allt í lagi að nota svona plastkassa eins og fæst í rúmfatalagernum sem fiskabúr? Tók eftir því áðan að ein gúbbí kjellan mín er ólétt og vantar mig búr fyrir seiðin. Hvað er best að gera ? í sambandi við að hleypa lofti inn og svona? Var að spá í að nota bara svona skrifstofu lampa sem ljós. Hvað þarf ég að gera meira?
Og líka ef eitthver á gott fiskabúr sem ég get fengið ódýrt þá væri það fínt
Já það er ágætt að nota svona kassa ef þeir eru óbrotnir. Bara sést lítið í gegnum þá. Þarft að nota einhvern filter náttúrulega, ættir ekki að þurfa loftstein ef filterinn gárar yfirborðið sæmilega.
Ég myndi nú tékka fyrst hver hitinn er í búrinu ef þú lætur fiskabúravatn í og lætur standa yfir sólarhring. Gæti meira en vel verið að herbergishiti nái að halda búrinu kringum 25 gráður sem ætti að vera í lagi.
Með filter, þá geturu fengið eða útbúið svampfilter sem myndar sog með loftdælu, eða sett bara nælonsokk utan um inntakið á venjulegri dælu. Þá ætti seiðunum að vera borgið.
ég er með 2 svona plastkassa, að vísu bara fyrir humra... en þetta er samt fín lausn. einu gallarnir sem ég hef séð er að það sést ekki eins vel í gegn um þá og þeir vilja svigna aðeins út undan álaginu þannig að lögunin á fiskunum bjagast eitthvað þegar maður horfir í gegn, eins þarf að passa ef að það safnast þörungur á hliðarnar að skrúbba ekki of harkalega því þetta rispast auðveldlega
ég setti vatn í plastkassann í gær og var svo að kíkja á það í dag og mér fannst það frekar kalt :/ allavega kaldara en fiskabúrið.... þarf eiginlega að redda mér hitara í kassann, hvað kostar einn stakur hitari ? svona ca. ?
plastboxið einangrar ekki hitann í vatninu eins vel og í lokuðu fiskabúri með ljósi, sérstaklega ef boxið er á gólfinu... hitarar kosta yfirleitt 3000kr+, nýir amk
Ég myndi nú spá aðeins í þessu. Ég var mikið að spá í að vera með svona plastkassa sem sóttkví eða sjúkrabúr, en svo tók maður upp reiknistokkinn og kassinn kostar einhverja þúsundkalla, hitarinn líka, og svo dæla og þá kannski loftdæla með, og allt telur þetta. Meðan það er hægt að fá einhver glæný 33 eða 54 lítra glerbúr frá Tetra eða Juwel fyrir 12-15þús með hitara og dælu og öðru sem til þarf. Sem er bæði auðveldara að selja aftur seinna á hálfvirði eða meira, og svo er nú mun skemmtilegra að geta séð fiskana sína og vera með bakgrunn, og allt frágengið snyrtilega í búrinu. Getur líka tékkað á sölukorknum hérna, er oft verið að selja svona búr með öllu.
Þó þú sért búin að kaupa kassann getur þú alltaf notað hann undir eitthvað smádót.
Góður punktur henrý - Ef maður fær ~50 lítra búr á kannski 12-15þús með dælu, hitara og etv einhverju öðru, á móti því að kaupa plastkassann á 1500-3000kr og eiga þá eftir að kaupa hitara og dælu, sem kostar nú líklega lágmark um 7000kr.
Já, fyrir utan eitt sem ég gleymdi sem er að Tetra og Juwel búrin eru með loki með ljósi, og það fylgir pera með. Þannig að þetta er hætt að borga sig í rauninni.
henry wrote:Ég myndi nú spá aðeins í þessu. Ég var mikið að spá í að vera með svona plastkassa sem sóttkví eða sjúkrabúr, en svo tók maður upp reiknistokkinn og kassinn kostar einhverja þúsundkalla, hitarinn líka, og svo dæla og þá kannski loftdæla með, og allt telur þetta. Meðan það er hægt að fá einhver glæný 33 eða 54 lítra glerbúr frá Tetra eða Juwel fyrir 12-15þús með hitara og dælu og öðru sem til þarf. Sem er bæði auðveldara að selja aftur seinna á hálfvirði eða meira, og svo er nú mun skemmtilegra að geta séð fiskana sína og vera með bakgrunn, og allt frágengið snyrtilega í búrinu. Getur líka tékkað á sölukorknum hérna, er oft verið að selja svona búr með öllu.
Þó þú sért búin að kaupa kassann getur þú alltaf notað hann undir eitthvað smádót.
ég er með annað 54L búr undir fullorðnu gúbbífiskana mína og það er allt rosa fínt með hitara og dælu og bakgrunn og skrauti og svona og er ég með 5 gúbbífiska, einn brúsknef og 6 litla epla snigla í því, en mig langar svo rosalega að prófa að ala upp eitt got af gúbbífiskum og þessvegna ætla ég að nota plastkassann, hann þarf ekkert að vera rosa fancy, bara svona bráðabirgða, þannig, samkvæmt mínum reikningum þá kostar þetta mig bara svona 6000 kr, hitari og dæla eða bara 3000 kr, bara dælan.
það var alltaf fiskabúr á því heimili sem ég ólst uppá þaug geingu bara fyrir lofti og ekki gerð vatna skipti nema þegar þaug voru þrifin og allt þrifið. búrið með ajax að innan og allt skolað í baðinu allir fiskarni lifðu þetta af öll þessi ár þetta er svona 86. þetta er nátúrulega allt annað í dag enn ég held að þetta sé nú lítið mál að hafa fiska í þessum kössum hef verið með fiska í svona
Já já, það er vel hægt að hafa fiska í þessum kössum og fínt að eiga svona kassa til að redda sér. En þetta er bara allt spurning um praktík og útlit, og hvað maður er að fá fyrir peninginn..