300L samfélagsbúr: Bogga/TobbiHJ

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
TobbiHJ
Posts: 39
Joined: 01 Sep 2009, 09:42
Location: Reykjavík

300L samfélagsbúr: Bogga/TobbiHJ

Post by TobbiHJ »

Jæja, þá er að komast mynd á samfélagsbúrið okkar.

Við keyptum notað búr fyrir 2 vikum með nokkrum hlunkum.
Í gær komust síðustu fiskarnir í fóstur á góð heimili, en í búrinu voru 3 Pangasiusar, 2 sutchi og 1 sanitwongsei og 1 gíraffakattfiskur í stærri kantinum, ochenoglanis occidentalis. Þá voru 3 Koi og 2 gullfiskar í stærri kantinum sem eru líka farnir. Þeir sem við ákváðum að halda voru 3 trúðabótíur og 1 gulur skali.

Þar sem við vildum hafa gróðursælt búr með fjölda smærri fiska voru þeir íbúar ekki að ganga upp; Pangasiusar hefðu séð um fiskana og gíraffinn hefði haldið áfram að grafa sig í gegnum búrið og skemma alla gróðurrækt.

Eftir nokkrar ferðir í flestar dýrabúðir á höfuðborgarsvæðinu og heimsóknir til Vargs er íbúalistinn orðinn eftirfarandi:

Fiskar:
3 skalar, par og stakur
6 Congo-tetrur, 2 kk og 4 kvk
6 Cherry barbar
2 Corydoras
3 Trúðabótíur
1 Kribbi kk
1 Spotted Bulldog pleggi


Gróður:
Vallisneria sp.
Anubias sp.
Java mosi
Java burkni
Óþekkt planta, afleggjari úr gróðurbúri


Image
Yfirlitsmynd 17. nóvember

Image
Spotted Bulldog pleco
Image
Hin hliðin

Image
Cherry barbi

Image
Guli skalinn

Image
Trúðabótía, um 10 cm

Image
Corydoras
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

flott hjá ykkur búrið
java fern þolir ílla að vera í sandi líður betur fljótandi heldur en í sandi
smellið þeim ofan á steina eða rætur
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bogga
Posts: 6
Joined: 04 May 2008, 20:51
Location: Reykjavík

Post by Bogga »

Takk fyrir, prófum það :)

PS. Guðmundur var svo góður að gefa okkur nokkra java fern :-)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Skemmtilegt búr :góður:
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Mjög fallegt búr hjá ykkur! Gaman að sjá loksins myndir af því :-)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Skemmtilegt búr hjá ykkur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Bogga
Posts: 6
Joined: 04 May 2008, 20:51
Location: Reykjavík

Þörungastríðin

Post by Bogga »

Uppfærsla: Stríðið við þörunginn

Það er þó nokkur tími síðan við skrifuðum síðast um búrið okkar. Við höfum gert einhverjar breytingar á uppsetningu, bæði á plöntum og íbúum. Ætluðum að skipta út T8 ljósastæðunni fyrir T5 en það hefur ekki ennþá verið gert.
Við erum búin að standa í heilmiklu brasi við þörung. Við prófuðum þetta hefðbundna; að stytta ljósatíma, byrgja búrið betur frá sólarljósi, gefa minna og svona, en ekkert gekk. Við gerum regluleg vatnsskipti, ca. 60% vikulega. Þegar þetta gekk ekki lokuðum við á allt ljós og gáfum engan mat í 4 daga. Kíktum inn og allt fínt, þörungurinn horfinn og allir fiskar ná lífi (2 kk með góða sporða voru „rófu“lausir eftir þetta, einhver hefur verið orðinn svangur!). Við skiptum um 60% vatn í kjölfarið. 4 dögum seinna er búrið orðið jafnslæmt. Við myrkvum búrið aftur eftir 2 vikur í 4 daga, þá er það ekki einu sinni nóg, heldur er þörungurinn næstum jafnslæmur og fyrir myrkvun.
Fiskarnir eru orðnir slapplegir og eitthvað sýkingarlegir, við erum búin að missa 2 skala út af óþekktri bakteríusýkingu og plönturnar líta hræðilega út vegna ljósleysis. Við náum þó að bjarga nokkrum afleggjurum yfir í hin búrin okkar. Prófum að salta og hita sem hjálpar fiskunum en fer ennþá verr með plönturnar. :(
Nú biðjum við um aðstoð á Skrautfisksfundi. Ætlum að reyna að redda okkur UV-ljósi en bíða með þörungaeitur. Skrautfiskur eignast svona ljós stuttu síðar og býðst til að lána okkur það, sem við þiggjum.

Ég klikkaði á að taka mynd fyrir meðferð, en eftir klukkutíma ljósatíma er það strax skárra og lítur svona út, þann 13. febrúar:

Image



Svona lítur þetta út í nærmynd, skot af anubias sem er ca. 10-15 cm frá glerinu:

Image



Lítið gerist fyrsta sólarhringinn, en eftir tæpa 2 daga (44 klst) er allt annað að sjá búrið. Það er þó ekki enn orðið alveg tært:

Image



5 klukkustundum seinna, eftir 49 klst er búrið orðið svona:

Image



Síðan batnar þetta hægt og hægt og þegar við aftengjum UV-ljósið, eftir 5 daga notkun, er búrið orðið svona, þann 18. febrúar:

Image



Og við erum orðin sátt! :D

Við þökkum Skrautfiski enn og aftur fyrir lánið á ljósinu! :)

Bogga/TobbiHJ
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Muna að skipta vel um vatn eftir þetta, fullt af dauðum þörungi þýðir fullt af nítrati :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
TobbiHJ
Posts: 39
Joined: 01 Sep 2009, 09:42
Location: Reykjavík

Post by TobbiHJ »

Það voru 70% skipti á eftir og svo venjulega 50-60% skipti vikulega hjá okkur, þau mál eru í góðum málum... Hvíti sandurinn heldur manni líka vel við efnið :twisted:
Post Reply